Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 6
ar í hús er komið. Hefur hann átt meginhlut að því, að skapa þar skemmtilega skólavenju. ■Eins og fyrr er getið hefur söngur og tónlist frá önd- verðu átt mikil ítök í Hermanni. Mikið var um söiiq- á æskuheimili hans, og í skóla var hann meðal fremstu söngmanna. Kom hann fyrst fram í skólakvartett 1921. Síðar söng hann í tvöföldum kvartett undir stjórn Alagnúsar Einarssonar, og rná að nokkru leytr segja að hann yrði upphafið ^ð Karlakórnum Geysi. En í Geysi hefur Hermann sungið frá öndverðu. V7ar hann for- maður kórsins um langt skeið og stóð fyrir undirbún- ingi og stjórnaði söngför Geysis til Noregs 1952, og hefur verið haft á orði, hversu vel sú för heppnaðist. Lengstum hefur Hermann verið einn af einsöngvurum kórsins. Hefur hann rnikla rödd og hreimfagra. Þá söng Hermann lengi í Kantötukór Akureyrar, og var ein höfuð máttarstoð þess söngflokks um langt skeið. Einnig var Hermann lengi formaður karlakórasam- bandsins Heklu og sá um fjölda söngmóta. Hefur hann með ósérplægnu starfi á því sviði unnið sönglífi hér nyrðra geysimikið gagn. Hermann kvæntist 1931 Þórhildi Steingrímsdóttur. Eiga þau tvo sonu: Stefán, verkfræðing, og Birgi, lækna- nema. Mjög eru þau hjón samhent, listhneigð og list- unnandi. Hefur Þórhildur kennt fimleika við Mennta- skólann og víðar. Og bæði eru þau gædd þeim persónu- leika að öllum líður vel í návist þeirra. Við gagnfræðingarnir frá 1922 tökuin nú ískvggilega að nálgast sextugsaldurinn, og sumir jafnvel komnir yfir markið. Ekki fer hjá því að flestum er tekinn að þyngjast fóturinn. En þegar Hermann er í hópnum, þá erum við aftur strákar á ný. Hann er ekki einungis alltaf ungur sjálfur heldur kann manna bezt að miðla öðrum orku sinni og heilbrigðu lífsfjöri. Og umfram allt, Hermann er drengur góður, og með slíkum mönn- um er ánægja að dveljast og starfa. Hermann Stefánsson með fimleikaflokk ungra stúlkna 1932. Söngstjóri, undirleikari og einsöngvarar og formaður Kantötukórs Akureyrar. 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.