Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 17
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM: Pætti ;k ir um sKosa op sKosræ kósrækt (Framhald). Árið 1893 voru samþykkt lög á Alþingi, þar sem sýslum er heimilað að gera samþykktir um friðun á skógi og mel. Aðeins tvær sýslur munu hafa notað sér þessa heimild, Rangárvallasýsla 1899 og Barðastrandar- sýsla 1902. Lögin munu þó enn í gildi. Annars kom ýmislegt fram við umræður um þetta mál á Alþingi, og skal þess nánar getið hér. Fyrst var mál þetta flutt á alþingi 1891. Hét það þá Frumvarp til laga um friðun á skógum, hrísi, mosa og lyngi. Flutningsmaður var Jón Þórarinsson, síðar fræðslumálastjóri. Frumvarp þetta mætti svo harðri mótspymu að furðu gegnir, það komst þó gegnum neðri deild en var fellt þá í efri deild með 6 atkvæðum gegn 5. Umræður um frumvarpið urðu harðar í báðum deild- um. Það má telja að tvennt væri það einkum fyrir utan nokkur formsatriði, sem mestum andmælum olli, ann- ars vegar, og það var vitanlega aðalatriðið, að þar þótti, sem ríkisvaldið gengi of nærri eignarrétti manna, ef það leyfði sýslunefndum að setja slíkar friðunar- reglur. Hverjum og einum ætti að vera heimilt að nytja sína eign. Þá fór það og fyrir brjóstið á sumum þingmönnum, hve víðtækt frumvarpið var, og þar skyldi vera reglur um friðun á hrísi, lyngi og mosa. Kemur fram furðumikið skilningsleysi á því hversu mikla þýðingu fyrir almenningsheill það mætti hafa, að slík gróðurvernd yrði framkvæmd. Þá voru aðrir þing- menn, sem töldu slík heimildarlög þýðingarlaus, því að ef þau ættu að koma að gagni yrði að girða skógana. Var það einkum Jón A. Hjaltalín, skólastjóri, sem hélt fram því sjónarmiði. Harðastir andstæðingar frum- varpsins voru Arnljótur Ólafsson og Grímur Thomsen. Einkum var Arnljótur harðskeyttur, sem hans var vandi. Hér fara á eftir nokkrar glefsur úr ræðum síra Arnljóts. Eru þær sýnishorn þess, hversu jafnvel hinir vitrustu menn gátu verið einsýnir í þessum efnum. Hann heldur því fram, að frumvarpið gangi um of á eignarrétt manna og fari þar út fyrir hin réttu tak- mörk löggjafarvaldsins og segir síðan: „Frv. friðhelgar mosa gagnvart þeim, sem á hann. Það er þó gefið, að sá, sem eyðir sínum eigin mosa skaðar engan mann heldur aðeins erfingja sína. Fari maður svo langt er eignarréttur alveg brotinn á bak aftur. Ef frv. yrði gert að lögum væri nær að gera að lögum að sýslu- nefndir gæfu mönnum reglur um, hvenær þeir færu að hátta, sofa og færu á fætur.... “ Síðar segir hann á þessa leið: „Hitt hygg ég öllum sé kunnugt, að skógum hnignar í hverju landi, og að þeir ganga af sér. Þau lönd, sem lengst eru á leið að yrkja jörðina, þeir höggva skóga til þess að láta þær jurtir vaxa, sem meira gera gagn og meira gefa af sér.“ Um hnignun skóganna hér á landi telur hann, að þeir skenunist lítt af höggi, en því meira af ísingu og bætir þar við: „Skógarnir ganga úr sér, þótt þeir séu friðaðir. Eftir því sem gras- rótin eyðist að frjóefnum fölna trén af því þau vantar nóga næringu. Og þá er skógarnir eyðast vex gras í þeirra stað.... Þetta vita allir, er hafa kynnt sér, hvernig gengur til í grasaríkinu, allt frá því er gamli mosinn myndaðist og þangað til komið er valllendi eð- ur tún.“ .... Og enn segir hann: „Ég hygg að skógar hér á landi séu fremur til gamans en gagns. Þeir geta varla kallazt til prýði.“ Naumast verður sagt að síra Arnljótur tali af mikilli þekkingu um skóga og skóg- rækt, en þótt liðnir séu nú meira en tveir aldarþriðjung- ar síðan þetta var mælt, er eins og maður stundum heyri enduróminn af þessari ræðu Arnljóts prests hjá þeim, sem horn hafa í síðu skógræktar á íslandi. En eins og fyrr segir var frumvarpið flutt með nokkrum breytingum á þinginu 1893, var þar hrísi, lyngi og mosa sleppt, en melur tekinn í þess stað. I’lutningsmenn voru fjórir: Sighvatur Árnason, Þórður Guðmundsson, Guðlaugur Guðmundsson og Jón Þor- kelsson. Hafði Sighvatur stutt frumvarp Jóns rækilega á fyrra þinginu. En nú var Arnljótur farinn af þingi. Umræður urðu litlar og var frumvarpið samþykkt. Með trjáræktartilraunum þeirra Baagöes og Þorláks í Skriðu má segja að öll slík starfsemi leggist niður um tugi ára. Það er fyrst á árunum 1884—94, sem H. J. G. Schierbeck landlæknir gerði merkilegar tilraunir í garð- rækt og trjárækt í Reykjavík. Hann reyndi fjölmargar tegundir trjáa og runna í garði sínum og náði furðu góðum árangri með sumar þeirra, ekki sízt þegar þess er gætt, að árferði var þá illt hér á landi. Munu sum af trjám hans lifa enn við góða heilsu. Lítil áhrif munu þó tilraunir Schierbecks hafa haft, og jafnvel litla at- hygli vakið. Lýsti hann þeim þó rækilega í Tímariti Bókmenntafélagsins. Schierbeck lætur þá skoðun í Ijos, „að bæði hvítgreni og rauðgreni geti myndað skóg á íslandi, sé hentugur staður valinn handa þeim“, og kveður þar við ólíkan tón og almennast varð næstu áratugina. Annars verður naumast sagt, að mikið væri skrifað Heima er bezt 125

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.