Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 23

Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 23
greinarinnar. Hann var þó ótrúlega framsýnn og sá hvað verða mundi. Landeigendur vildu ekki sjá af kot- ungunum og danskir og innlendir stjómarherrar studdu þá með lagatil- skipunum sem batt fólk við ofsetnar jarðirnar. Á dögum höfundar Norðragreinarinnar var þó öllum hugsandi mönnum ljóst að þetta ástand gat ekki gengið til lengdar, meira að segja mönnum úr sjálfseign- arbændastétt. Og það liðu ekki nema fá ár frá birtingu Norðragreinarinnar að öllum búsetufjötrum var breytt í frjálsræðisátt. En þá varð það um seinan. Fólk var farið að flýja land, til Ameríku. Og þeir fólksflutningar áttu eftir að aukast. Það þjónar engum tilgangi að vera með vangaveltur um hver framvindan hefði orðið ef farið hefði verið strax að ráðum hins framsýna greinarhöfund- ar Norðra. En ímynda mætti sér að fólksflutningarnir til Ameríku hefðu orðið minni og ekki eins sársauka- fullir á báða bóga og raunin varð á þegar þeir áttu sér stað á síðari hluta 19. aldar. Á það má benda að þessi landflótti varð minni frá Vestfjörðum en af öðrum stöðum á íslandi, en útgerð var þar meiri og örari bæjamyndun en annarsstaðar á landi hér. Orsök fólksflóttans til Ameríku var fyrst og fremst ofnýtt land og einhæfir bjargræðisvegir. Stundum hefur verið talað um harðnandi árferði. Kann svo að hafa verið að einhverju leyti, en það er ósannað með öllu. Það er söguleg staðreynd að þegar Island tekur að hjarna við aftur skömmu fyrir aldamótin síðustu, að þá eru það stórvirku fiskiskipin og ný fiskveiðitækni sem endurnýjar trúna á landið. Og myndun þéttbýlisstaða á ströndinni gerði þessa útgerð mögu- lega. En hver var þessi framsýni greinar- höfundur í Norðra 1854, gæddurslíku pólitísku skyni, og hvernig var hann tengdur framfaraþrá Bjöms Jónsson- ar? Um það veit enginn. En greinar- höfundur álítur að ekki geti verið um annan að ræða en Friðrik Jónsson frá Siglunesi sem seinna gerði garðinn frægan með útgerð þilskips á Ytri-Bakka fyrir ofan Hjalteyri og hann braust í þrátt fyrir féleysi. Greinarhöfundur byggir þessa skoð- un sína á því að um þær mundir sem greinin var skrifuð hafði hann ráðist í kaup á strönduðu og löskuðu þilskipi, hálfgildings flaki, austur á Raufar- höfn og hugðist gera það upp, sem hann og gerði með mikilli prýði. Það hvað greinarhöfundur er vel að sér um verslunarhætti á Raufarhöfn og þar um kring, og ræðir af mikilli þekkingu um allt sem varðar þessa skipategund, bendir sterklega til þess að um engan annan geti verið að ræða en Friðrik Jónsson. Þilskipið sem hann keypti hét Mín- erva, í höfuðið á menntagyðjunni, og hann lét nafnið halda sér. Honum tókst svo vel uppgerðin að þessi fleyta var annálað happa- og aflaskip. Friðrik var lærður stórskipasmiður frá Danmörku og var 25 ára þegar Norðragreinin birtist. Hann varð seinna stórefnaður maður og gleymdi þá ekki fátækum sveitungum sínum sem hann kom fram við af góðvild og höfðingsskap. Þorsteinn Erlingsson orti langt kvæði um Friðrik og Mín- ervu. Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni og Friðrik Jónsson eru brautryðjend- ur um þilskipaútgerð við Eyjafjörð. Þorsteinn aðeins á undan og studdi vel og drengilega að því að Friðrik eignaðist Mínervu. Bjöm Jónsson þekkti báða þessa menn mætavel og hafði þekkingu sína á sjósókn og þilskipaútgerð frá þeim öðrum fremur. Annað mál er svo það að þilskipa- útgerðinni við Eyjafjörð hrakaði og verslunarhugsjónin með stofnun Gránufélagsins kollsteyptist. Ástæður þess verða ekki raktar hér. Hitt stendur eftir að eftir þetta varð norðlendingum ljóst að þeir gátu bæði stjórnað útgerð og stýrt stórum skip- um og rekið verslun. Þetta sjálfstraust varð afdrifaríkt og gerði eftirleikinn á margan hátt auðveldari fyrir þá ís- lensku krafta sem næst reyndu, t.d. hina þingeysku samvinnumenn sem fóru inn á nýjar og áður óreyndar brautir i verslunarmálum, - og þá heppnaðist það. Og við njótum góðs af enn í dag. 14 Bjöm Jónsson ritstjóri, eldri, var tví- kvæntur. Fyrri konan hét Anna Ámadóttir frá Reistará. Þau giftust 4. júní 1825. Þau eignuðust sex böm, en tvö komust upp, sonurinn Magnús og dóttirin Þorgerður. Anna lést 29. júní árið 1866. Seinni konan hét Hermannína Kristjana Finnbogadóttir, bónda á Staðarhóli i Siglufirði, Ámasonar. Þau giftust 18. janúar árið 1868. Þau eignuðust eitt bam sem dó strax eftir fæðingu. Hermannína Kristjana lifði mann sinn, dó 22. desember árið 1898. Eins og fyrr hefur verið sagt and- aðist Bjöm Jónsson á Akureyri 20. júní árið 1886. Nú þegar rætt er í alvöru um full- komna ritun á sögu Akureyrar verður að hefjast handa með samningu nokkuð ýtarlegrar ævisögu hans og helga honum þar heilan kafla. Hann á það fyllilega skilið, því fáir menn hafa átt meiri þátt í mótun Akureyrar- kaupstaðar. Hann er einn af feðrum þess bæj- arfélags. [60] Hér vísast til ummæla Kristmundar Bjamasonar, sbr. 40 að ofan, rits Amórs Sigurjónssonar um Einar Ásmundsson í Nesi, Skútualdarinnar eftir Gils Guð- mundsson, ummæla Steindórs Steindórs- sonar frá Hlöðum í Þáttum um blöð og blaðamenn á Akureyri. Þá má geta út- varpserinda eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing um hákarlsútgerð eyfirðinga á síðari hluta 19. aldar sem flutt var eftir að ritgerð þessi um Bjöm Jónsson var að mestu frágengin. Allir þessir menn hafa bent á áhrif og mikilvægi skrifa hans um atvinnu- og menningarmál norðlendinga. [61] Sbr. 40, 53, 54, 56 og 57 hér að ofan. Danska setningin er tilvitnun Bjöms í ein- hvem frjálslyndan englending sem hann ekki tilgreinir. [62] Einars saga Ásmundssonar. Amór Sigur- jónsson. Fyrra bindi. Rvík 1957, bls. 166-226. [63] Afrit af uppkasti til embættisbréfs. Úr fór- um Eggerts Briem sýslumanns. — Hér- aðsskjalasafn Skagfirðinga. HSK. Annarra heimilda er getið í lesmáli. Framhald Heima er bezt 271

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.