Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 23
Ég hef aðeins einu sinni á ævinni legið á greni, og eru mörg ár síðan. Ég var þá aðeins 16 ára að aldri. Ég var vökumaður, en skyttan var sex eða átta árum eldri og þaulvön refaskytta. Alér eru ógleymanlegar þessar tvær nætur, sem ég lá á greninu og ætla ég nú að segja þá sögu eins og hún lifir í minni mínu. Grenið fannst um nónbil. Var þáð í Eldborgar- - hrauni, rösklega hálftíma gang frá bænum. Ég var ekki með í leitinni, en bróðir minn, sem fann grenið með skyttunni, kom heim, en skyttan lá eftir á greninu, ef ske kynni að hann sæi dýrin, en venjulega láta þau ekki sjá sig fyrr en á kvöldin eða nóttunni. Það var ákveðið að ég færi á grenið sem vökumaður og þótti mér það nokkur upphefð. Var nú farið að búa mig sem bezt undir næturvökuna. Þetta var í maímán- uði. Veður var bjart, en dálítið andkalt, og vel gat orðið frost um miðnættið. Ég fór í hverja flíkina utan yfir aðra, svo að ég leit út eins og ístrubelgur. Svo var tekið til nestið. Þá þekktust ekki hitabrúsar, en þó var látið kaffi á þriggja pela flösku fyrir skyttuna. Kaffið var látið á flöskuna svo heitt, sem flaskan þoldi, og síðan var kaffiflaskan færð í hvern sokkinn utan yfir annan. Þá hélzt kaffið lengur heitt. Adjólk var svo látin á tvær aðrar flöskur, og síðan var látið í lítinn léreftspoka, rúgbrauð, smjör og harðfiskur. Þetta átti okkur að duga til hádegis næsta dag, en þá átti að færa okkur í hádegisverð grjónagraut í fötu, mjólk, brauð og harðfisk. Um klukkan 6 síðdegis var svo lagt af stað út á Tófuyrðlingur. Grenjaleit á heiðum. grenið. Ekki mátti koma þangað mjög seint, því að vel gat mannaferðin styggt dýrin, sem oft fara að færa sig nær greninu, þegar sól fer að lækka á lofti. Bróðir minn, sem gekk með mér aftur út á grenið, hélt á hrífu og dökkri, léttri kápu. Ekki skildi ég fyrst, hvers vegna hann hélt á hrífunni, en það gerði hann, til að reyna að blekkja dýrin. Ef þau væru í námunda við grenið, þá sæju þau, er við nálguðumst það. En þegar bróðir minn sneri heim aftur, þá hengdi hann kápuna á hrífuna þannig, að þegar hann bar hrífuna við hlið sér með kápunni á, þá sýndist eins og tveir menn gengju burt af greninu. Ekki veit ég hvort þetta hefur gabbað dýrin, en að því kemur síðar. Grenið, sem lágfóta átti þarna, var í hraunurð í röndinni á skógarkjarri, en helluhraun í kring. Víða var holt undir helluhraunið og vel gat skolli átt þarna rnargar útgöngudyr. Ekki var mikill vandi að sjá, að þarna var greni. Út úr aðalholunni lagði mikinn óþef, — þessa sérkennilegu tófulykt — og víða sáust tófuhár á hraunnibbunum í holuopinu. Þegar ég kom á grenið, hafði skyttan verið þar í nokkra klukkutíma. Hvorugt dýrið hafði skyttan séð, en henni hafði tekizt að ná einum yrðlingnum lif- andi. Renndi skyttan færi inn í aðal-innganginn í gren- ið og beitti öngulinn með kjöttætlu. Éinn yrðlingur- inn hafði ginið við þessum lostæta bita og þar með var hans frelsi farið. Þarna lá nú þessi vesalingur ýlandi í skógarrjóðri, rétt við holudyrnar og var hann tjóðr- aður með snæri, sem bundið var um annan afturfótinn fyrir ofan konungsnef. Heima er bezt 131

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.