Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 33

Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 33
— Eins og frjósemisgyðjan holdi klædd. Dísa var ekki að grínast. — Guð hjálpi þér að tala svona barn, sagði Ranka hálf móðguð. — Jú, þú minnir mig á skyr með rjóma útá og fleira lostæti. — Hvað þú ruglar, sagði Ranka og gat ekki annað en hlegið og brátt veltust þær báðar um af hlátri, svo Val- gerður sem kom inn í þessu spurði hvað væri svona skemmtilegt. Þær urðu að segja henni söguna og hún hló líka og hvað þetta ekki fjarri lagi þó þetta væri frumleg samlíking. — Falleg er hún þessi stúlka frá Fellsgrund, eins og hún á kyn til, sagði Sigrún hugsandi. — Sú á eftir að velgja yngismönnunum undir uggum, án þess að reyna nokkuð til þess. Hún er svipfalleg, prúð og stillileg en líklega er hún skapmikil og tilfinningarík eins og ættirnar sem að henni standa. — Það er orðin gömul saga, sagði frúin — og ég efast um að hún viti nokkuð um hana. Það er oft talað um syndir feðranna, en Sigrún mín. Hvað er mesta syndin? Ég er mjög ánægð með þær báðar, bætti hún við. Séra Halldór og Sigurður bættust í hópinn. — Halldís á Hóli er alvarlega veik, sagði séra Halldór. — Okkur Sig- urði kom saman um að fella niður messu þar að sinni. — Hvað ætli sé að Halldísi? spurði frúin. — Hún er komin langt á leið, sagði Sigrún. — Hefur verið léleg til heilsu allan tímann aldrei þessu vant. Baldur læknir álitur að taka þurfi barnið með keisaraskurði. Hún sé ekki fær um eðlilega fæðingu. Þangað til þarf hún að hafa algera hvíld og visst mataræði ef sæmilega á að fara. — Aumingja Halldís, varð Þrúðu að orði. — Svona er að vera alltaf að eiga þessi böm. Erfitt hlutskipti að vera eiginkona, hugsaði hún. — Hvað er að frétta frá Áshamri? spurði Sigrún. — Allt gott að ég best veit, svaraði frúin. — Sigga mín á von á sér í kring um miðjan september og allt virðist i lagi. — Hún er orðin þó nokkuð þybbin utan um sig, greip Þrúða framí. — Ég var að stríða henni á því um daginn að stelpan hennar yrði ekkert smásmíði, þegar hún kæmi í heiminn. — Þrúða þó, sagði frúin í áminningartón. — Þú átt að tala varlega við barnshafandi konur um svona hluti. — Sigga tók því nú rólega, sagði Þrúða. — Hvenær koma synir ykkar heim? spurði Sigrún. — Á sunnudaginn, blessaðir, sagði frúin, — og ég er svo barnaleg að ég hlakka mjög til. — Það skil ég vel, sagði Sigrún. — Þeir eru mestu mannsefni og duglegir við búskapinn og námið. Þið farið nú senn að eignast tengdadætur, spái ég. Einhver var að tala um að Þorsteinn væri í þann veginn að staðfesta ráð sitt. — Ekki er okkur kunnugt um það, svaraði frúin. — Ég vona bara að þeir verði heppnir í valinu. Við hjónin erum sammála um að skipta okkur ekki af ráðahag bama okkar ótilneydd ef ánægja og kærleiki er beggja vegna. — Það er alveg rétt afstaða hjá ykkur. í mínu starfi finn ég fljótt hvort hann er með í leiknum eða ekki. Kærleik- urinn er ósigrandi og frá guði kominn. Hann sigrar basl og bágindi og fer ekki í manngreinarálit, en lýtur aðeins sínum eigin lögum. Munum það alltaf Herborg. Frúin klökknaði og strauk yfir hvarma. — Fyrirgefðu Sigrún. Ég er eitthvað svo viðkvæm. Við höfum báðar fengið vænan skerf af lífshamingjunni hvað kærleika snertir. — Já, ég hef oft þakkað guði þá miklu náðargjöf, ans- aði Sigrún. Presturinn og Sigurður skeggræddu sín á milli og lögðu lítt eyrun við skrafi kvenna sinna. Séra Halldór leit til þeirra. — Hvemíg þætti ykkur konur góðar að fá senn hvað liður, síma í sveitina okkar og kannski sitthvað fleira, okkur öllum til hagræðis? — í mínu starfi væri ómetanlegt að hafa síma, ansaði Sigrún. — Jafnvel þó sími væri ekki nema á fáum bæjum til að byrja með. — Ég vildi nú engu síður fá rafmagn til heimilisnota, sagði frúin. — Þetta fylgist sennilega að, mælti Sigurður, ásamt fleiru t.d. brú á Gljúfurá og veg þegar farið verður að virkja fossinn hérna fyrir ofan Hvamm. Fyrst er hugsunin og ráðagerðirnar, síðan koma framkvæmdimar. Við skulum vona að þessir draumar okkar rætist á næstu ár- um. Séra Halldór kom með flösku og glös. — Drekkum skilnaðarskál og þess er koma skal. Hann skenkti og þau lyftu glösum. Þau sátu góða stund og röbbuðu um alla heima og geima. Nú kom í ljós að Sig- urður gat verið hrókur alls fagnaðar ef svo bar undir. — Jæja, vina mín. Nú þurfum við víst því miður að fara að hugsa til heimferðar, þó við vildum stansa lengur. Dýa, Hannes og Þrúða voru úti og dáðust að fegurð kvöldsins í vorblíðunni. Þau hlógu að Grásu litlu sem nú var farin að braggast og komin í mikla vináttu við köttinn Silfra. Þau hlupu í kapp um varpann og veitti ýmsum betur. Hannes sagði að Grása væri komin upp á milli hjóna, því Silfri væri orðinn miklu hrifnari af henni en Þrúðu sem von væri. — Asni getur þú verið greyið mitt, sagði Þrúða með fyrirlitningarsvip. — Það sem þú bullar stundum eins og flón. Dýa hló að þeim og sagði að hann væri ekki eins vitlaus og hann sýndist. — Þú ert nú bara bamið ennþá og hún strauk um vanga hans um leið. — Æi, hvað þú ert orðinn snarpur á vangann, sagði hún hissa og kippti að sér hendinni. — Ha, ha. Þrúða skellihló. — Ertu nú farinn að fá skeggbrodda líka í viðbót við vitleysuna. Þú lagast nú víst lítið við það. A.m.k. verður þú varla „bara bamið“ lengi úr þessu. Hannes eldroðnaði og það kom vandræðasvipur á hann sem snöggvast. Svo jafnaði hann sig og ætlaði að rjúka á Þrúðu en hún tók til fótanna og hann hafði ekki roð við henni. — Hannes; Viltu ná i hestana, kallaði pabbi hans. Heima er bezt 281

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.