Heima er bezt - 01.09.1977, Side 30

Heima er bezt - 01.09.1977, Side 30
Skjalda sýslumannsins er átján mörltum í. Ramba-ramba, þamba-þamba og ró-ró-ró. Erfitt er og erfitt er að gleyma-og-gleyma því. Bíum-bíum-bamba og ró-ró-ró. Kolin fluttu piltarnir til prestsins í gær. Ramba-ramba, þamba-þamba og ró-ró-ró. Einn-og-einn svo grætur og annar hlær-og-hlær. Bíum-bíum-bamba og ró-ró-ró. Amma gamla er hrædd við þessa stóru-stóru menn. Ramba-ramba, þamba-þamba og ró-ró-ró. Lof sé guði, að þú ert svona lítill-trítill enn. Bíum-bíum-bamba og ró-ró-ró. Það er svo margt sem breytist, þegar börnin verða stór. Ramba-ramba, þamba-þamba og ró-ró-ró. Og yfir manni er himinn og undir manni sjór. Bíum-bíum-bamba og ró-ró-ró. Enginn veit og enginn veit, hvar óskasteinninn býr. Ramba-ramba, þamba-þamba og ró-ró-ró. Það gerast ekki lengur hin gömlu ævintýr. Bíum-bíum-bamba og ró-ró-ró. Lítinn-lítinn karlsson ég hugga-og-hugga vil. Ramba-ramba, þamba-þamba og ró-ró-ró. Hann vill eignast kóngsdóttur, — en hún er ekki til. Bíum-bíum-bamba og ró-ró-ró. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E. Ferðapistlar Símonar í Litladal Framhald af bls. 302 -------------------------- Lofaði hann því og efndi það líka. Kvaddi ég hann og hljóp ofan yfir Húseyjarkvísl, og svo í einum spretti þvert yfir Hólminn að Héraðsvötnum, kom heim rétt um það bil, að lokið var fjósverkum. Furðaði alla á því og spurðu, hvers vegna ég kæmi svo fljótt. Ég sagði, að mér hefði orðið illt, sem líka satt var. Engum þorði ég að segja ferðasögu mína rétta nema móður minni. Hún kímdi og sagði þetta vera rétt eftir Sigurði og svipað hans tiltektum. IV Eitt sinn, er ég var unglingur, fór ég í fjallgöngur á Silfra- staðaafrétt. Gekk ég í Kleifum með fleiri ungum mönn- um. En þegar safnféð rann ofan með Valagilinu að sunnanverðu, hlupu fimm kindur ofan í gilið skammt fyrir neðan brúnina, en slóðin tók enda, og komust þær í sjálfheldu. Ekki var hægt að kasta fyrir þær steinvöl- um eða sandi, svo að þær hrykkju til baka, því að berg- ið slútti fram yfir þær. Urðum við að hverfa frá og fórum heim að Fremri-Kotum ogsögðumgangnaforingj- anum frá þessu. Var það Jóhann Hallsson, þá bóndi á Þorleifsstöðum, alvanur sigmaður við Drangey. Báð- um við hann að fara með okkur, hafa góð bönd með og binda einn okkar og hleypa niður til þess að fæla kindurnar af skeiðinni. Jóhann sat inni við vín og kaffi- drykkju. Hann brást við reiður, sagði að við gætum sótt þær sjálfir, því að af klaufaskap okkar hefðu kind- urnar farið í gilið. Við reiddumst og fórum þrír strákar fram að gilinu aftur. Spurði ég hvort félagar mínir vildu reyna, en hvorugur gaf sig fram. Sá ég, að þetta dugði ekki, klæddi mig úr úlpu minni og fór ofan á skeiðar- endann. Var hún vel alin á breidd, slétt nokkuð og eng- inn halli á henni, en hengiflug fyrir neðan. Ekki gat ég gengið uppréttur. Skreið ég á hnjám og höndum, þar til ég kom að kindunum. Þá blésu þær á mig, og sá ég að ef þær stykkju á mig, mundu þær ryðja mér fram af. Tók ég þá það ráð að leggjast á magann og skríða marflatur, þar til ég smeygði hausnum undir þá næstu. Hljóp hún þá yfir mig og hinar hlupu strax á eftir um endilangan skrokk minn, en ég hélt mér dauðahaldi með hægri hendi í bergið, en vinstri í skeið- arbrúnina. Ekki gat ég snúið mér við og varð að mjak- ast aftur á bak alla leið til enda skeiðarinnar. Af þessu fékk ég mikið hrós, en Guðs handleiðslu var það að þakka, að mér slysaðist ekki. Að vísu var ég vanur bröttum fjöllum og klettum í Djúpadal, en hafði þó aldrei farið slíka háskaför sem þessa, sem kalla mátti að væri gapaháttur og forsjárleysi. En faðir minn mun hafa tautað ófagurt yfir Jóhanni, næst er þeir fundust. Framhald í næsta blaði. 306 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.