Heima er bezt - 01.08.1978, Side 30
17. KAFLI
Sigurbjöm vaknaði við það að Kristján, sem var kominn á
fætur, ýtti aðeins við honum. — Ég ætlaði bara að vekja
þig, áður en ég færi niður. Ég ætla að ganga út og gá að
ánum. Klukkan er ekki orðin sjö ennþá, en fyrst ég vakn-
aði svona snemma, er eins gott að fara út. Síðan fór
Kristján niður.
Sigurbjöm læddist framúr og fór í fötin. Hann sá að
allir sváfu vært í baðstofunni. Er hann gekk framhjá rúmi
Rönku, staldraði hann aðeins við. Hörgula hárið hennar
var laust úr fléttunum og lá eins og silkislæða um æsku-
bjart andlitið. Þó hún væri óvenju björt yfirlitum, var hún
hraustleg og skipti vel litum. En það var eitthvað meira en
það sem sást, sem hreif hann.
Ranka hefur víst fundið að á hana var horft, því hún
lauk upp augunum, sem voru skær og ljómandi eftir
svefninn.
— Góðan daginn, hvíslaði hann hálffeiminn.
Hún ansaði lágt. Grábláu augun héldu honum föstum.
Hann færði sig alveg að rúmstokknum og beygði sig nið-
ur. Á þeim báðum var skrýtinn svipur, feimni, blandin
gleði og alvöru ásamt mikilli eftirvæntingu. Hún var
áræðnari en hann eins og við mátti búast. Hún var viss
um, að þetta væri hið eina rétta og alveg eðlilegt. Hún
lagði handleggina um háls hans og dró hann niður til sín.
Þá var honum öllum lokið og hann kyssti hana með inni-
legri blíðu ástfangins manns, án þess að það hvarflaði að
honum, að fleiri voru í baðstofunni.
Umheimurinn hvarf þeim sem snöggvast, þau voru í
paradís sælunnar eitt augnablik. Dísa hreyfði sig ógn
varlega í rúminu, en nóg til þess að draumurinn varð ekki
lengri í þetta sinn. Þau horfðust í augu og brostu hvort til
annars. Svo hélt hann áfram niður í eldhús. Hugur hans
var í hálfgerðu uppnámi, því þetta var gersamlega ný
reynsla. Hann skildi ekki sjálfan sig. Aldrei hafði hann
grunað að svona nokkuð gæti skeð jafn fljótt og óvænt.
Sigurbjöm efaðist ekki um, að þessi morgunn yrði
upphafið að alveg nýju viðhorfi þeirra beggja til lífsins og
framtíðarinnar. Þegar fólkið fór að tínast inn í eldhúsið til
278 Heima er bezt
að fá sér morgunkaffið, leit hann snöggt á Rönku. Hún
sýndist róleg eins og vant var, en roðnaði svolítið og brosti
til hans. Það var kominn nýr, heitur ljómi í augu hennar.
Þóra var fljót að hella á könnuna og fór yfir í fjósið með
köttinn á hælunum eins og vant var. — Nú flýtum við
okkur, sagði Hannes. — Við þurfum hvorki að brynna né
gefa, því nú fá kýrnar að fara út. Að svo mæltu fór hann í
loftköstum út allan gang og út í fjós.
Gripimir voru órólegir, skynjuðu að eitthvað var öðru-
vísi en vant var. — Láttu ekki svona, Búkolla mín, sagði
Þrúða. — Þú ætlar alveg að setja mig um og hella niður
mjólkinni. Svona, svona, þetta er að verða búið.
Hannes hjálpaði við að mjólka og bar mjólkina inn í
búr. Síðan rann upp sú stóra stund, að þessum ferfættu
föngum yrði veitt frelsi úr prísund vetrarins.
Hannes og Sigurbjöm leystu kýmar. Fyrst fóru kálf-
amir og kvígumar og síðan eldri kýmar. En Goði ólmað-
ist við stallinn og öskraði svo undir tók í fjósinu.
Heimilisfólkið stóð allt úti og meira að segja Símon var
kominn, og var nú hinn hressasti. Kýrnar ruddust út með
miklum látum og tóku síðan á rás með halana á lofti.
Þrúða hló hjartanlega að öllu saman.
— Sjá Búbót og Hjálmu gömlu, sagði Hannes. — Þær
halda víst að þær séu orðnar ungar í annað sinn.
— Já, sagði Þrúða. — Sjáið þið; Það er kominn hnútur
á halann á Stjömu. Huppa gamla, elsta kýrin, var orðin
gigtveik og af sér gengin, en hún hljóp eins og hún ætti
lífið að leysa, datt á hnén annað slagið og varð lafmóð.
Hannes hló svo mikið og tvísteig í ákafanum, að hann
lenti með annan fótinn í svokölluðum fjósalæk og var
nærri dottinn. Þá hló Þrúða ennþá meira og stundi upp:
— Ef þú hefðir dottið í lækinn, hefði ég líklega sprungið af
öllum þessum hlátri.
Allir höfðu gaman af þessum árvissa viðburði. Vaskur
gamli var þarna og þurfti að blanda sér í leikinn, þaut út
um allt tún og gegndi engu, en gelti eins og óður í kring
um baulandi gripina.
Kvígumar tvær, verðandi mæður innan skamms, voru
þungfærar og virtust hafa vit á að fara ekki mjög hratt
yfir, en kálfarnir æddu á hvað sem var. Silfri læddist upp í