Heima er bezt - 01.08.1983, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.08.1983, Qupperneq 5
Myndina að neðan tók E.H. Arnórsson 1912 eða 1913. Bjarni, faðir Magnúsar, sigldi bát sínum eftir Pollinum og beint upp í fjöru, lét 30 manns síðan hjálpa sér að setja hann þarrétteins og nútímamaðurinn leggur ökutœkinu framan við heimili sitt. Þarna á kambinum var Strandgatan seinna lögð. íhúsinu bak við bátinn ólst svo upp konuefni Magnúsar. Þar hefst nú Glerárgata. Innfellda myndin: í júní 1983 var gatnamótunum við aldargamalt hús þeirra hjóna bylt einu sinni enn. Vörubílastöðin Stefnir varfjarlcegð og stórvirk vinnutœki hlýddu kalli hinnar auknu umferðar um svigrúm og yfirsýn. Mynd:ÓHT. Magnús ber aldur sinn með afbrigðum vel. Hann fæddist á Akureyri 30. desember árið 1900. Foreldrar hans voru Guðrún Magnúsdóttir frá Kvíabekk i Ólafsfirði og Bjarni Einarsson frá Kletti i Reykholtsdal, af Kalmanstunguætt, margfrægur skipasmiður, borgari á Akureyri. Hann var löngum til kvaddur, þegar mikils þótti við þurfa. Frægt er, þegar staurabryggja Olsens hins norska hrundi eftir ellefu klukkutíma. Þá var margt kveðið og meðal annars þetta: Friðriks brú er brotin niður og bólverk járni varið. Byggt ef hefði Bjarni smiður, betur hefðifarið, enda var hann fenginn til að bjarga því sem bjargað varð. Bjarni Einarsson átti um hríð það land, þar sem miðstöðvar KEA urðu, átti allt gilið upp undir Garð, og hann og Dúi Benediktsson lögregluþjónn byggðuhússem Heima er bezt 237

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.