Heima er bezt - 01.08.1983, Qupperneq 23
moldina og út. Einhvernveginn gat ég
smogið út um eitthvert gat, en það var
tóm mold. Þegar ég kom út fór ég að
gá að félögum mínum, þeir voru
hvergi sjáanlegir og þannig endaði
þessi draumur.
Það eru sagðar huldufólksbyggðir í
Uppsölum, en þetta var ekki við
Sigguhól, ég gerði mér ekki grein fyrir
í hvaða hól þetta gerðist. En — þetta
er nú svolítið skrítið, gat þetta verið
veruleiki, þessi draumur?
Á Húsatóftum birtist mér það í
draumi, sem bjargaði mér frá
drukknun, en ekki á þeirri vertíð sem
mig dreymdi drauminn heldur vetur-
inn eftir. Mig dreymdi að ég sæi fugla,
dauða fugla og mér sýndist það vera
svanir. En svo breyttist þetta, og mér
virtust þessir dauðu svanir verða að
mönnum. Sjódauðum mönnum, sem
lágu í einskonar garðhúsi. Ég fór að
aðgæta hvaða menn þetta væru og sá
þar bræðurna á Húsatóftum, en þeir
voru þrír og einn þeirra hét Magnús,
sem var formaður fyrir skipinu. Þeir
voru stórir, þessir bræður, afburða
duglegir og drengir góðir. En ég
þekkti ekki alla mennina og þar voru
hvorki Sveinbjörn né Steindór eða ég
sjálfur, því þá hefði ég farið í sjóinn
með bræðrunum á Húsatóftum vet-
urinn eftir. Draumurinn varð ekki
lengri, samt hafði hann mikil áhrif á
mig og mér fannst skrítið, að þessir
dauðu svanir skyldu breytast í dána
menn. Held raunar, að ég hafi tekið
drauminn sem vísbendingu, því ég var
þrífalaður í skiprúmið og búinn að
vera þarna tvær vertíðir og eitt vor.
Nú líkaði mér þarna vel, en ég gat
ekki hugsað mér að vera þar lengur.
Skipið fórst veturinn eftir með allri
áhöfn, og einn af áhöfninni var maður
frá Arnarstaðakoti í Hraungerðis-
hrepp.
Einu sinni keypti ég bát inn í
Njarðvíkum, sem ég ætlaði að sækja
við tækifæri. Var búinn að hugsa mér
að vakna snemma nætur, sem ég gerði
en leist ekki á veðrið, fór uppí aftur og
ætlaði að vakna litlu síðar. Vaknaði
ekki, en dreymdi að ég skuli engar
áhyggjur hafa, ég fái betra veður
seinna. Það var vont veður daginn
eftir, en þegar ég fór að sækja bátinn
fékk ég gott veður.
Það er dálítið skrítið að sjá fisk í sjó,
í draumi. Það kom fyrir, þegar ég
fiskaði vel, að ég sá hvað var á línunni,
þó að línan héngi inn í skúr. Einu
sinni lenti ég í því að vera síðastur á
sjóinn, allir rónir úr báðum hverfum
og allt fullt af ljósum. En um nóttina
dreymdi mig, að ég sá línuna í botn-
inum og á henni mikið af fiski. Svo
þegar við rérum um morguninn vissi
ég varla hvar ég ætti að leggja línuna,
svo ég lagði bara fyrir innan alla, sem
rónir voru. Ég heyrði að karlarnir
voru að tauta: „Hvað er nú þetta, hver
skollinn er að, ætlar hann nú að leggja
upp í landi, helvítis rassgatið á hon-
um. Við sem erum vanir að fara fram
úr öllum, nú fáum við ekki bröndu.“
„Jú-jú,“ segi ég, „nú fiskum við mik-
ið.“ Og það endaði með því, að við
komum aflanum helst ekki í bátinn.
En mér kom ekki til hugar að leggja
línuna þar daginn eftir. Ég fiskaði
heldur betur í net en á línu, en það
kom helst aldrei fyrir, að mig dreymdi
fisk í netum, bara á línunni. Ég man
líka eftir því að við lögðum einu sinni
lúðulóð, skötulóð eða haukalóð eins
og hún var líka kölluð. Ég sá það um
morguninn hvað var á línunni, sá það
í draumi, og segi við karlana, að nú
fáum við átta lúður. „Nú lýgurðu,
andskoti geturðu verið vitlaus,“ sögðu
karlarnir. En við fengum átta lúður.
Þetta var helvíti mikill peningur þá.
Það var engin, jú það var ein lítil lúða,
en flestar voru þær 150 pund og uppí
200 pund, og þetta var töluverður
peningur þá, á móti þorski eða öðrum
fiski.
Raddirnar
Ekki man ég, með fullri vissu, hvort
heldur ég var 12 eða 13 ára, þegar
þetta gerðist, enda langt um liðið. Ég
átti þá heima í Ölversgerði, Saur-
bæjarhreppi, Eyjafirði. Það var um
mánaðamót júní-júlí að pabbi fékk
frænda okkar Randver Bjarnason,
bónda í Hlíðarhaga, til að hjálpa sér
við torfristu, því að engar heyhlöður
voru í kotbýlinu. Pabbi var kominn á
sjötugsaldur og starfsþrek hans fjar-
andi, en ég of ungur og lélegur til að
handleika torfljá.
Ristuland var afar lélegt, rótlítið og
mátti næstum þakka fyrir ef að gras-
torfur héldust heilar, hvað þá að
undirveltur næðust.
Randver þekkti ég vel og var hlýtt
til hans og ekki síður konu hans,
Guðrúnar Bjarnadóttur. Ástæðan var
sú að er ég varð 10 ára byrjaði skóla-
skylda mín og var þá farskóli sá er ég
þurfti að sækja, um 8 vikna skeið, í
Hvassafelli.
Pabbi kom mér fyrir hjá þessum
hjónum, því að frá heimili þeirra var
stutt leið að skólastað, og ég held að
þau hefðu vart getað reynst mér
notalegri þó að ég hefði verið hold-
borinn sonur þeirra.
Nú kemur Randver, albúinn til
átakanna við torfið, nokkuð snemma
dags. Pabbi hafði sett pott á hlóðir í
eldhúsi, með saltkjöti og baunum að
innihaldi, og fól mér nú það heiðurs-
hlutverk að sjá um viðhald elds og
suðu miðdegisverðar.
Auðvitað máttu baunirnar ekki
brenna við.
Pabbi hafði nokkrar áhyggjur af því
að ef til vill yrði hvergi hægt að yrkja
254 Heima er bezt
■■V.
..! / ji k--.
n' á •»
SEí
V*,, ****twi
» SIGTRYGGUR SIMONARSON
upp þetta torf, í landi kotsins, og ég
heyrði hann segja við Randver að bezt
myndi að reyna fyrst suður í Langa-
melssundi. Sér þyki þó óvíst að þar
fáist nokkuð af nothæfu torfi og verði
þeir þá að leita fyrir sér í Steinboga-
sundinu, út við Skjóldalsá. Þar á milli
er allnokkur spölur.
Það var ekki daglegur viðburður að
hafa mann í vinnu, eða geta blandað
geði við afbæjarfólk og strákálfurinn
ég var eins og upptrekkt klukka, eða á
nútímamáli „yfirspenntur". Svo gam-
an hafði ég af flestum gestkomum.
Þeir fara til verksins og ég rýk á leið
með þeim. Við erum komnir suður á
Langamel þegar faðir minn víkur því
hógværlega að mér að pottur á hlóð-
um þarfnist umsjónar.
Það var engin venja barna og ungl-
inga i þá daga að þenja kjaft gegn
foreldrum sínum. Mér er skylda mín
fullljós og orðalaust hendist ég til
baka, og kem nægilega snemma til að
bjarga miðdegisverðinum, sem betur
fer. Randver frændi á það ekki skilið
að fá skemmdan mat. Betur en svo var
búið að mér á heimili hans.
Það er blæjalogn og mjög hljóð-
bært. Ég hræri í baunapottinum og
bæti á eldinn, ákveðinn að gera mitt
bezta hvað matseld snertir. Það eru
tveir strompar á eldhúsinu og auk
þess dálítið gat, ferkantað, á þaki, sem
lokað er með torfusnepli þegar hvasst
er, en er opið nú til þess að reykinn
„trekki“ sem bezt út.
Ég stend nokkra stund á eldhús-
gólfinu og athuga handaverk mín.
Þau eru harla góð! En hvað er nú
þetta? Ég beiti heyrn minni af ýtrasta
megni því að nú heyri ég mannamál.
Það er í mikilli fjarlægð og í fyrstu
heyri ég aðeins daufan óm. En smátt
og smátt skýrist þetta og innan
skamms greini ég að þetta eru tvær
karlmannsraddir.
Önnur er ívið skærari en hin og nú
er ég farinn að greina orðaskil, en ekki
hvað sagt er. Smáþagnir koma inn á
milli. Auðvitað eru þetta þeir pabbi
og Randver. Jæja, svona fór það.
Ekkert torf hægt að rista í Langa-
melssundinu og nú eru þeir á leið út í
Steinbogasund, til þess að reyna þar.
Reyndar finnst mér furðulegt hve
fljótir þeir hafa verið að sannfærast
um ónothæfi ristulands suður frá, því
að ég er ekki búinn að vera lengi
heima.
Raddirnar nálgast sífellt og hækka
að sama skapi. Nú eru þær svo nærri
að eigendur þeirra hljóta að vera að
ganga um bæjarhlaðið og mér finnst
aðeins muna hársbreidd að ég nemi
það sem sagt er. Aldrei næ ég þó orði
af þessum samræðum og undrast ekki
svo mjög þar sem ég er staddur inni í
torfbæ, sem hefur deyfandi áhrif á
hljóðburð. Svo fara raddirnar dofn-
andi og um það bil sem ómur þeirra er
orðinn fremur daufur, en þó vel
greinilegur, hleyp ég út á hlað.
Hvernig í ósköpunum stendur á
þessu? Enginn maður sjáanlegur! Ég
trúi ekki mínum eigin augum, en
dettur þá í hug að einhverjir ferða-
langar hafi lagt leið sina rétt framhjá
bænum sem ekki var þó venjulegt.
Auðvelt er að athuga það. Eins og
örskot þýt ég upp á baðstofumæni og
skima í allar áttir. Engir á ferð. Fjar-
lægðir til næstu bæja eru litlar og úti-
lokað að nokkur manneskja komist
þær leiðir óséð framhjá gaumgæfni
minni. Sjálfsagt er að geta þess að
raddirnar hurfu mér um leið og ég
snaraðist út úr eldhúsinu og heyrði ég
þær ekki aftur.
Ég var ákaflega forviða og þegar
pabbi og Randver komu heim í mat
sagði ég þeim frá þessu. Þeir urðu
sýnilega hissa, en sögðu ákveðið að
ekki hefði hvarflað að þeim að leita
annars ristulands.
Ég er lélegur að ráða gátur og þessi
er ein af þeim, sem ég hefi aldrei
fundið lausn á.
Eftirmáli
Að minnsta kosti fjórum eða fimm
sinnum á liðinni æfi hefi ég heyrt nafn
mitt kallað, skýrt og greinilega, er ég
var einn á ferð.
Ætíð hefur það hljómað á sama
hátt: „Tryggvi“! Aldrei hefi ég getað
fundið tilgang slíks kalls en mun
venjulega hafa svarað tafarlaust, svo
eðlileg hafa þessi ávörp verið.
Mér er sérstaklega minnisstætt, er
ég var eitt sinn á rjúpnaveiðum, í
fjallsöxlinni upp af Gullbrekku, í
blíðskaparveðri, að kallað var svo hátt
og skýrt að ég hefði þorað að sverja að
maðurinn, sem hafði einkar hljóm-
sterka rödd, væri mjög nærri mér.
Ég svaraði á augabragði, en áttaði
mig í sömu andrá á því að ég var al-
einn í fjallinu og enginn maður í
nánd.
Skrásett 15/1 1978.
Heimaerbezt 255