Heima er bezt - 01.04.1961, Síða 35

Heima er bezt - 01.04.1961, Síða 35
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH 1 LLAN Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: í dögun. Reykjavík 1960. Helgafell. Ekki verður um það deilt, að Davíð Stefánsson hefur nú um langan aldur verið vinsælasta ljóðskáld þjóðarinnar, næsturn því frá þeim tíma, er fyrsta bók hans, Svartar fjaðrir, kom út. 1919. Enda þótt það hafi ekki dulizt, að bækur hans hafi ekki allar verið jafnsnjallar, þótt í þeim hafi ætíð verið að finna einstök kvæði, sem verið hafa með því fremsta í íslenzkri Ijóðagerð, þá er ný ljóðabók frá hendi Davíðs ætíð merkur viðburður í bók- menntalífi þjóðarinnar. En hin síðasta bók hans, t dögun, er að því leyti meiri viðburður en sumar hinar fyrri, að hún fer jafn ó- tvíræðlega eldi um huga lesendanna eins og Svartar fjaðrir gerðu á sínum tíma. í hinni nýju bók sameinast léttleiki æskunnar og reynsla hins roskna manns. Hvarvetna fer skáldið á kostum máls og ríms. Meitlaðar setningar, ógleymanlegar myndir og skáldlegar sýnir blasa við lesandanum á hverri síðu bókarinnar. Eins og oft fyrri, kveður Davíð ástaróð til íslenzkrar moldar, en kvæði hans eru ung og fersk. Hann fer um landið eldi hugsjóna og ástar og nemur það að nýju. Davíð hefur oft deilt á samtíð sína. f hinum eldri kvæðum hefur þó stundum ádeilan verið með nokkru tóma- hljóði, orðin stærri en efnisþunginn. í hinni nýju bók kveður hér við nýjan tón. Ádeilan er mildari í orði en samtímis markvísari og áhrifameiri. Það er erfitt að velja sýnishorn einstakra kvæða úr þessari bók, til þess eru þau of jafngóð. Ég mun hiklaust telja hana beztu ljóðabók Davíðs og svo misfellulausa, að fátítt er í ís- lenzkri ljóðagerð. Stundum heyrum vér þær raddir, að íslenzk ljóðagerð þurfi endurnýjunar. Hin gömlu form hennar séu úrelt og hæfi ekki lengur samtíðinni. í dögun sýnir það ljóslega, að allt slíkt hjal eru orð þeirra, sem hvorki vita né geta. 1 höndum skálds er hið íslenzka ljóðaform eins lifandi og það hefur nokkru sinni verið. En við Davíð vildi ég segja að lokum eins og Hannes Haf- stein við Matthías forðum: „Mikið eftir er og ennþá vér hins bezta frá þér vonum", Svo kvað Tóinas. Mathías Johannessen ræddi við skáld- ið. Reykjavík 1960. Almenna bókafélagið. Ljóðskáld vor eldast eins og aðrir menn, og þótt ótrúlegt rnegi virðast, varð Tómas Guðmundsson sextugur í janúar síðastl. I til- efni þess gaf Almenna bókafélagið út samtalsbók við hann, sem Matthías Jóhannessen gerði. Ræða þeir saman marga forvitnilega hluti, list Tómasar sjálfs og þroskaferil hans og viðhorf til skáld- skapar, vísinda og mannlífsins í heild, allt frá Grímsnesinu og suður í Súdan. Eins og vænta má, ber þar margt fróðlegt á góma, því að Tómas hefur auk þess að vera listamaður orðsins, sótt sí- fellt dýpra og dýpra á mið mannlegra viðfangsefna. Hann er fag- urkeri, frjáls í hugsun og svarinn andstæðingur allrar kúgunar og einræðis, og alltaf er fróðlegt að heyra hvað slíkir rnenn leggja til málanna, ekki sízt nú, þegar allt virðist stefna að því að hneppa menn í spennitreyju „isma“ og flokka. Og ekki má gleyma því, að tal Tómasar er eins og ljóð hans, blandið léttum húmor, sem er svo óendanlega sjaldgæfur meðal íslendinga. Ættu menn vel að festa sér í minni ummæli Tómasar um húmorinn. Annars er þessi bók líkust léttu Ijóði. Maður les hana ekki í belg og biðu, en gríp- ur hana sér til ánægju og íhugunar. En grunur minn er það, að ýmsar setningar hennar verði býslna langlífar. Björn Magnússon: Ættir Síðupresta. Revkjavík 1960. Norðri. Næstum því árlega koma nú á prent ættfræðirit og þau ekkert smásmíði. Ber það vitni þess, að enn er óskertur áhugi Islendinga að vita ættir sínar. í þessu mikla riti rekur Björn Magnússon próf- essor niðjatal hinna kunnu Síðupresta, Jóns Steingrímssonar og Páls Pálssonar. Er bókin alls 603 blaðsíður, enda hafa þessir merkisklerkar verið kynsælir í bezta lagi, bæði að afkomendafjölda og mörgurn ágætum niðjum. Bókin er snotur útlits og virðist hand- hæg í notkun eftir þvi sem um ættartölur er að ræða, og ágætt registur að bókarlokum. Ekki er það á mínu færi, að dæma um fræðigildi bókarinnar, en höfundur er kunnur að vandvirkni og fræðimennsku, svo að vel mun vera fyrir því séð. En hitt er full- víst, að þarna er svo nrargra manna getið, að þeir verða nrargir, sem hafa ánægju af að fletta upp í henni og leita þar að ætt vina sinna og kunningja, þótt sjálfir séu þeir leikmenn í ættfræðinni. Og ættfræðingum og áhugamönnum í þeim efum er bókin áreið- anlega hreinasta gersemi. Skín við sólu Skagafjörður. Akureyri 1960. Þetta er nýstárleg útgáfa af frægu og fögru kvæði, Skagafjarð- arkvæði séra Matthíasar. Kvæðinu sjálfu fylgja myndir af helztu sögustöðvum héraðsins, höfundum ljóðs og lags, og lagið er þar einnig á nóturn. Jónas Jónsson frá Hriflu skrifar stuttan og skemmtilegan formála, en upphafsmaðurinn að þessu er Olafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi. En frá bókinni er gengið af hinni mestu vandvirkni af Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, en Kaupfélag Skagfirðinga kostar útgáfuna í tilefni af 70 ára starfs- afmæli sínu. Þótt kverið sé fallegt og eigulegt í hvívetna, skortir á, að myndirnar séu nógu vel gerðar, þannig er fyrsta myndin, af sjálfum Tindastól, léleg, og fleiri myndum er ábótavant. En hug- myndin að bókinni er ágæt, og þætti mér trúlegt að ýmsir fleiri gripu hana á lofti. Og gaman er að eiga þetta ágæta kvæði í svo sérkennilegri útgáfu. Fjodor Sjaljapin: Sjaljapin segir frá. Akureyri 1960. Kvöldvökuútgáfan. Þetta er æskusaga hins fræga söngvara Sjaljapins, og lýkur bók- inni, þegar við honum blasir opin leiðin til heimsfrægðar. Hann segir þar frá baráttu sinni og æsku af hispursleysi og hreinskilni á þann lífræna hátt, að maður les bókina með spenningi eins og um skáldsögu væri að ræða. Allt umhverfið er að vísu óendanlega fjarlægt oss íslendingum, en með fáum, skýrum dráttum gerir hann það ljóslifandi, rétt eins og við værum þar heimamenn. Öllu er þar jafn vel lýst, fátækrahverfunum í rússnesku borgunum, flökkulífi umferðaleikarans og því, sem gerist að tjaldaliaki í hin- um stóru leikhúsum heimsborgarinnar. En umfram allt er það þó persónuleiki höfundarins, sem nær töktim á lesandanum. Maja llaldvins hefur þýtt bókina á íslenzku. St. Std. Heima er bezt 143

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.