Heima er bezt - 01.08.1983, Page 24

Heima er bezt - 01.08.1983, Page 24
___________LÍFFRÆÐI_________ Guðimir færðu mönnum kakóið — segirí ævaíornum sögnum Maya-indíánanna Kakótré með þroskuðum aldinum. Theobroma cacao: Kakótré. Fyrra nafnið er grískt og merkir fæða guðanna, en hið síðara er úr máli Mayanna. Þeir höfðu notað kakó í 2000 ár áður en Evrópumenn komu í heimsókn. Nú er súkkulaði hvarvetna, í drykkjum, kökum, kexi og sælgæti. En stutt er síðan slíkar vörur voru næsta óþekktar hérlendis, og raunar breiddist notkun þess ekki út í Evrópu fyrr en á seinni hluta síðustu aldar. Hver af oss þekkir ekki kakó eða súkkulaði í einhverri mynd, hvers- dagslegan kakódrykk, eftirlæti margra barna, þykkt íburðarmikið súkkulaði bætt með þeyttum rjóma, konfekt eða einhverskonar góðgæti, sem ungir og gamlir maula með ánægju? Hitt gerum vér oss ef til vill ekki ljóst, að ekki er ýkjalangt síðan, að þessar vörur voru lítt þekktar hér á landi, t.d. kakó- drykkur næsta sjaldséður og súkkulaði notað aðeins þegar mest var við haft. Þótti það viðhafnarveitingar og heyra aðeins til virðulegum boðum, þegar veitt var súkkulaði og kaffi á eftir, auðvitað með allskyns sætum kökum og tertum. Ég minnist þess úr bernsku minni, að kakó var nauðasjaldgæft úti í sveitum, fremur var lumað á súkku- laðiköku til að eiga í pokahorninu ef mikils þyrfti með að veita góðum gestum. En tímarnir breytast, og nú má kalla að kakó sé á hvers manns borði, og súkkulaðidrykkurinn heldur enn virðingu sinni, og góðgætisteg- undir með súkkulaði í fleiri en tölu verði á komið, að því ógleymdu að súkkulaðikex t.d. „prins-póló“ er jafnvel uppistaðan í fæði sumra ungl- inga. Og í rauninni á kakó sér ekki ýkjalanga sögu í Evrópu. í þessari grein er sagt frá uppruna og líffræði kakótrésins, meðferð kakóbaunanna og sögu súkkulaðineyslunnar. STEINDÓR STEINDÓRSSON TÓK SAMAN 256 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.