Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 20
Bjöm Jónsson ritstjóri, eldri, og samtíð hans 11 Þá þykir hlýða að drepa stuttlega á þá þætti ritstjómarferils Bjöms Jónsson- ar eldra sem greinarhöfundi finnast markverðastir. Hann var svo frjálslyndur ritstjóri að leitun verður á öðrum eins í ís- lenskri blaðasögu, jafnvel á okkar dögum. Hann beinlínis óskaði eftir því að menn leiddu saman hesta sína um hin ólíkustu sjónarmið. Er vitað með vissu að bæði hann og blöð hans guldu fyrir þetta frjálslyndi. Hann virðist snemma hafa einsett sér að viðhafa frjálslyndi í ritstjórninni, “... því best verður sannleikurinn kunnur eða ásigkomulag hins rétta að mælt sé með og mót... Dersom vi ikke havde Opposition burde vi skabe os en ...“ segir hann á einum stað í sendibréfi. [61] En frásagnarverðastur er hinn mikli áhugi hans á aukinni hákarlsútgerð, bæði á opnum bátum sem og þilskip- um. En skrif hans í Norðra og Norð- anfara um þessi efni komu svo miklu góðu til leiðar að jafna má til at- vinnubyltingar í utanverðum Eyja- firði, austan og vestan, Siglufirði og Fljótum. Þyngst á metunum vóg auð- vitað gróðavonin af hákarlslýsinu og kappsemi og áræði útvegsbændanna á þessum slóðum. Ekkert ýtti jafnmikið undir stofnun Gránufélagsins og þessi þróun í at- vinnumálunum. Með ágóðavoninni af hákarlslýsinu eygðu menn í fyrsta 268 Heima er bezt skipti von um að geta hnekkt danska kaupmannavaldinu og komið versl- uninni á innlendar hendur. Menn vöknuðu til vitundar um að hákarlslýsið var stórum verðmætara innlegg í verslanir en ullin, gærurnar, tólgin og prjónlesið sem hingað til hafði verið aðal söluvaran. Sala kindakjöts var sáralítil á þessum árum og enganveginn sú markaðsvara sem eitthvað kvað að. Bjöm Jónsson sparaði heldur ekki að minnast á uppgrip einstaklinga af hákarlsveiðunum, þótt eigi væri á færi annarra en harðfengra manna. Árið 1855 (í Norðra) jafnaði hann þessum uppgripum við að grafa í gullnámum í Kaliforníu eða Ástralíu", og áttu þau þó eftir að aukast enn. Og þeirra sá brátt stað í stærri og betri skipum, bættum húsakosti, klæðnaði og betri viðurgerningi mannfólksins. [62]. Þessi mikli áhugi Bjöms á gengi hákarlsveiðanna fyrir Norðurlandí virðist hafa leitt hann útí hreina ævintýramennsku, ásamt einhverjum harðkollum. Þessir menn virðast hafa látið sig dreyma um stofnun búðsetu- mannabyggðar á Oddeyri. [63]. í sjálfu sér var þetta snjöll hug- mynd, en hlaut að mæta andstöðu embættismanna og landeigenda, enda í trássi við ríkjandi lög. Gengi þil- skipanna var auðvitað best tryggð svo fremi að hægt væri að manna þau mönnum sem hefðu sjósókn að aðal- starfi, en ekki í hjáverkum frá bú- störfum, eins og algengast var lengi fram eftir árum á fyrstu dögum þil- skipaútgerðar við Eyjafjörð. Búðsetumannaþorp var óhugsamdi án uppflosnaðs búalýðs og kotunga. 1 kaflanum um Oddeyri hér á eftir m un ég leiða fram gögn þessari skoðun minni til styrktar. 12 En til að gefa lesendum örlitla hug- mynd um hvað hér var um að ræða,

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.