Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.04.1961, Blaðsíða 33
var þá sama sem húsmóðir á staðnum. En svo gaztu far- ið þangað þegar ég var farin.“ „Þeir hafa nú ekki verið svo hrifnir af þinni veru á því heimili, feðgarnir," sagði móðir þeirra. Ásgeir sagði ekkert, enda komst hann ekki að. „Ja, sei, sei, hvað svo sem ætli þeir hafi ætlað mér að verða? prestsmaddama eða hvað?“ sagði Ásdís og flissaði. „Það er víst hægt að komast í veglegri stöðu, en fara upp á milli hjóna,“ sagði Ásgeir hálfsofandi. „Ert þú einn af þeim, sem kennir mér um það að þau skildu Rósa og Kristján? Þessu hefur Geirlaug gamla spúið ofan í þig eða Rósa. Henni er trúandi til alls.“ „Ég get nú sagt þér það, að þitt nafn er aldrei nefnt á því heimili,“ sagði hann. Þá kom Steinn gamli inn og við það datt samtalið niður. „Ekld nema það. Hefur þá ekki karlinn látið fisk í poka án þess að minnast á það við mig,“ sagði hann. „Ég ætlaði ekki að þiggja neitt af því hyski.“ „Það var nóg að ég vissi um það. Ég þóttist vita að mamma hefði ekkert á móti því að smakka nýjan fisk. Hún er nú ekki uppstoppuð með fýlu og stærilæti eins og þið Ásgeir,“ sagði Ásdís. Drengurinn vaknaði og horfði ringlaður kringum sig og stakk svo andlitinu að móðurbrjóstunum. „O hvað hann verður nú einmana svona fyrstu dag- ana,“ sagði Ásdís. „Líklega er hann nú farið að langa í volgan sopa, blessaðan stubbinn minn.“ „Svo þú hefur hann á brjósti enn þá. Hann svíkur ekki að fá mjólkina úr þér náttúrlega, eins og tir mér, hnaus þykk eins og sauðamjólk. Ekki er nú von að þú sért útlitsbetri, blessuð stúlkan, og ganga svo til úti- vinnunnar,“ sagði amman. „Það hefðu varla margir kosið ævina mína í sumar. Náttúrlega var það mikið tíðinni að kenna, en ég tala svo ekki meira um það núna,“ sagði Ásdís. Hún vildi taka upp léttara tal og sneri máli sínu til Ásgeirs. „Hvað segir þú mér í fréttum frá Hofi. Ég hef alltaf gaman af að heyra eitthvað þaðan?“ „Það er hálfur mánuður síðan ég fór þaðan og get nú heldur lítið sagt þér þaðan,“ svaraði hann þurrlega. „Það varð þá maddaman sjálf, sem reisti þangað með Rósu. Þvílíkt og annað eins. Allir bjuggust við að það vrði Stefán í Þúfum,“ sagði Ásdís. „Hverjum var þægilegra að búa þar en eigandanum?“ sagði hann. „Ætlarðu ekki að verða þar ráðsmaður, það hefur maður heyrt,“ sagði hún. „Það dettur víst engum í hug, nema kannske þér, að kalla kaupamann ráðsmann. Ég var þar ekki nema 6 vikur, þá var búið að hirða túnið og fá talsvert af út- heyi. Meira þurfa þær ekki handa sínum skepnum.“ „Þær geta búið við það sem Kristján lét þær hafa. Annað eins hef ég nú aldrei séð. Síðan hefur hann ver- ið eins og annar maður til geðsmunanna, sem eðlilegt er og svo ætlar hann að selja allt í haust.“ „Það er það bezta fyrir hann. Hann getur aldrei bú- ið nema að lifa á einhverjum. Reyndar var hann nú kominn á græna grein þar sem hann hafði þig og karl- inn til að vinna kauplaust hjá sér. En hann getur ekki lifað samt. En hitt er ekki nýtt að hann sé lundillur, það hefur hann alltaf verið. Ég er honum ekki ókunn- ugur.“ Svó fór hann út án þess að líta á litla frændann, sem kominn va^ í baðstofuna og systur hans geisluðu af ánægju yfir. Svona fallegt barn höfðu þær aldrei séð. Ellegar hárið á henni Ásdísi. Það hafði áreiðanlega eng- in kona annað eins hár í sveitinni. „Það er aldrei merkissvipur á Ásgeiri. Ef hann ætlar að haga sér svona hugsa ég að ég tali við hann í alvöru,“ sagði Ásdís. „Hvar er hann eiginlega að vinna núna? Það er gaman fyrir ykkur að fá hann í heimsókn ef hann er alltaf svona fýldur.“ „Hann var hérna vikuna sem leið að heyja handa skepnunum sínum,“ sagði bóndi. „Hann lætur mig ekki fóðra þær fyrir ekld neitt eins og þú.“ „Ég gat nú illa ráðstafað þeim þar sem þú komst aldrei heirn til mín þó þú ættir leið fram hjá,“ sagði hún. „Það hefði verið nær fyrir þig að skrifa móður þinni um það en eintóman bölvaðan heilaspuna,“ sagði hann. „Ég veit nú bara ekki til að ég hafi sýnt þér bréfin hennar, svo þú veizt víst lítið hvað þar stóð,“ sagði húsmóðirin snúðugt, „og ef þú ætlar að verða svona í viðmóti við hana er alveg eins gott að hún sé kyrr þar sem hún var. Það hefur þá víst ekki verið til batnaðar að fara að sækja hana.“ „Honum var það víst velkomið að gægjast í bréfin, sem ég skrifaði þér. Þó ég spaugaði um að ég ætlaði ekki að yfirgefa Kristján fyrr en ég væri búin að koma okkur í hnappelduna,“ flissaði Ásdís. „Bara að Ásgeir reyni að ná í Rósu, það datt mér strax í hug þegar ég heyrði að hann væri komin að Hofi.“ Móðirin hló frarnan í hana. „Ja hver getur sagt um hvað fram undan er. Hann ætlar víst að vera þar í vet- ur. Það hefur margt ólíklegra skeð.“ Gamli maðurinn tautaði eitthvað urn að þær væru heimskingjar um leið og hann fór út. Það var talsvert úti af heyi á Giljum, eins og víðar, eftir þetta óþurrkasumar. Næsta vika var eintómt sól- skin og allir þurrkuðu upp og bundu inn í tóftir. Ás- dísi langaði ósegjanlega mikið að bregða sér upp í Skessuskarð á kvöldin og sjá ofan að Grýtubakka hvort nokkuð gengi fyrir því að ná upp heyinu, en hún þorði það hreint og beint ekki fyrir karli föður sínum. Hann varð öskuvondur í hvert sinn sem hún minntist á það heimili. Ásdís fann til ánægju yfir að verá komin heim til föðurhúsanna. Faðir hennar og bróðir urðu hlýlegri við hana þegar hún kom út með hrífuna. Það eina sem skyggði á var deyfðarsvipurinn á svni hennar, þegar hún var ekki hjá honum. Hún hlakkaði til þess á hverju kvöldi að koma heim til hans og svæfa hann við volgt móðurbrjósrið. Ásgeir var beðinn að hjálpa til við hey- Heima er bezt 141

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.