Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 22
Grenjaskytta. inn mink skjótast fram hjá sér og hverfa inn í grjót- urð. Drengurinn var harðgerr og hugaður, og kom nú heldur vígahugur í piltinn. Hann fór að athuga grjót- urðina, og taldi hann engan vafa, að'þar væri dýrið inni, enda heyrði hann lágt urr eða hvœs inni í all- djúpri holu. Drengurinn gleymir nú allri varúð og rennir hendinni inn í holuna og ætlar sér að hremma minkinn með snöggu handtaki. En varla hafði hann snert dýrið, er hann fann ógurlegan sársauka og kippti eldsnöggt að sér hendinni, en þá hékk minkurinn á þumalfingrinum og hafði bitið inn í bein. Nú halda menn víst að drengurinn hafi getað hrist minkinn af sér. — Nei, — það tókst drengnum ekki, þótt hann væri hraustur og kjarkmikill, heldur varð hann að hraða sér heim til bæjar og fá þar hjálp, til að granda minkinum, sem hélt krampakenndu heljartaki um grannan þumalfingur drengsins. Af þessari sögu sést það að minkurinn er ekkert lamb að leika sér við og enginn hefur svo snör handtök, að þetta litla, grimma dýr sé ekki viðbragðsfljótara. Ég get ekki stillt mig um að segja hér eina sögu af sjálfum mér, af viðskiptum mínum við minkinn, þótt það geti víst ekki talizt nein frægðar-saga. Fyrir nokkrum árum var ég á leið milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur á koldimmu haustkvöldi. Ég ók jeppabíl og með mér voru konan mín og börnin mín tvö. Ég ók ekki mjög hratt. Þegar ég kom inn á Digra- neshálsinn, sá ég allt í einu að minkur skauzt inn á veg- inn fyrir framan bílinn. Ég hemlaði svo harkalega að Greni i Þingvallahrauni. Búrfell i baksýn. bíllinn hálf snerist á veginum, en minkurinn skrapp óskaddaður undan hjólunum, og þaut út í móana. Þar sneri hann sér við og sá ég glóra í glyrnurnar á hon- um í dimmunni. Var líkt og hann hældist um að hafa sloppið óskaddaður úr þessum háska. Ég steig á benzínið og bíllinn rann áfram veginn, — og ég verð að segja það eins og það er, að mikið varð ég feginn að minkurinn skyldi sleppa ómeiddur. Ég hefði talið það ólán að aka yfir minkinn, jafnvel þótt hann sé skaðræðisdýr. Minkurinn er þó slæmur innflytjandi, sem þegar hef- ur gert stórtjón. Veit ég að margur ungur piltur og mörg ung stúlkan hefur átt um sárt að binda, þegar fallegustu hænurnar á bænum hafa legið steindauðar hlið við hlið í hænsnahúsinu, einn morguninn, þegar út var komið. En minkurinn er þekktur að því að drepa miklu fleiri fugla en haim fær torgað. En er þá alveg hætt að tala um refinn, og gerir hann ekkert tjón framar? Nei, því er nú miður. Refurinn er enn mjög skæður og er þó allt gert, sem mögulegt er, til að útrýma honum. Á vorin fara menn um heimalönd, heiðar og hraun að leita grenja, sem svo er nefnt. Er það skylda að sjá um eyðingu refa í hverri sveit. Ef gren finnst í þessari leit, þá verður að fá menn til að liggja á greninu, sem svo er kallað. Venjulega voru áður tveir menn á hverju greni. Var annar nefndur skytta eða grenjaskytta, en hinn vökumaður, en oftast höfðu þó báðir mennirnir byssu. 130 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.