Heima er bezt - 01.08.1983, Side 15

Heima er bezt - 01.08.1983, Side 15
Björn Jónsson snaraði úr frummálinu Rostungur og smiður vor röltu um sendna tröð, þeir fundu kumpánlega klöpp þar hvíldist fylking glöð, og ostrugreyin borubrött þar biðu öll í röð. Hvalhross mælti: „Tími er til að tala um fjölbreytt mál, um skófatnað — og skip — og lakk um konungdóm og kál, — hvort svífi vængjum svínin á — og sjórinn logi í bál“. En ostrur sögðu: „Andartak fyrst agnarlitla bið því móðar erum allar vér með ostru-spik í kvið. Þá ansar smiður: „Allt með ró“, og ostrur komust við. „Nú gef oss brauð!“ svo hvalhross kvað, „og köku af bræðingi, lát pipar og edik leysa bragð- laukana úr læðingi! Nú, ostrur, virðist einskis vant að venda að snæðingi!“ „En ekki að okkur“, ostrur þá æptu og skelfdust við, „það væri lævíst lymskubragð svo ljúf að brjóta grið!“ „Ó hvílíkt kvöld!“, þá hvalhross kvað, „Ó hvílíkt sjónarsvið!“ „Ó hlutverk slíkt að ganga oss með sér göfgra enginn kaus!“ Smiðurinn heimtaði aðra sneið og sagði: „Hvaða raus! Eg tvisvar þig um brauðsneið bað! Bara ertu heyrnarlaus?4 „Eg fyrirverð mig“, hvalhross kvað, „að svíkja þær svona í neyð, og láta þær labba svona hratt og svona langa leið“. Smiðurinn sagði ei annað en: „Smurðu mér aðra sneið!“ „Það hryggir mig“, þá hvalhross tér, „slíkt hlutskipti að sjá!“, og gekk í sogum gráti af þá gjör hann var að gá, og valdi um leið þær vænstu úr með vasaklút um brá. „Ó ostrur“, smiður andvarpar, „hve ljúfur labbitúr! Við skulum halda heim á leið!“, en hvorki í moll né dúr kom nokkurt svar, sem var ein von: Þeir supu þeim öllum úr. Heima er bezl 247

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.