Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 21
Legiá á greni
Pecar ég var lítill drengur, hélt ég að ekkert dýr
í veröldinni væri verra en refurinn. Hann drap
unglömbin á vorin og fullorðnar kindur í
heimahögunt voru ekki óhultar fyrir þessu
skaðræðisdýri. En verstur var refurinn þó í afréttinni,
og mörgu lambinu fargaði hann þar á sumrin. Sögur
heyrði eg um það, að fullorðnir sauðir og hrútar kæmu
stundum klóraðir af fjallinu á haustin, en talið var að
venjulegur refur gæti ekki ráðið niðurlögum hrúta eða
fullorðinna sauða. Það kom líka jafnvel fyrir á vorin,
að harðskeytt ær gat varið lambið sitt og hrakið refinn
á brott. Af þessu heyrði ég margar sögur. Einu sinni
fann ég líka fullorðna, nýborna á skaðrifna á kjálkan-
um eftir refinn, þar sem hún stóð yfir lambinu sínu
dauðu. Eina sögu lærði ég urn Ijónstyggan sauð, sem
ekki var hægt að handsama í göngurn á haustin, en
gekk úti einhvers staðar uppi á öræfum á vetrum. En
eitt haustið kom hann þó af fjalli rneð fjallasafninu í
fyrstu göngum og var þá í þremur reyfunum, en í
ullarflókanum á sauðnum hékk dauður refur. Hafði
hann fest sig þarna, er hann hafði ráðizt á sauðinn vet-
urinn áður, inni á öræfunum. Hafði refurinn hlotið
þarna ömurlegan dauðdaga. Þetta fannst mér þá hæfi-
leg refsing á refinn. Ekki veit ég hvort sagan er sönn,
en svona var mér sögð hún.
Þegar ég stækkaði og fór að lesa bækur, þá lærði
ég það, að mörg villidýr voru rneiri skaðræðisgripir en
refurinn og sum mannskæð, svo sem: Úlfar, birnir, ljón
og tígrisdýr, sem enn í dag granda mönnum, þrátt fyr-
ir ágæt skotvopn.
Refurinn hefur verið, allt frá byggð landsins, eina
dýrið, sem grandaði fé landsmanna og gerði bændurn
eignatjón, enda var hann hataður af þeirn og öllum
börnum í sveit. Þótt ísbjörninn kæmi stundum til lands-
ins á hafísaárum, og gerði stundum skaða, þá varð
hann aldrei staðbundinn.
En nú hafa börnin og bændurnir í sveitinni eignazt
nýjan óvin, sem minkur nefnist. Þótt minkurinn legg-
ist ekki á lömb eða sauðfé, þá er hann skaðræðis rándýr
og grimmur mjög. Hann drepur aðallega alifugla óg
gerir tjón í varplöndum, veiðivötnum og ám. í fréttum
útvarps og blaða er oft rætt urn minkinn og stórar
fjárhæðir lagðar til höfuðs honum. En það þýðir það,
að hver, sem drepur mink fær verðlaun fyrir úr ríkis-
. sjóði.
Á ferðum mínum um landið heyri ég mikið talað
urn minkinn og miklu rneira en um refinn, og oft eru
drengir á skólaaldri að segja mér sögur um baráttu sína
við þetta grimmlynda rándýr, sem er allra dýra grimm-
ast, þótt það sé smávaxið og mjóslegið.
Segja má að minkurinn sé 'bæði láðs- og lagardýr, þar
sem hann velur sér bústaði í vatnsbökkum og árbökk-
urn, eins og frændlið hans í öðrurn löndum.
Mikið kapp er í unglingum út um allt land, að granda
þessu skæða rándýri, og gengur það svo langt, að jafn-
vel blíðlynd börn og ljúflyndir rnenn tryllast af reiði
og grimmd, ef þessu litla dýri bregður fyrir.
Hér ætla ég að segja sögu um bardaga við mink. Sag-
an er urn 12 ára dreng í Norðurlandi. Hann var að
smala fé, ekki all-langt frá bænurn. Sá hann þá fullvax-