Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 31
GUÐRÚN FRÁ LUNDI
ÞRÍTUGASTI OG NÍUNDI HLUTI
Hartmann lét hana koma sér vel fyrr í söðlinum
bætti svo trefli utan um hana og festi við sveifina.
Svo riðu þau mæðginin úr hlaði bæði grátandi.
„Aldrei hefur það nú þótt lánsmerki að fólk yfir-
gefi heimilið grátandi,“ kjökraði Arndís gamla og
þurrkaði sér um andlitið með svuntunni.
„Svona vertu ekki með þetta kvein og skælur,“ sagði
maður hennar. „Þú hefur kvartað og kveinað yfir að
hugsa um drenginn. Nú er því stríði aflétt svo þú get-
ur farið að hafa það rólegt.“
„Það er sárt að skilja við barn, sem maður er búinn
að taka tryggð við. Ég verð líklega sú eina sem sakna
þeirra.“
„Það er ekki ómögulegt að sonur okkar sakni verk-
anna hennar, þegar hann nýtur þeirra ekki lengur. Við
sjáum til hvort hann verður mikið hýrari á svipinn
þegar þau eru .farin,“ sagði Hartmann.
Gömlu hjónin gengu til baðstofu. Það leið ekki á
löngu þar til húsbóndinn birtist í dyrunum.
„Jæja, þá er nú farið að fækka heimilisfólkinu hjá
þér, sonur góður,“ sagði Hartmann.
„Það gerir víst ekki mikið til,“ sagði hann. Hann hélt
á skrautlegum dunk undir hendinni og fékk móður
sinni hann. „Ég fann þetta rekið. Það er talsvert af
smjörlíki í því,“ sagði hann.
„Það var gott,“ sagði hún. „Mér fannst nú ekki
skemmtilegt að bera gestinum „bræðing“ með brauð-
inu.“
„Það hefur víst verið ágætt handa honum,“ hnussaði
í Kristjáni. „Það er svo sem enginn höfðingi eða svnd-
ist þér það kannske.“
„Hann er svipaður öðrum gömlum mönnum, sem
hafa unnið hörðum höndum fyrir lífinu,“ sagði hún
dauflega og fór fram.
„Hún er nú volandi yfir að missa drenginn þó hún
væri alveg uppgefin að hugsa um hann. Það eru meiri
vandræðin hvernig þetta kvenfólk lætur. Aldrei getur
það verið ánægt,“ sagði Hartmann.
„Hún þarf einskis að sakna, því aldrei var Ásdís öðru
vísi en köld og merkileg við hana eins og aðra. Ég gat
aldrei fellt mig við hana. Þess vegna er ég feginn að
hún er farin,“ sagði Kristján. Hann gekk samt óróleg-
ur fram og aftur um gólfið og leit öðru hvoru út unt
gluggann, sem vissi upp að fjallinu, þar sást til ferða
feðginanna.
Guðný kaupakona kom með nokkra kuðunga í lóf-
anum. Hún bauð húsbónda sínum góðan daginn. Hann
heyrðist ekki svara henni. „Kominn er rigningarsuddi
enn,“ sagði hún. „Ég sé ekki að það hafi neina þýðingu
að hanga hér yfir þessu heyi, það verður aldrei nokk-
urt fóður. Ég er að hugsa um að slá botninn í þessa
kaupavinnu og fá hest og fara heim alfarin í dag. Við
komum þessu hevi aldrei saman.“
„Þú getur siálfsagt enzt út þann tíma, sem þú ert ráð-
in,“ sagði Kristján.
„Ég er alveg orðin uppgefin á þessum illviðraham og
ónytja þrældómi,“ sagði hún og brosti hálfvandræða-
íega. ,
„Mér hefur sýnzt þú hafa það heldur rólegt, legið
uppi í rúmi og lesið í bók margan illveðursdaginn, þeg-
ar samverkakona þín stóð við þvottabalann eða mok-
aði fjósið," sagði Hartmann gamli allt annað en hlý-
lega. „Ég gæti hugsað að það væri svo að þér hr}rsi
hugur við að ganga ein að verki þegar hún væri farin.“
var ekki ráðin hingað til annars en ganga að
heyvinnu,“ svaraði hún.
„Þú færð líka að taka á hrífu ef einhverntíma kemur
þurrkur.“ Hann glotti kuldalega. „En hest færðu ekki
þennan sunnudaginn og líklega ekki fyrr en þú ríður
úr hlaði alfarin. Ef ég reiknaði þér öll hrosslánin í
sumar vrði það þó nokkur frádráttur,“ sagði Kristján.
Guðný horfði á hann. Þetta voru óvanalegar undir-
tektir. Þetta var málrómur sem notaður var þegar Ás-
dísi var svarað. Þá hafði hún haft gaman af að sjá
gremjuna og afbrvðina blossa upp í augum hennar,
þegar húsbóndinn hafði talað til hennar í hlýrri og
glettnislegum málróm. Hún gekk suður fvrir bæ og
settist þar fýluleg á svip.
Feðginin riðu þegjandi til fjalls. Þar var skarð í háls-
inn, sem hægt var að ríða yfir en ekki var það ákjósan-
legur vegur. Gamli maðurinn reið á undan með reið-
Heima er bezt 139