Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 5
Hjónin á Efri-Mýrum, Bjami Ó. Frímannsson og Ragnhildur Þórarinsdóttir.
sem stofnandi og formaður í stjórn U.M.F. Vorboð-
ans í Langadal. Þegar hann flutti búferlum inn á fé-
lagssvæði U.M.F. Bjarma 1923, varð hann formaður
þess um langt skeið. Hann var formaður Héraðssam-
bands ungmennafélaganna í A.-Hún. alllengi og gerð-
ur að heiðursfélaga þess á fimmtugsafmæli sambands-
ins. Þessi staða hans innan ungmennafélaganna varð
undirstaða þess trausts, er skipaði hann í þær furðulega
mörgu trúnaðarstöður, sem hann gegndi fyrir sveit og
hérað langa ævi. Hann sat í hreppsnefnd í 47 ár, þar af
oddviti 40 ár, í skattanefnd í 44 ár, stofnandi Garðrækt-
arfélagsins Selvíkur og formaður þess nær þrjá tugi
ára, formaður sóknarnefndar mörg ár og formaður
Enghlíðingabrautarfélagsins, meðan það var við líði.
Hann var og formaður félags, sem hét Dráttarvélar
Enghlíðinga og Vindhælinga, er vann að landbroti og
jarðyrkju áður en Búnaðarsamband A.-Hún. efndi til
samtaka um rekstur beltavéla með tækjum við þeirra
hæfi.
Sá þáttur héraðsmála, sem Bjarna mun hugstæðastur,
er tengdur samvinnufélögunum í héraðinu. Hefur hann
komið víða við sögu þeirra: deildarstjóri, setið í stjórn
Kaupfélags Húnvetninga í 10 ár, endurskoðandi sam-
vinnufélaganna nær 20 ár, fulltrúi á Sambandsfundum,
formaður Hrossasölusambands Húnvetninga og Skag-
firðinga í 18 ár og ekki mun hér fulltalið.
Hann er samvinnumaður að lífsskoðun og fórnaði
þeim félagsskap ótrúlega miklum hluta af önn sinni og
atorku, fyrst og fremst sem hugsjón ungmennafélag-
ans: Samvinna í hug og háttum er hugsjón Bjarna 0.
Frímannssonar. Honum eru olnbogaskot samkeppninn-
ar lítt að skapi. Hann var kosinn heiðursfélagi Kaup-
félags Húnvetninga 1974.
Enn skal þetta talið: Bjarni var stjórnskipaður for-
maður fasteignamatsnefndar Austur-Húnavatnssýslu
1939—42, ritari og gjaldkeri fjárskiptanefndar milli
Blöndu og Héraðsvatna 1947, uns þeim málum lauk,
og að verulegu leyti framkvæmdastjóri þess mikilsverða
og jafnframt óvinsæla fyrirtækis. Hann sat á Búnaðar-
þingi um skeið, var endurskoðandi reikninga Búnaðar-
sambands A.-Hún. á annan tug ára, skrásetti reikninga
trésmiðjunnar Stíganda hf. á Blönduósi árum saman.
Það kann að vekja nokkra furðu, hversu oft þessi
ólærði maður var þar til kvaddur sem tölur lágu fyrir.
Til þessa lágu augljós og óvefengjanleg rök: Hann var
óvenjuskyggn á þær og snemma á ævi ágæta vel lærður
í þeim fræðum, sem bókfærsla hlítti þá. Hann er og
Heima er bezt 281