Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 30
með þér blóm í vasann á stoíuborðinu, hann er tómur. Eg þarf líka að tala við þig um áríðandi málefni.“ „Já, mamma mín.“ Elsa kemur brátt inn í stofuna með stóran blómvönd og lætur hann í vasann á stofu- borðinu og hagræðir blómunum. Svo snýr hún sér að móður sinni og segir: „Hvað vildir þú tala vdð mig, mamma?“ „Við pabbi þinn förum í ferðalag um helgina. Stefán bróðir minn á sextíu ára afmæli á laugardaginn kemur, og við ætlum að heimsækja hann. En á meðan við erum að heiman, eigið þið Pálmi fulltrúi að búa hér á Grund. — Hvernig h'zt þér á það, góðan mín?“ Hún brosir glettnislega til dóttur sinnar, en Elsa sýnir engin svip- brÍCTÖi. „Alér lízt engan veginn á það. Hann sér sjálfsagt um sin skvldustörf, og ég um mín, og ég geri ráð fyrir, að hvorugt hjálpi hinu.“ „Þið sem eigið að búa saman, koma í stað sýslu- mannshjónanna á meðan vdð erum í burtu.“ „Ég er nú anzi hrædd um, að það verði hæpin sam- h'king, þið pabbi, og Pálmi fulltrúi og ég.“ Arni sýslumaður blæs þykkuni vindlarevk út í loftið og segir brosandi: „Þetta eru nú bara ólíkindalæti í þér, F.lsa mín. Þið látið svona stundum, ungu stúlkurnar. Pálmi er fyrir- myndar piltur.“ „Hver er að efast um það?“ Elsu langar ekkert til að ræða frekar um búskap með Pálma fulltrúa og segir við móður sína: „Var það þá ekkert annað, sem þú vildir tala vnð mig, mamma?“ „Nei, ekki annað en það, að þú átt að vera húsmóðir- in hér á Grund í fjarveru minni.“ • • VILLI........ „Ég mun reyna það eftir beztu getu, en ég var ekki alveg búin að ljúka mér af úti í blómagarðinum, þegar þú kallaðir á mig. Er ekki bezt að ég skreppi þangað aftur dálitla stund?“ „Jú, en þú kernur svo inn og hjálpar mér, Elsa.“ „Já, alveg sjálfsagt, mamma.“ Elsa gengur aftur út úr dagstofunni, en sýslumanns- frúin snýr sér að ntanni sínum og segir: „Ekki líkar mér, hvernig Elsa talar um Pálma fulltrúa." Sýslumaður brosir. „Það er bara góðs viti, Helga mín. Þau þekkjast svo lítið enn þá.“ Svo hagræðir hann sér enn betur í. hægindastólnum og lokar augunum værð- arlegur, en frúin gengur niður í eldhúsið til starfa, ekki sem bezt ánægð. Gunnar kaupamaður stjórnar hestunum fyrir sláttu- vélinni og slær grundina fyrir sunnan sýslumannssetr- ið. Hann er léttklæddur og lætur sól og blæ leika frjálst um hraustan líkama sinn. Starfsgleði og æskuþróttur stjórnar hverri hreyfingu hans, en örlítið dreymið bros blikar í gráu augunum hans fallegu. Degi er tekið að halla. Stína er ein með hrífu á tún- inu. En Gunnar hefur markað sér ákveðið svæði, sem hann ætlar að Ijtika við að slá, áður en hann byrjar að snúa heyinu, og slættinum miðar vel áfram. Brátt sér hann stúlku með hrifu í hönd koma heiman frá bænum og stefna út á grundina. Heit fagnaðarbylgja fer ósjálf- rátt um hann allan, og hjartað slær örara í barmi hans, en blik augnanna verður dýpra. Þetta er í annað sinn, sem sýslumannsdóttirin kemur út á túnið til að hjálpa til við heyskapinn. Gunnar heldur starfi sínu áfram, en Elsa er brátt komin til hans og spyr brosandi: „Ætlar kaupamaður- inn að bæta miklu við ljána enn í kvöld?“ Gunnar stöðvar hestana. — „Nei, nú er slættinum senn lokið í dag, en þá beiti ég hestunum fyrir snún- ingsvélina og rifja það, sem laust er af heyi.“ „Já, nú er komin snúningsvél, svo það verður engin þörf framar fyrir svona hlaupakonur eins og mig!“ „Jú, Elsa. Það er alltaf þörf fyrir starfsfúsar hend- ur. — Hefur þú gaman af að vinna við heyskap?“ „Já, mér finnst heyskapurinn, og yfirleitt öll sveita- vinna, þau heilbrigðustu og skemmtilegustu störf, sem ég get hugsað mér.“ „Þú ert sem sagt fædd sveitakona!“ „Já, vissulega er ég það, barn íslenzkrar náttúru, enda ætla ég líka að búa í sveit.“ Gunnar brosir. „Verða sýslumannsfrú á Grund?“ „Nei, bóndakona,“ svarar hún og brosir til hans um leið. Svo hraðar hún sér til Stínu og tekur kappsamlega til starfa með henni. Gunnar hvetur hestana aftur af stað, en síðasta orð sýslumannsdótturinnar ungu „Bóndakona!“ hljómar í sál hans líkt og fegursti ómur vorsins sjálfs. Hún elsk- ar sveitina og starfið, eins og hann, en hvað segja sýslu- mannshjónin á Grund um þá afstöðu einkadótturinn- ar: — Bóndakona! Framhald. 138 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.