Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 16
fara sömu troðnu slóðirnar um öræfin er ekki það sem
við þráum. Heldur ætluðum við okkur að kanna
ókunna stigu og sjá sem mest og eiga það sem góðar
endurminningar.
Ferðin gekk vel til baka. Hestarnir runnu vel slóð
sína og voru fúsir heim að sækja. En veðrið var hið
sama, rigningarsuddi og mildar slembrur á milli. Slíkt
veðurlag skemmir öll ferðalög og dregur úr þeirri
ánægju, sem fylgir slíkum ferðum, ef veðrið er gott.
Við komum út í Fljótsdal um kvöldið, svo snemma að
við gátum hringt í bíl frá Ileyðarfirði, sem sótti okkur
upp að Víðivöllum. í FJjótsdal var okkur tekið af hinni
alkunnu gestrisni, sem þar er landlæg frá fornu fari.
Til Reyðarfjarðar komum við Hermann kl. 1 um nótt-
ina. Við skildum hesta okkar eftir við græna töðu í
húsi á VíðivöIIum, hjá Jörgen bónda þar, því þeir voru
mjög blautir og hraktir eftir veðrið á öræfunum, enda
þá farið að rigna út í Fljótsdal.
Það vill oft verða svo, að margt fer öðruvísi en ætlað
er. En þessi ferð okkar mistókst aðallega af því að það
vantaði veg frá brúnni á Jökulsá. Mér finnst sárt til
þess að vita, að Vegagerð ríkisins og vegamálastjóri
skuli ekki meta að verðleikum það mikla verk, sem
bændur í Lóni hafa leyst af hendi, með miklum til-
kostnaði og ærnum erfiðleikum, að hafa sett þarna góða
brú yfir ána og reist þar fyrirmyndar sæluhús, í þess-
um miklu óbyggðum og öræfum, að hafa ekki látið
leggja veg frá brúnni, svo hægt sé að koma hestum
upp í Illakamb. Því þó sprengja þurfi veg upp þennan
klettarana, sem brúin stendur á að sunnan, þá er það
ekki nema lítill kostnaður á móts við það verk, sem
bændur hafa unnið og hér hefur verið lýst að framan.
Eg treysti því að bændur í Lóni, sem þessa aðstöðu
þekkja manna bezt, vilji skora á Vegamálastjórn að
láta gera umrædda leið upp á Illakamb færa fyrir hesta
og það sem fyrst. Nú er að vakna sú alda, að margir
vilja eiga hesta, og margir vilja kynnast óbýggðum og
öræfum þessa lands, og þó menn séu að klöngrast á
bílum, þá er víða ekki hægt að koma þeim við og ferða-
lög á bílum fara að verða hversdagsleg og langt frá
því að þau veiti sams konar hressingu og jafn góða og
holla skemmtun, sem að ferðast á hestum. Hópferðir
á hestum skilja eftir langtum meiri ánægju og varan-
legri endurminningu, en bílferðirnar, enda taka menn
betur eftir landslagi og geta betur ráðið, hvert farið er,
þegar hesturinn er farartækið.
Við, sem þessa leið fórum, og höfðum ekki nema
hálfa ánægju af, viljum hér með mælast til þess, að
ríkið leggi nokkurt fé fram til þess, að næst þegar við
förum þessa leið, þá sé okkur og öðrum, sem líka vilja
fara leið þessa, gert kleift að komast hindrunarlaust upp
á hinn illa Illakamb.
Ég er sannfærður um, að leið þessi verður oft farin,
og það mörgum til mikillar ánægju og aukins skilnings
á hinni hrikalegu náttúrufegurð þessa lands.
Reyðarfirði 1. apríl 1960.
Svarfclælsk systkini
Þessi hópmynd var tekin sumarið 1960 af alsystkin-
um, sem öll eru fædd og uppalin í Svarfaðardal. For-
eldrar þeirra voru Jóhannes Sigurðsson smiður og
bóndi síðast á Hæringsstöðum í Svarfaðardal og kona
hans Jónína Jónsdóttir frá Göngustöðum. (Sjá um Jó-
hannes: Sterkir stofnar, bls. 159—164.)
Fremri röð frá vinstri til hægri:
1. Þuríður, f. 9. júlí 1882. Gift Jóhanni Þ. Jónssyni.
2. Jón, f. 28. sept. 1883, átti Lilju Árnadóttur frá
Skeiði. Hún hafði áður átt Svein Bergsson frá
Hæringsstöðum.
3. Sigríður, f. 2. okt. 1886, átti fyrst Sigtrygg Davíðs-
son og síðar Helga Jónsson frá Ufsum.
4. Snjólaug, f. 16. marz 1888, átti Guðjón Baldvins-
son. Bjuggu lengi að Skáldalæk.
Aftari röð frá hægri til vinstri:
5. Anna, f. 8. júní 1890, átti Jón Harald Stefánsson,
skipstjóra og bónda í Ytra-Garðshorni.
6. Soffía, f. 23. júlí 1892. Gift Hallgrími Einarssyni.
Dvelja hjá syni sínum og tengdadóttur á Urðum.
7. Ferdína Sólveig, f. 7. ágúst 1893. Gift Arngrími
Arngrímssyni frá Þorsteinsstöðum, verkamanni á
Dalvík.
8. Sigurður, f. 20. júlí 1896. Kvæntur Önnu Gunn-
laugsdóttur. Smiður á Dalvík.
9. Steinunn, f. 22. okt. 1899, átti Árna Valdimarsson,
verkamann á Dalvík.
Aðeins eitt þessara ofantöldu og nafngreindu systkina
(Snjólaug no. 4) dvelur nú og á heimili í Reykjavík.
Hin öll (8) eru búsett í Svarfaðardal og kauptúninu við
Dalvík.
23. janúar 1961.
Björn R. Árnason.
124 Heima er bezt