Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 29
„Er sýslumannsdóttirin vön að ganga að heyvinnu?“
„Ég veit það ekki, ég hef ekki verið hér um sláttinn
fyrr en nú. En vel gæti ég trúað því, að Elsa hjálpaði
kaupafólkinu við heyskapinn, hún er svoleiðis.“
„Lítur ekkert stórt á sig?“
„Nei, síður en svo.“
Elsa nemur staðar hjá Stínu og Gunnari og segir
glaðlega:
„Sælt veri kaupafólkið!“
„Sæl!“
„Er nokkur þörf fyrir mig hér?“
„Já, full þörf, vertu velkomin,“ svarar-Gunnar bros-
andi. Hún byrjar þegar að rifja með þeim, og það er
augljóst, að hún er starfinu vön. Gróðurinn angar, sól-
in ljómar björt og heit, og blærinn hvíslar.
Kaupamaðurinn rifjar næstur sýslumannsdótturinni,
og þótt starfið leiki í höndum hans, leita augu hans til
hennar. Æska hennar og yndisleiki samfara frjálsu og
glöðu viðmóti hennar örva hraða blóðsins og vekja
nýja strauma í sál hans. Bara að hún hefði aðeins verið
kaupakona á Grund, en ekki dóttir sýslumannsins,
þá-- •
Sýslumannsdóttirin virðir kaupamanninn unga einnig
fyrir sér, þótt vinnan gangi hratt og ötullega. Hann er
hávaxinn og herðabreiður, með ljóst hrokkið hár, grá
falleg augu, fríður og sviphreinn, brúnn af sól og ólg-
andi af starfsorku og lífsfjöri. í huga hennar bregður
fyrir í leiftursýn mynd Pálma fulltrúa, þar sem hann
situr inni í skrifstofu, grannholda, fölur yfirlitum og
dauflegur, og ósjálfrátt ber hún þessa tvo ungu menn
saman í huganum. Kaupamaðurinn sigrar brátt í þeim
samanburði. Hann er þegar orðinn ímynd hinnar sönnu
karlmennsku í vitund hennar.
LTm stund hefur algerð þögn ríkt í töðuflekknum, en
Elsa unir því ekki lengur og spyr glaðlega: „Ætlar
kaupamaðurinn að slá meira í dag?“
„Já, mikið meira, en ekki fyrr en eftir miðdegiskaffi.
Þangað til eiga hestarnir frí.“
„Það verður þá töluvert hey að rifja á morgun, haldi
þurrkurinn áfram.“
„Þá slæ ég heldur ekki.“
„Þú kannt alveg að raða þessu niður.“
„Við lærum það í æsku, bændasynirnir. Það verður
líka eina menntunin okkar margra.“ Hann brosir, hún
líka, og bros þeirra mætast, en Elsa segir:
„Það svíkur engan. Þið lærið að þjóna lífinu sjálfu,
og betri menntun er ekki hægt að fá.“
Svar hennar snertir sál hans líkt og ylgeislar sólar-
innar, sem leika um hann. Skyldu skoðanir sýslumanns-
dótturinnar vera jafn hugþekkar og útlit hennar og
framkoma? Skyldi hún virkilega hafa svipaða afstöðu
til lífsins og sjálfur hann? Hann minnist orða hennar
um gæðingana hans kvöldið sem hann kom að Grund,
og hann dáðist að hinni nýju og glæsilegu bifreið Pálma
sýslumannsfulltrúa: „Þó eru hestarnir þínir fallegri!“
Þau hafa nú lokið við að rifja, og Gunnar lítur á úrið
sitt. Það er kominn kaffitími. Hann segir við stúlk-
urnar: „Þá er ekki meira að rifja í bili, og klukkan er
rúmlega þrjú.“
Elsa strýkur bjarta lokkana frá enni sínu og brosir
til Stínu og Gunnars. „Þá verðum við öll samferða heim
í kaffið,“ segir hún.
Þau leggja frá sér hrífurnar, og starfsglöð unga
þrenningin heldur af stað heim túnið í áttina að sýslu-
mannssetrinu. Fyrsta samstarfsstund þeirra er liðin, en
minningin um hana geymist.
VIII.
Bollaleggingar sý slumannshjónanna.
Arni sýslumaður situr inni í dagstofu aleinn og nýt-
ur hvíldar í djúpum hægindastól. Hann er fyrir
skammri stund síðan kominn utan af túni frá því að
afhenda Gunnari kaupamanni sínum nýja snúningsvél
til afnota við hevskapinn. Sýslumanni er það ijóst, að
bóndasonurinn ungi er starfi sínu vel vaxinn, og hann
hefur falið honum að sjá um heyskapinn að öllu leyti
með þeim vélakosti og hestum, sem hann hefur fengið
honum í hendur ásamt kaupakonunni.
Sýslumaðurinn varpar öndinni létt. Aldrei áður hef-
ur hann haft svo litlar áhyggjur af embætti sínu og
búrekstri eins og nú. Hann er líka rólegheitunum feg-
inn, þrátt fyrir ágæta heilsu. Hann hagræðir sér betur
í stólnum, kveikir sér í stórum vindli og nýtur ríkulega
líðandi stundar. En brátt er kyrrðin rofin.
Frú Helga kemur inn í stofuna til manns síns og tek-
ur að fægja húsgögnin þar og myndir, sem prýða vegg-
ina. Á einum vegg stofunnar hangir skrautlegt dagatal
frá heildverzlun Þórðar Pálmasonar í Reykjavík. Frú
Helga rífur af miða síðastliðins dags og segir svo við
mann sinn:
„Það er þá bara svona, að Stefán bróðir minn á 60
ára afmæli næstkomandi laugardag.“
„Já, það er alveg rétt. Við megum fara að hugsa fyr-
ir heimsókninni til hans, góða mín.“
„Okkur er ekkert að vanbúnaði, en ferðalagið tekur
alltaf tvo til þrjá daga.“
„Við förum héðan á föstudagsmorguninn og verðum
yfir helgina. Ég hef aldrei átt eins þægilegt með að
komast að heiman eins og núna, síðan ég fékk minn
ágæta fulltrúa. Og kaupamaðurinn sér um heyskapinn.“
„Og ég læt Elsu annast eina um hússtörfin, svo Stína
geti unnið úti.“
„Já, já, Elsa mín hefur gott af því. Þau búa þá hér á
Grund, Pálmi fulltrúi og hún, meðan við erum fjar-
verandi!“
„Það er vel til fallið, að þau kynnist búskapnum.
Hver veit hvað íramtíðin ber í skauti sínu?“
„Já, hver veit!“
Sýslumannshjónin brosa hvort til annars, glöðu, dul-
arfullu brosi. Svo gengur frúin að stofuglugganum og
hagræðir gluggatjöldunum, en lítur út um leið. Hún
kemur auga á Elsu, þar sem hún er að starfi í blóma-
garðinum. Frúin opnar gluggann í flýti og kallar:
„Elsa mín, komdu hingað inn í dagstofu og taktu
Heima er bezt 137