Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 34
band þar í nágrenninu. Ásdís sagðist ekki mundi taka það nærri sér að koma þessum köplum inn, hann mætti vist fara með alla sína fýlu og merkilegheit. „Já, sú var nú tíðin að þú tókst það ekki nærri þér að reyra sátu,“ sagði faðir hennar, „en kannske ertu búin að týna því niður núna?“ „Þú skalt nú bara sjá,“ sagði hún. Asgeir fór að hjálpa nágrannanum, en það var bund- ið og flutt heim á Giljum eftir sem áður. Svo leið að þeim degi, sem uppboðið á Grýtubakka átti að verða. Ásdísi sárlangaði vestur yfir hálsinn en mat þó meira að vera heima og hugsa um son sinn. Faðir hennar bjó sig til ferðar. Þegar kona hans spurði hann eftir hvert hann ætlaði, sagðist hann ætla á upp- boðið á Bakka. Það yrði sjálfsagt hægt að ná tali af stórbóndanum frá Hofi þann dag, sem hann væri að reyna að losa sig við skepnurnar. Varla gæti hann falið sig eins og refur í greni niðri í fjörum eins og þarna um daginn. „Það er nú einmitt þangað sem mig langar í dag,“ sagði Ásdís. „Það er víst engin ástæða til þess að þú spókir þig þar. Það er ekki svo langt síðan þú varst þar,“ hnussaði í karlinum. Hún sagði þá ekki meira. Um kvöldið kom karl heim með snemmbæra kú og rauða hryssu, undir henni var hestfolald. Það var tann- féð hans Hartmanns litla. Kona hans stóð aldeilis for- viða yfir þessum ósköpum. Hann var ekki vanur að hleypa sér í axjónskuldir, en hann glotti bara dálítið Ivmskulega og sagði: „Eiginlega á ég ekkert í því þó ég léti slá mér það. Það er kaupið hennar Ásdísar. Eg hef alltaf hugsað mér að láta hana hafa eitthvað meira en skömmina fvrir veru sína hjá honum.“ Ásdís var aldeilis forviða. Svo skellihló hún. „Á ég þá þetta. Það munar svo sem ekkert um það. Bara kýr og hryssa. Minntist hann ekkert á söðulinn. Það má nú segja að maður sé bara orðinn búfær.“ Húsmóðirin stóð í bæjardyrunum með lýsislampa í hendinni brosleit yfir slíku happi. Hún hafði verið bú- in að kvíða því að það yrðu margir á einni kýrnyt þennan vetur, en þá kom þessi blessuð björg í búið. „Mér finnst það nú aldeilis óþarfi fyrir þig að kasta hnútum í bakið á Kristjáni þar sem hann lætur þetta orðalítið úti á eftir hinu. Það er ekki hægt að kalla hann ómerkilegan,“ sagði hún. „Ég býst ekki við að honum hafi dottið í hug að láta neitt af hendi við hana,“ sagði Steinn gamli. „Ég ætlaði að tala við hann, en hann forðaðist mig og sagð- ist ekkert mega vera að tala við mig. Svo ég talaði þá við hann föður hans. Það er heldur rýmilegri maður, og það voru hans ráð að ég kevpti þessar skepnur. Ég vona að ég verði heima þegar farið verður að inn- heimta skuldina þá og reynið þið svo að koma kúnni í fjósið heldur en standa þarna flissandi og glápandi.11 Þær fóru með kúna út í fjós. Þar voru tvær fyrir, önnur komin á fallandi fót. Ásdís sótti iðgræna töðu í tóftina og gaf kúnni sinni. Hún strauk hana og gældi við hana eins og hún hafði heyrt til Geirlaugar. „Þú Verður nú líklega að gefa hinum blessuðum skepnunum líka,“ sagði móðir hennar. Steinn gamli heimtaði mat þegar kona hans kom inn aftur, því enginn hafði fengið svo mikið sem kaffi- skolp í bolla á þessari axjónsmynd. „Það hefur vantað Ásdísi,“ sagði kona hans. „Ég trúi ekki öðru en ég hefði reynt að gefa föður mínum kaffi,“ sagði Ásdís. Svo fór hún að spyrja eftir hver hefði keypt hinar kýrnar. Það vissi hann ekkert um. Hann hafði víst ekki varðað mikið um það. Hann hafði bara heyrt kerlinguna vera að væla um það hvað yrði lítil mjólkin framan af vetrinum. „Ætli hún hafi nú volað, garmurinn sá,“ sagði Ásdís. „Og hvar ætlar það að vera ef búið er að selja allar skepnurnar.“ „Ég veit ekkert um hvort þær hafa verið seldar allar eða engin þeirra. Mér virtist vera heldur dauft yfir þessu uppboði. Ef hann treystir sér ekki að fóðra á sín- um slæmu heyjum eru fleiri kvíðandi fyrir vetrinum og þá húkir það líklega í kofunum í vetur.“ „Ég á nú bara engin orð yfir þetta háttalag, að vera að selja skepnurnar núna að haustinu,“ sagði Ásdís. Það var svo ótal margt sem hana langaði til að spyrja um, en bjóst við að fá heldur stutt svör hjá gamla manninum. Hún vakti langt fram eftir nóttu, því nú gekk hún óþreytt til hvílu og hugsaði um hvort hún ætti þetta virkilega. Bezt gat hún trúað því að Kristján kæmi einhvern daginn og tæki þetta allt og heimtaði að hún kæmi til sín aftur. Það væri hún og engin önnur sem gæti hirt skepnurnar fyrir hann þennan vetur. En hann kom aldrei. En nágrannakonurnar frá Geirsstöð- um og Holti komu af eintómri forvitni til að vita hvernig stæði á því að Ásdís var allt í einu komin heim með krakkann úr allri þeirri vellíðan, sem móðir henn- ar var búin að segja þeim að hún lifði í. Ásdísi þótti gaman að sjá þær. Það voru nú fyllilega tvö ár síðan hún hafði flutt úr nágrenninu og talsvert hafði hún breytzt á þeim tíma fannst þeim. „Sjáðu bara hárið á henni,“ sögðu sysmrnar kátar. „Jú, það mátti nú sjá minna,“ sögðu þær. Gamla konan hafði „orðið“ eins og vanalega þegar gestir komu. Hún vissi að Ásdísi var gefið talsvert meira af líkamsþreki en sálargáfum. Hún sagði þeim þegar þær töluðu um það að þær hefðu tæplega ætlað að trúa því að hún væri flutt alfarin'frá Grýtubakka, að það hefði nú verið heldur lítil þörf fyrir hennar vinnu, þar sem hann hafði selt bústofninn. Þá var ekk- ert sjálfsagðara en koma heim til föðurhúsanna, sem alltaf stæðu hverju barni opin. En ekki hafði hún kom- ið allslaus eins og fólk hefði þó verið búið að kasta á milli sín. Það gat hún sýnt þeim ef þær vildu koma út í fjós með henni. Þær voru til í það. Þar stóð þessi fallega kýr, hásnemmbær. Framhald. 142 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.