Heima er bezt - 01.08.1983, Page 31
Við þráðum hvfld og vildum helst leggjast niður í snjó-
inn, en við vissum hvað það meinti — þá var úti um okkur.
Við sjáum nú kofa framundan, en þar er allt dautt og
kalt. Samt ráfum við upp að kofanum og hrindum upp
hurðinni. Þar var ekkert að sjá nema ofnskrifli, viðbrunnið,
stóð þar og poki með slatta af kartöflum — kolsvörtum,
sem voru búnar að þiðna og frjósa margsinnis á víxl, svo
ekki sýndist mikil matsemd í þeim. En sá belgiski tekur
kartöflurnar og sneiðir þær niður í þunnar flísar, og segir
okkur að finna birkibörk og kveikja upp í ofninum sem við
gerðum. og hituðum þessar svörtu kartöflusneiðar á ryðg-
uðu lokinu og átum með góðri lyst. Og við hresstumst
mikið við þetta, en ekki settumst við niður við þetta borð-
hald, heldur stóðum í kring um ofninn.
Svo var kofinn yfirgefinn og lagt af stað ef ske kynni að
við næðum til mannabyggða. Nú var farið að skyggja —við
giskuðum á að þessi reykur framundan myndi vera í fimm
mflna fjarlægð, en seinna fundum við út að það voru sjö
mflur. Nú er haldið áfram. Er við höfðum gengið á að giska
fjórar mílur, fundum við að kartöflusneiðarnar voru að
gefa inn. og við orðnir eins máttlausir og áður. Og nú er
þögnin komin aftur og hver slagar útaf fyrir sig án þess að
líta til baka, og ef einhver hefði dottið varð hann að sjá
um sig sjálfur, því enginn hafði neinum kröftum að miðla
frá sjálfum sér. Og nú förum við að reka í tærnar og detta,
fæturnir dofnir, tungan þurr og allur skrokkurinn að gefa
inn og vonleysið að gera vart við sig aftur, því við vissum
ekki einu sinni hvert við vorum að fara.
N ú brá fyrir ljósi fyrir fmman okkur í myrkrinu og það
cýnHist gefa okkur þrótt, þó vonin vœri dauf orðin. Það var
orðið langt á milli okkar, hver sýndist hugsa bara um sig —
sem var nú líka nóg, en seint um kvöldið komum við að
þessu ljósi. Þar voru átta menn í kofa, sem ekki var mikið
stærri en rétt fyrir þá. Þeir buðu okkur inn, og þar fleygðum
við okkur á gólfið strax og fengum vatn að drekka. Eg skil
ekki enn í dag hvernig við gátum komist tvær seinustu
mflurnar, það hefur mér verið óskiljanlegt — eins og í
leiðslu eða draumi.
Við hresstumst nú þarna á gólfinu og fengum bita að
borða, og þá góðu frétt að nú væru aðeins 17 mílur að
ganga til þess staðar sem við ættum að fara, en svo vorum
við stirðir þá, að ekki þótti okkur lfldegt að við gætum
hreyft okkur næsta dag. Við sváfum þarna á frosnu gólfinu
eins og vant var og upp stóðum við næsta morgun, allir
skakkir eins og lúnir og gigtveikir hestar, en það liðkaðist
allt og þessar 17 mflur komumst við næsta dag, og átti svo
að heita að við værum þá komnir heim, eða minnsta kosta
var Murray i ríki sínu þar hæstráðandi.
Við spurðum þessa menn þar sem við gistum síðast,
hvort þeir hefðu heyrt um þessa dauðu menn á brautinni.
Já. þeir höfðu það og sögðu að það væri ekki neitt nýtt þar
um slóðir, að menn yrðu úti á milli kofanna í skóginum —
sem væru tómir af og til, þvískógarhöggsmenn væru fluttir
til og frá um skóginn að leita eftir góðu efni, og þá væri það
aðallega hungrið sem gerði útaf við þá. Og það er regla
Murrays að neita algerlega um mat, öllum mönnum sem
hætta vinnu hjá honum. Og það munuð þið finna út er þið
hættið hjá honum.
Þessir menn unnu fyrir Murray, sem þið eruð ráðnir til.
Hann skilur vanalega svona við menn sína sem hætta hjá
honum. Borgar öllum í „tékkum“, enga peninga og engan
mat með sér, og ekki fá þeir keyptan mat í hans kofum eins
langt og ríki hans nær um skóginn. Svo veslast þessir menn
upp úr hungri og kulda og enginn er þar til að skýra frá
hörmungum þeirra, þögnin ein hvflir yfir þessum líkum og
hefndin var hrópuð út í hina köldu nótt, sem var þeirra
síðasta á þessari jörð.
Þettta þótti okkur ljóta sagan og vildum ekki heyra meira
af svona lestri, en þeir bættu því við að undarlegt þætti að
„tékkar“ þessara manna fyndust ekki á þeim, og nú fannst
okkur nóg komið og héldum að þeir segðu þetta af óvild við
manninn. En því miður reyndist talsvert satt í þessu sem
síðar mun sagt verða.
O g nú var loksins þessi langa ferð á enda, og við komnir
alla leið, illa til reika, en ekki til skaða. Þarna var þyrping af
kofum, til að sjá sem lítið þorp, svefnkofar og matreiðslu-
kofar, hesthús og fjós, og heldur vistlegt þar inni í skógar-
rjóðri, og þar voru há tré og skjólgott á milli þeirra.
Margir menn voru þar að verki, kátir og hreifir. Var
okkur tekið það besta og boðið til borðs, og allar sortir af
mat framreiddar, af bestu tegund, ávextir og sætabrauð
eftir vild. Matreiðslumenn með hvítar svuntur og allt mjög
hreinlega fram borið. Þetta voru svo snögg viðbrigði að við
gleymdum öllu því liðna — að minnsta kosti í bili.
Verkið sem þessir menn unnu þarna var aðallega brú yfir
mýrarfen sem sýndist vera hér um bil botnlaust. 60 feta
löng tré voru rekin þarna á kaf niður með fallhamri, og
ofan á þessa undirstöðu var svo brúin byggð. Mýri þessi
virtist vera á aðra mflu á breidd, svo það var mikil vinna og
efni sem fór í það.
Næsta morgun byrjaði vinnan fyrir okkur með exina.
Verkstjórinn fór með okkur út í skóginn og bað okkur að
höggva stoðir, 20 feta langar, og ekki máttu þær vera rýrari
en 6 þumlungar í mjórri endann, og hlaða saman ekki færri
en 20 í stað, og höggva brautir að þessu á sama tíma fyrir
hestana. Við landarnir þrír vorum saman og einn skoskur
maður, en aðra sex tók hann dálítið frá okkur og setti þeim
fyrir sama verk.
Viðurinn var grænn „tamarack“, illa frosinn og þar af
leiðandi verra að vinna hann. Frostið var mikið og við
unnum nokkuð hart til að halda á okkur hita, en hinir byrja
með því að kveikja eld — og okkur sýndist þeir þurfa
nokkuð oft að hlýja sér við eldinn.
Um kvöldið kemur verkstjórinn og telur renglurnar og
þá leist okkur nú ekki á, og héldum að honum þætti við
ekki hafa gjört mikið dagsverk. Er hann var búinn að telja,
segir hann:
„Ekki sem verst byrjun, og þið verðið hér áfram, en þessa
sex tek ég annað, þeir eru 27 renglum á eftir ykkar tölu.“ En
hvað hann lét þá starfa næsta dag vissum við ekki. Þennan
starfa höfðum við í 8 daga og allt gekk furðu vel, engar
aðfinnslur eða ónot og við vorum hæst ánægðir með það.
Síðari hluti frásagnarinnar birtist í næsta blaði.
Heima er bezt 263