Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 9
Einn nf helgustn baðstpðum Benares. í baksýn turnar nokkurra hofa. hreyfingarlausir og einblína á sólina í einskonar leiðslu. Eftir baðið taka dýrkendurnir sér sæti á tröppunum eða trépöllunum og smyrja sig ýmiskonar litarefnum, fyrst og fremst á enni, brjóst og handleggi. \Terða beir ósjaldan allófrýnilegir ásýndum að smurningu lokinni. Síðan sitja þeir hreyfingarlausir og sökkva sér niðrí helgihald og hugieiðingu. Það er sérkennilegur helgi- blær yfir þessum morgunstundum. Maður hefur óljóst á tilfinningunni að tírni og rúm hafi þokað fyrir hærri veruleik þarsem sólin, fljótið og mannssálin sameinast í tjáningu og tilbeiðslu á leyndardómi hfsins. Hiiizta för. Sólin hækkar flugið og baðar allt í heitu geislaflóði. Dýrkendur hennar sitja á pöllum og prömmum með- fram fljótinu og gleýma líðandi stund. Araslög báts- mannsins eru róleg og háttbundin þarsem við líðum með fljótsbakkanum. A tveimur stöðum stígur þykkur reykmökkur til himins, hann kemur frá líkbrennslu- stöðunum á fljótsbakkanum. Þangað er ferðinni heitið. En áður en við náurn þangað ber fyrir augu ein- kennilega sjón. Á neðsta þrepi einnar tröppunnar eygi ég lítinn hvítan böggul, sem virðist hafa gleymzt þar. Þegar við róum nær, sé ég að þetta er ekki venjulegur böggull, því útlínur mannslíkamans koma í Ijós. Þetta er barnslíkami vafinn í hvítan léreftsdúk. Meðan ég virði fvrir mér þessa einkennilegu sjón koma fjórir menn ofan tröppurnar með flata steinhellu. Biiggullinn er bundinn á hana, og tveir mannanna stíga útí lítinn bát sem er bundinn við tröppuna. Þeir leggja böggul- inn þvert yfir stefnið á bátnum og róa frá landi. Þegar þeir eru komnir svosem 15 faðma frá landi stjakar ann- ar bátsmannanna skyndilega við bögglinum og hann hverfur í fljótið. Athöfninni er lokið og þeir félagar róa aftur til lands. Það var eitthvað óendanlega ömur- legt við þessa hinztu fcir barnsins til feðra sinna. Urn- komuleysi mannsins á jörðinni hefur sjaldan staðið mér skýrar fyrir hugskotssjónunt en á þessari stund. Elvers vegna var lík barnsins ekki brennt? Börn hafa ekki rétt til brennslu fyrr en þau hafa gengið undir sérstaka at- höfn, sem svarar til skírnar kristinna manna, en sú at- höfn fer ekki fram fyrr en þau hafa náð níu ára aldri. Yið rerum til líkbrennslustaðarins, Manikarnika Ghat, senr stendur miðsvæðis á fljótsbakkanum í Ben- ares. Þetta er helgasti staður borgarinnar og samkvæmt elztu sögnum tóku frumbyggjarnir, Aríarnir, sér fyrst bólfestu á þessum stað. Eíér fær sálin endanlega lausn frá líkamanum sem hverfur til upphafs síns, hinna fimm frumefna: jarðar, vatns, lofts, elds og eters. Áður en líkin eru brennd er þeim dýft í hið helga fljót sent hreinsar sál hins framliðna og tryggir henni samruna við Almættið. Þessi siður er byggður á ævafornum kenningum í elztu helgiritum Hindúa. Samkvæmt þeinr á sálin ekki aðgang að Almættinu fyrr en hún hefur „ferðazt“ um ákveðin svið sem táknuð eru með sér- stökum' helgiathöfnum. Séu þessar helgiathafnir ekki framdar í fyllsta samræmi við forskriftir heldur undir- vitundin áfrarn að hafast við í heimi anda og drauga, m. ö. o. sálin gengur aftur og ásækir fyrri vistarverur og gamla vini. Brennandi lík. Líkbrennslustaðirnir í Benares eru opnir allan sólar- hringinn og þar er stöðugt iðandi líf. Vinir og ættingj- ar hinna látnu koma með líkin niðrað fljótinu, vafin í litríka dúka og skreytt blómum. Þar er þeim dýft í vatnið, en síðan liggja þau í sólinni þangað til bleytan er runnin úr þeim. Konur koma aldrei á þessa staði. Það er verkefni karlmanna einna að koma hinum dauðu snurðulaust yfir landamærin. Líkin liggja aldrei í heirna- húsum meira en tvo til þrjá tínra eftir að dauða hefur borið að höndurn. Á tröppunum í Manikarnika Ghat Iágu fimrn lík þegar ég lagði að landi í bátnum, en þrír bálkestir voru Ijóslogandi og líkin á þeim misjafnlega langt komin í Gamall maður tilbiður sólina með því að hella vatni úr hinu helga fljóti i sólarátt. I baksýn má sjá, hvernig fljótið hefur flalt yfir bakka sína og inn i eitt af hofunum. Heima er bezt 117

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.