Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 18
,flokkiirinn“ eða Mæðgurnar“ úr S— V. Kvosin N- og A-alda og Ingubotnar. Trölladyngja i baksýn til h. Austurstöpull lengst til h. manns Benediktssonar úr Borgarfirði, en þó sérstak- lega auðn, eyðileiki og tilbreytingarleysi svæðisins, þar sem svo litlu virðist muna við hvern spölinn, vegna fjarlægðar kennileita, og meira en drjúgur spölur nið- ur að sjó. Hér erum við 20. aldar kappar, tæknivæddir og í allt búnir, þyldum uppihald í viku án þess að drepa tittlinga, og umferð mikil alla leiðina í báðar áttir. Svo ekki var einmanaleikanum til að dreifa. Samt erum við komnir 12—15 km skemmra en við ætluðum, þótt við hefðum góð kort, og Sandurinn rétt að byrja. Tel eg því leiðarspotta Eiríks vera um 13—15 km hvern og passar það vel, bæði upp á kafla sem alla vegalengdina. Klósettsetan situr uppi á mel við Nýjadalsskála og gefur frat í flugvöllinn rétt hjá. Jón E. B. er þar allg'.að- klakkalegur, kominn frá Sandbúðum með þau tíðindi að bóndi þar þykist hafa séð eitthvað ,skrýtið‘, á vél- sleðaferð í vetur. Þó allt fennt og kleprað og óljóst. Hvort eg vilji skreppa uppeftir og líta á þetta með hon- um í kvöld. Það hélt eg nú bara, strax og eg væri búinn að éta minn súrhval, hákall, bóndabrauð, mysu og te, og rétta úf mér eftir bóndabeygju Bronkóbrúns hans Panchó. Fórum við Jón svo eftir hálftíma eða svo upp til Sandbúða. Fljúgum við austan öldu, lágt, og at- huga eg landslag og háttu þar, og líst óvænt til lands- yfirferðar vegna farvega og vatnsaga og líklega síðsnjóa. Við lendum í annarri súpuskál hjá Sandbúðum og hjónin þar taka á móti okkur af mikilli ástúð, ásamt Pál- ínu, öndvegistík þeirra sem fær bréf frá hundum, póst- kort, ástaljóð og innrammaðar mvndir af vonbiðlum. Hjónin heita Ingigerður Ólafsdóttir og Haraldur Agústsson, og hafa haft þar ísetu um alllangan tíma, við ísingarmælingar og veðurathuganir. Kveðst Harald- ur hafa séð eitthvað hraungl í vetur, og dálítið ein- kennilegt, þó óljóst hvers kyns sé vegna fanna. Býðst hann til að skutla mér á staðinn, sem ekki sé fjarlægur. Á leiðinni bendir hann mér á steinhleðslu, sem mér virðist vera rúst af „búð“, þrír veggir, opin NA, rétt við veginn og í hættu af umferð og jeppadjöflum. Rústin situr á norðurhallri öldu skammt frá Sandbúða- vegamótum. Hefur hún án efa verið notuð til skjóls fyrir SV garra Sandsins, og tjaldað yfir. Nú að nokkru sokkin og að nokkru útflött. Komum við, eftir nokkra aurbleytu-aðkenningu, fram á smá-hæð, úr jarðföstum klöppum, rétt hjá smá- lænu í kvos þeirri, er eg hafði merkt líklega legu Beina- kerlingar vestra, eftir áðurnefndri loftmynd. Allt í einu, án viðvörunar, erum við á hólnum og blasa þar við okkur mæðgurnar. „Flokkur“ af vörðum, greini- lega ekki 24 stunda hringur, og beinakerling, réttnefnd, „mitt“ á milli þeirra, prúðbúin ótrúlegri beinafjöld ut- an sem innan, full af mosa og fjallagróðri. En engan gróður að sjá, ekki eitt strá, feti frá næsta beini við jaðar hennar eða fald, nema mosableðill yfir einn hross- legg sem liggur sér á klöpp rétt hjá. Undrun minni og okkar allra verður ekki með orð- um lýst, enda var eg alveg orðlaus þennan hálftíma sem við dvöldum þar. Hafði eg búist við viku til 10 daga leit í svartaþoku og sudda, án þess endilega að finna neitt. Þó ákveðinn í að leita rækilega svo ekki þyrfti að yfirfara sama svæði að ári. Samt hafði eg nokkra von, og stundum góða, eins og td. þegar Gísli Eiríksson sagði mér í bréfi að þá væri nú bara ekki annað en leita og finna. En Gísli átti 50 ára Sprengisandsafmæli í ár, og gaf mér góð ráð og upplýsingar í bréfum í vetur. Hafði eg verið með skagfirskt merakóngagrobb í haust, eitt sinn, við Jón A. í bréfi: Þótt á dembist þokan grá í því skal rembast vandafári, Rögn oss slembilukku ljá Lofnar að kemba sand úr hári. Vissulega höfðu regin veitt okkur meira en slembi- lukku. Því að í viðbót við allt upptalið, og bæjarsögu- burð erinda minna til Sandbúða, þá komum við að Sprengisandi í heiðskíru veðri þetta kvöld, upp úr soð- 294 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.