Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 18
Garnli barrskógurinn í Gróðrarstöðinni á Akureyri. eða skrafað um skógrækt á íslandi á 19. öldinni, þótt margt væri rætt um framfarir og umbætur. Ekki virð- ist Einar í Nesi hafa komið auga á skógræktina í verð- launaritgerð sinni „Um framfarir Islands“ 1871, og er þar þó á margt drepið af skilningi og víðsýni. Síra Sig- urður Gunnarsson skrifaði merka lýsingu á skógum á Austurlandi 1872, og birtist hún í Norðanfara, en ann- ars mun fátt vera að finna frá þeim árum um það efni. Það má því að nokkru leyti kallast forboði nýrrar ald- ar og viðhorfs, þegar Sæmundur Eyjólfsson tekur að rita um skóga á íslandi í Búnaðarritið 1891. Þar ræðir hann allrækilega urn uppblástur lands og stiklar á sögu skóganna í stórum dráttum. Kveður hann þar upp úr með það, að ill meðferð, högg og beit hafi átt megin- þáttinn í eyðingu skóganna. Um skógarhöggið kemst hann svo að orði: „að eyðileggingin sé þó að líkindum eigi meir falin í því, hve mikið þeir hafi verið höggnir, heldur hinu, hve illa og óforsjálega það hafi verið gert.“ Þá bendir hann með skýrum dæmum á afleiðingarnar af eyðingu skóganna, svo sem uppblástur og skriðu- föll, sem alltaf fari í kjölfar skógareyðingarinnar, nefn- ir hann Hafnarskóg í Borgarfirði, sem eitt áþreifanleg- asta dæmið í þeim efnum. Þar hafi um miðja öldina verið blómlegur skógur, sem nú eru gróðurlausar skrið- ur og melarindar. Hvetur hann mjög til að skóglendi sé verndað og gefur ýmis góð ráð til þess að draga úr hættunni af skógarhöggi. Einnig sýnir hann fram á hver gagnsemi og fegurðarauki sé að skógum í landinu. Sennilega er það ekki hending ein, að einmitt sama árið og grein Sæmundar birtist flutti Jón Þórarinsson frið- unarfrumvarp sitt á Alþingi eins og fyrr er sagt. Ari síðar ferðaðist Sæmundur til Noregs og Dan- merkur til þess að kynna sér skógrækt. Arið 1894 skrif- ar hann enn í Búnaðarritið og lýsir þar skógum á Fljótsdalshéraði og í Þingeyjarsýslu. Er það hin fyrsta lýsing á stórum svæðum íslenzks skóglendis. Hefur hún mikið gróðursögulegt gildi, þar sem skógunum er lýst þar af sérfróðum manni. Ymsar sögulegar upplýsingar eru teknar með um skóga á þessum slóðum, og er rit- gerðin um allt slíkt hin gagnmerkasta. Við sjálfa skóga- lýsinguna hnýtir hann nokkrum athugasemdum um eðli og vöxt birkisins. Kemst hann þar að þeirri einkenni- legu niðurstöðu, að birkið muni ekki að jafnaði þroska fræ, að minnsta kosti ekki í skógum norðanlands og 126 Heima er bezt austan. Ætlar hann því að það æxlist mest með rótar- sprotum. Naumast verður dregið í efa, að fræfall á birki hefur verið lítið þetta ár, fyrst jafnglöggur mað- ur og Sæmundur skýrir svo frá, en hins vegar hefur reynsla síðari ára sýnt, að ályktun hans er röng með öllu. Hann telur tilraunir þær, sem gerðar hafi verið til að rækta birki hafi mistekizt, og brýnir fyrir mönn- um nauðsyn þess að afla sér sem mestrar þekkingar á eðli þess og lífi. Fremur er Sæmundur vondaufur um að takast megi ræktun erlendra trjátegunda, og einnig um nýrækt skóga sakir kostnaðar. En hann hvetur til að rækta tré í görðum og meðfram túngötum, og mætti það ef til vill verða vísir til annars meira. En umfram allt hvetur hann til friðunar og bættrar meðferðar á þeim skógarleifum, sem í landinu eru. Ég hef fjölyrt svo mjög um ritgerðir Sæmundar Eyjólfssonar, af því að þær eru annars vegar nær hið eina, sem ritað er að gagni um skógræktarmálið um langan aldur, en hins vegar munu þær spegla viðhorf þeirra manna, sem vissu mest og vildu bezt þá í aldar- lokin, og raunar miklu lengur. En Sæmundur Eyjólfs- son féll fyrir aldur fram. Er lítill vafi á, að hann hefði orðið skógræktinni þarfur maður, ef honum hefði enzt aldur til. — En nú er ný öld að hefjast, og með henni koma fram nýir menn og ný viðhorf. III. SÓTT FRAM. 1. Á aldarmorgni. Tuttugasta öldin gengur í garð. Hannes Hafstein heilsaði henni með hinu stórbrotna aldamótakvæði sínu, þar sem brugðið er upp myndum af því, sem skáldið og umbótamaðurinn sér að öldin muni geyma og færa þjóðinni að gjöf, er tímar liðu. Eitt af gjöfum hinnar nvju aldar voru „nvir skógar“. Svo raunsær hefur Hannes reynzt í kvæði sínu að margar skáldsýnir hans eru rau'nveruleiki að öldinni liðlega hálfnaðri og þó raunar miklu fyrr. Aðrar eru að koma fram. Þeirra á meðal eru nýju skógarnir. En þeir hafa líka átt sína sögu og aðdraganda. Sögu skógræktarmálanna hefur fram að þessari öld mátt rekja í einu lagi, en þegar við Lerkistofn i Gróðrarstöðinni á Akureyri.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.