Heima er bezt - 01.09.1977, Page 16
„Beinakerling“ úr snðvestri (línan í V og S).
mér og villubróður mínum Jóni A. Stefánssyni miðju
vestan Fjórðungsöldu. Virtist augljóst að ef um lög-
helga landsmiðju væri að ræða, frá landnámsöld, yrði
að velja aðgengilegan stað, þó sem næst því sem talin
væri landsmiðja.
Fór eg nú í aðra átt sem ofan getur, pantaði loft-
myndir frá Landmælingastofnun af svæðinu vestan
Fjórðungsöldu, um 12 km N—S. Myndirnar eru teknar
1960—61, og sjást því ekki þar þeir vegir, sem síðar voru
ruddir, en eldri leiðin varðaða, sést ekki heldur vegna
lofthæðar, 14 og 20 þús, fet. Hinsvegar sést glöggt
hvernig landið liggur, hæðir, öldur, dældir, drög, kvos-
ir og farvegir, allt upphlevpt í þrívíddarsjánni. Smá-
atriði eins og vörðuhringur, fáa tugi metra í þvermál,
og einstaka vörður sjást ekki.
Nú kom þó það óvænta strax í ljós, sem kom mér á
,,rétta“ leið: Fjórðungsvatn hefur áður verið miklu
stærra en nú, og eins og fótur eða lágstígvél í laginu,
og „tærnar“ gengið allt út í Bergvatnskvísl, þar sem
stóra táin stóð útúr. Nú er það bara beygt sem bjúga
eftir hásin „fótarins“ aftanverðs, vestan með Fjórð-
ungsöldu.
Hvað var langt síðan vatnið var svona stórt? Það
gat verið allt frá ísaldarlokum, 9—10 þús. ár aftur í ald-
ir. En gat það ekki einnig verið yngra? Frá seinni hluta
Litlu ísaldar, 1400—1700? Var ekki þarna vatnsbakki
eða kambur, rétt yfir „háristina“ á fætinum, um 2 km
vestan vatnsins á myndinni? Var ekki einnig grár og
sléttur „sandur“ þar vestanhallt? Enda þótt vatnið kunni
að hafa „hlaupið saman“ á síðari öldum, gæti ekki
vatnsagi og aurbleyta hafa levnst í botninum sem náði
vestur á „rist“, og etv. í þessum gráa sandi þar vestur
af? Hefði ekki verið nauðsynlegt að krækja þar fvrir?
Og yrði þá sandurinn vestan ekki erfiður og þungur
yfirferðar, sem í því tilfelli væri þó nauðsynlegt að
fara yfir? Hann kemur afar skvrt fram á myndinni. Ef
hann var „Sprengir11, þá var Beinakerlingar að leita
rétt N—NA af honum. Þar setti eg fyrst mark sem lík-
lega legu Beinakerlingar, og er ein örin af þrem aðeins
um 200 m frá þeim mæðgum, en sú fjarsta rúma 2 km.
Eg er flugmaður og hefi skoðað land úr lofti hér
vestra, í leit að gömlum ströndum Agazziz-vatns í Aift-
árdalnum. En þeir kambar voru þjóðvegir Indíána í ár-
þúsundir, og hafa nú sumir runnið beint og óbeint inn
í þjóðvegakerfi nútímans. Er á þeim að finna mikla
fjársjóði af unnum og hálfunnum steintólum, sem frú
mín sækist mjög eftir. Einnig hefi eg leitað úr lofti
að veiðidýrum. í beinu framha’di af þessu dútli hafði
eg kynnst notkun loftmynda af skógum og gróðri, hér
vestra, og skoðun þeirra í þrívíddarsjá, stereóskópi.
En slíkt er kennt í gagnfræðaskólum hér, og hefi eg og
aðrir þar greiðan aðgang að. Þetta er þriðja viðmiðunin,
sem kom mér á rétta leið, en sú fyrsta kom mér af stað.
Slík kort geta og allir heima keypt eða skoðað frítt
hjá Landmælingsstofnun.
Þegar hér er komið málum bendir villutrúarbróðir
minn ofangreindur mér á rit, þar sem ýtarlega er frá
fjallvegum greint, og lýsingar fuliar og orðréttar birt-
ar. Það rit er Hrakningar og heiðavegir, sem áður get-
ur. Fékk eg nú þau 4 bindi frá íslenska safninu í Mani-
tobaháskóla, og var þar um auðugan garð að gresja.
Læt eg nú koma hér fyrst lýsingu Eiríks Hafliðasonar
í heild, um leiðina „milli grasa“, 1. hefti bls. 29, frá
Biskupsþúfu til Kiðagils:
„Frá Biskupsþúfu er stefnan tekin beint af aug-
um og riðið um sandöldur, og er það dálítið á
fótinn. Nokkrar vörður eru þarna á strjálingi.
Fyrrum var þar mýrlendi með lækjarsprænum.
Hekla og önnur fjöll er horfin sýnum.
Þá er komið að Háumýrum, og er vegalengdin
þangað frá Biskupsþúfu um 2/2 míla. Þaðan eru
röskar 2 /2 míla að Sveinum, sem eru klappir með
nokkrum vörðum. Þar sést farvegur eftir vor-
leysingarnar. Á hægri hönd blasir við Torfa-
jökull (Tungnafellsjökull, leiðr.). Frá Sveinum
er haldið að Beinakerlingu, og er sá vegarspotti
einnig um 2 /2 míla. Beinakerling er stór varða og
stendur mitt á milli 24 dætra sinna. Þar eru nokkr-
ar klappir, en þó mun mestur hluti þeirra hulinn
sandi. Skömmu áður en komið er að Beinakerl-
ingu, er riðið um sléttan sand, sem Sprengir heit-
ir. Frá Beinakerlingu er stefnt í landnorður á Há-
öldu (efsta fjallsás á Sprengisandi), og er sú
vegalengd 2 /2 míla. Skammt fram undan á hægri
hönd blasir við Herðubreiðarjökull. Einnig sést
til Ódáðahrauns, en um það á að liggja vegur að
Jökulsá í Axarfirði. Herma munnmæli að prestur
nokkur í Möðrudal á Fjalli hafi fvlgt Brynjólfi
biskupi Sveinssyni þessa leið, en sá vegur er nú
ófær talinn, því að vaðið á Jökulsá er horfið, og
áin hefur brotið sér leið gegnum hraunið. Hérna
megin Ódáðahrauns sést sandborið hraun, sem
Skjálfandafljót rennur í gegnum. Þá er Arnar-
fellsjökull horfinn sýnum.
Frá Háöldu er haldið að Kiðagili, gljúfragili
alldjúpu. Sú vegalengd er 21/ míla. Neðan við
aðalgljúfrið er farið niður í gilið, tjaldað þar og
áð...“
292 Heima er bezt