Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 5
Löngusker, Hcelavíkurófœra,
Álfsfell og Kjaransvík
verið framið á blessuðum drengnum? En þegar leyndar-
dóminum var ljóstrað upp, tautaði afi minn: Jæja, hún er
þá líklega komin í blöð, en refsing var engin, þar sem
kraftaverk hafði orðið. En fall Gunnars á Hlíðarenda kom
mér óvart miðað við allt sem afi hafði sagt mér af garp-
skap hans, og ég hágrét yfir kappanum dauðum.
Og nú biður Þórleifur mig að koma og sjá. Hann á allar
útgáfur af Njáhi á íslensku og þær ekki slóðalegar og
sumar hverjar með þeim nöfnum árituðum sem nokkru
þætti skipta. Með stolti og tröllatryggð handleikur hann
þessa kjörgripi.
— Ég hef líklega verið 10 ára, þegar ég fékk skólaljóð
Þórhalls Bjarnarsonar með köflum um höfundana, og það
var hann sem lauk upp fyrir mér dyrum ljóðsins. Sér-
staklega voru það Grettisljóð Matthíasar, þú manst:
Svo takast þeir á,
hreystin og fordæðan forn og grá,
ofurhuginn og heiftin flá,
æskan með hamstola hetjumóð
við heiðninnar dauðablóð,
landstrúin nýfædda, blóðug og blind,
og bölheima forynjumynd,
harkan og heimskan,
þrjóskan og þjóðin,
krafturinn og kynngin,
Kristur og Óðinn.
Þetta var allt svo höggþungt og kynngimagnað. Ég varð
bókstaflega uppnuminn. Það lá við ég dræpi mig á lestri.
Ég las allt, létt og þungt, ég sökkti mér meira að segja
niður í vísnaskýringar í íslendingasögunum. Það er
kannski þess vegna sem ég hef átt bágt með að skilja
þörfina á sérstöku léttmetislesefni handa börnum og
unglingum. Ég held nefnilega að ég hafi ekki verið neitt
öðruvísi en önnur böm.
Margt er skrýtið. Einhver Ijúfasta nýársnótt, sem ég hef
lifað, fór í að lesa ævisögu Jóns Þorkelssonar skólameist-
ara í Skálholti. Þá hef ég víst verið 14 ára. Og hún er
dálítið strembin, en ég hafði jafngaman af öllu, skólaröð-
um hvað þá öðru. Mér fannst ég vera kominn í Skálholt og
lifði þar og hrærðist meðal nemenda Thorchlliusar. Svo
las ég kynstur af reyfurum og rómönum, sumt bara gott,
eins og Valdimar munk og Kapítólu en þegar ég las
velluviðkvæmni eins og hún verður mest í Cymbelínu
fögru eftir Charles Garvisce, þá var mér nóg boðið, og þá
læknaðist ég.
— Ég var sex vikur í farskóla í sveitinni, það var 1921 -
22. Kennarinn minn var ágætur, hann hét Guðmundur
Snorri Finnbogason og hafði verið í Kennaraskólanum
einn vetur. Hann kenndi okkur sex vikur þarna norður í
víkunum. Líka kenndi mér Sigurður Sigurðsson, maður
móðursystur minnar.
— Var ekki skáldablóð í ættinni?
— Sumir frændur mínir fengust við að yrkja, eins og
Sigmundur Guðnason frá Hælavík. Það kom út bók eftir
hann sem hét Brimhljóð. Annars var skáldskapur þama
meðal flestra í hávegum hafður, og sérstaklega var Matt-
hías dýrkaður, nú og Steingrímur. Einar Benediktsson að
vissu marki, þótti þó þungur og tyrfinn.Og Guðmundur á
Sandi. Lífsviðhorf hans átti vel við Homstrendinga, ætt-
jarðarást, þjóðerniskennd, íhaldssemi á fornar dyggðir,
karlmennska og þrautseigja. Ekkjan við ána þótti stór-
kostlegt kvæði.
í óbundnu máli höfðu menn mest dálæti á Jóni gamla
Thoroddsen og Jóni Trausta, og svo Einari Kvaran. Menn
voru að vísu ekki meira en svo sáttir við spíritismann, þó
þeir væru aldir upp við draugatrú og draugasögur kynslóð
eftir kynslóð. En kærleiksboðskapur hans og fyrirgefn-
ingarandi átti greiða leið að þessu harðgerða fólki. Svo var
Gunnar Gunnarsson tekinn að hljóta nokkra hylli.
Heimaerbezt 253