Heima er bezt - 01.08.1983, Side 26
oft bananar ræktaðir með því til að fá
skugga og skjól handa ungviðinu.
I heimkynnum sínum er kakótréð
undirgróður regnskóganna, og oft
rækta menn það í litlum rjóðrum
þeirra, þar sem skugginn er nægur.
Kakótréð þarf að verða 7-10 ára
gamalt áður en það beri viðunanlega
uppskeru. Þannig tekur það drjúgan
tíma að rækta kakóplantekrurnar að
nýju. Eftir að trén verða 50 ára eru
afköst þeirra of lítil til þess að ræktun
þeirra gefi arð.
Ameríku. Þessum löndum er því mjög
mikilvægt að verðlagið sé stöðugt og
verðið hátt. Til þess að það megi tak-
ast hafa verið gerð fjölþjóðasamtök
um lágmarksverð. En Fílabeins-
ströndin, sem er stærsti útflytjandinn
og Bandaríkin, sem flytja allra landa
mest inn, eru þó utan þessara sam-
taka. Annars ræðst verðið mest í
kauphöll í London.
Torvelt er að geyma kakóið lengi í
framleiðslulöndunum, því að það
geymist illa sakir loftrakans. Lang-
það m.a. notað til að húða pillur og
töflur.
I kakómassanum er um 50-60%
feiti, sem pressuð er úr honum í heitri
pressu, og síðan er hann malaður í hið
alkunna kakóduft. í því er um 22%
eggjahvítuefni, 1% theobrómin og lít-
ið eitt af járni.
Feitin kallast kakósmér. Bræðslu-
mark þess er lítið undir hitastigi
mannslíkamans eða 30-35° C. Það er
mikið notað í lyfjagerð í allskonar
Verkamenn að dreifa
kakóbaunum á þurrk-
gólf. Eftir viku verða
þœr hœfar til pökkunar
og útflutnings. Það er
einkenni þróunarþjóða
að flytja lítt unnin hráefni
úr landi.
DÆMIGERÐ FRAM-
LEIÐSLA
ÞRÓUNARLANDA
Enda þótt heimkynni kakótrésins séu
í Suður-Ameríku eru mestu kakó-
ræktarlöndin nú í Vestur-Afríku í
regnskógasvæðunum þar, neðan við
300 m hæð, og þar sem árleg úrkoma
er 1250-2500 mm á ári. Mesta kakó-
landið er Fílabeinsströndin, þar og í
Ghana, Nígeríu og Kamerún er rækt-
að meira en 60% af heimsframleiðsl-
unni, sem var um 1.6 millj. lestir 1980.
Þá er heimaland kakósins, Brasilía,
enn í fremstu röð. Áður voru Equador
og Trinidad fremstu kakóræktarlönd-
in, og mynd kakóaldinsins höfð í frí-
merki i Equador.
Kakó er dæmigerð framleiðsla
þróunarlandanna. Um 15 þróunar-
lönd framleiða um 95% alls þess
kakós, sem framleitt er í heiminum.
Af því leiðir, að þessi lönd eru mjög
háð bæði vexti kakósins og verðlagi.
Einkum á það þó við um Vestur-
Afríkuríkin, því að kakó er aðalút-
flutningsvara þeirra. En margt getur
truflað framleiðsluna, m.a. sækja þar
sjúkdómar á trén, sem ekki þekkjast í
stærstu geymslurúmin eru í Amster-
dam, og risafyrirtæki eins og Nestlé
verksmiðjurnar ráða mestu á heims-
markaðnum.
En þó að framleiðslulöndin leiti
ýmissa ráða til að halda verðinu stöð-
ugu geta þau þó ekki hindrað verð-
sveiflur með öllu. En þær ásamt því
hve langan tíma það tekur, að koma
trjánum upp, svo að þau beri ávöxt,
veldur því, að kakóræktin er í raun-
inni ótrygg bændunum, sem stunda
hana.
FULLVINNSLA
OG HLIÐARAFURÐIR
Ræktunarlöndin flytja kakóbaunirn-
ar út óunnar. Vinnslan fer fram í inn-
flutningslöndunum. Fyrsti þáttur
hennar er að glóða baunirnar. Við það
hverfa þær leifar, sem eftir urðu við
gerjunina, og vatnið, sem ekki náðist
brott við sólþurrkunina. Þar á eftir er
fræskurnið, sem er þunnt og stökkt
fjarlægt, síðan eru baunirnar malaðar
og fergðar milli heitra járnsívalninga
við um 135-140° C hita. Út úr völs-
unum kemur fast efni, sem kallast
kakómassi, eða beiskt súkkulaði. Er
stingpillur eða stauta. Þá er það einnig
notað í súkkulaðigerð.
Þegar framleiða skal súkkulaði er
nýjum efnum bætt í kakómassann,
miklu af sykri og bragðbætandi efn-
um, einkum vanilju. I átsúkkulaði er
síðan blandað hnetum, möndlum,
rjóma og ýmsu fleira til að auka
bragðgæðin.
Súkkulaði er dæmigerð munaðar-
vara. Mikils er neytt af því í ýmsum
myndum í iðnaðarlöndunum, en það
er naumast að fólkið í þróunarlönd-
um þekki það sem neysluvöru, það er
þó ekki eingöngu vegna fátæktar,
heldur á það einnig rætur að rekja til
loftslagsins. Súkkulaði er ekki
bragðgott í hitanum, og á því litlum
vinsældum að fagna í hitabeltislönd-
um, jafnt meðal ríkra og fátækra. En
eins og vér þekkjum horfir það mál
öðruvísi við í kaldari löndum. Þar er
súkkulaði- og kakóbollinn vel þeginn,
annað hvort einn sér eða ásamt kaffi-
dropanum.
Að mestu eftir:
Liv Borgen í Blvttia.
St. Std.
258 Heima er bezt