Heima er bezt - 01.08.1983, Page 34

Heima er bezt - 01.08.1983, Page 34
bæði gjörþekkir efnið og er gæddur þeirri gáfu að leiða liðinn tíma ljóslifandi fram á sjónarsvið nútímans. Bók sú, er hann nú sendir frá sér er ekki skáldsaga, heldur er meginhluti hennar raunverulegar lýsingar á söguhetjum og umhverfi skáldsagna hans, Höfnunum syðra. Mesti og merki- legasti þátturinn eru frásagnirnar af þeim Kotvogs- og Kirkjuvogsmönnum, stór- brotnar mannlýsingar, þótt þar rísi hæst lýsingin á yngsta Katli, fóstra höfundar. Eg hygg, að þeir Kotvogsmenn gleymist seint þeim, er lesa frásagnir síra Jóns, og satt að segja virðast mér mannlýsingar hans standi jafnfætis hinum bestu lýsing- um fornsagnanna. Fróðleg og merkileg er lýsingin á Kotvogsbænum, svo stórmann- lega hefir óvíða verið hýst hér á landi á liðinni öld. En gott hefði verið að teikning hefði fylgt. Kristleifur á Stóra-Kroppi á þarna merkan þátt, og síðan eru ýmsar sagnir, bæði dul- og draugasögur. Þar þykir mér merkilegust og furðulegust sagan um Hættulega húsið. Hvaða öfl voru þar að verki? Síra Jón Thorarensen hefir með Litla skinninu bætt einu merkisriti enn við fyrri bækur sínar. Hafi hann þökk fyrir. Fjörmiklar myndir úr þjóðlífinu Vilhjálmur Einarsson: DÖMUR, DRAUGAR OG DÁNDIMENN. Rvík 1982. örn og örlygur. Vilhjálmur Einarsson, skólameistari á Egilsstöðum, skráir hér frásagnir Sigfúsar Kristinssonar (Fúsa á Austfjarðarútunni) um lífsferil hans, sem er að mörgu leyti sérstæður og ólíkur því sem aðrir menn reyna, þótt oft séu söguefnin ekki stór, en þau bregða þó upp myndum úr þjóðlífinu framan af þessari öld. En meira er um vert, að fjör er í frásögninni, svo að les- andinn spyr: Hvað kemur næst? En einn kafli bókarinnar stendur þó upp úr öllum hinum, og eiga þeir atburðir vonandi engan sinn líka. En þar segir frá meðferð- inni á móður Sigfúsar, er hún ólétt með berklaveikum manni sínum er hrakin tvisvar yfir Atlantshafið, af því að yfirvöld i Reykjavík neita þeim um landgöngu, er þau koma frá Vesturheimi, þar eð þau eigi sveitfesti austur í Fellahreppi. Slik harð- ýðgi hefði ef til vill ekki þótt tiltökumál á liðnum öldum, en ótrúlegt má það þykja, að ráðamenn Reykjavikur skuli gerast sekir um slíkt á því herrans ári 1907. En gott er að sagan er skráð, svo að hún geymist fátækrastjórn Reykjavíkur og sveitaflutningunum til ævarandi smánar. Myndarlegt framlag Ari Gíslason: ÆVISKRÁR AKURNESINGA, I Akranesi 1982. Sögufélag Borgarfjarðar. Borgfirðingar eru ötulir við útgáfu ætt- fræði- og mannfræðirita. Út eru komin 6 bindi af Borgfirskum æviskrám, og það verk talið vera hálfnað, en í sambandi við það kemur nú út fyrsta bindi af æviskrám Akurnesinga, en þær eru áætlaðar 4 bindi. Þar eru taldir allir Akurnesingar, sem búið hafa þar fjögur ár eða lengur síðan 1930. Nær þetta bindi yfir Aage til Fróði. Hjón eru talin sitt í hvoru lagi og því oft langt milli þeirra í skránni, því að fylgt er staf- rofsröð. Ekki er unnt að hafa langt mál um hvern einstakan, en getið er foreldra námsferils, helstu starfa, bústaða fyrr og nú, fæðingarstaða og ára og dánardaga þeirra, sem látnir eru. Er þannig býsna- mikinn persónufróðleik að finna, þótt efninu sé þjappað saman. Myndir eru af um 800 manns. Frágangur er snotur og letur skýrt, og er það mikill kostur. Ekki er það á annarra færi en sérfróðra manna að dæma um, hvort skekkjur sé að finna. en í augum þeirra, sem fávísir eru í fræðunum er þetta álitleg bók og aðgengileg. Höf- undurinn Ari Gíslason er nú meðal af- kastamestu ættfræðinga landsins. Aftast í bindinu er myndaskrá og heimilda. Það er annars athyglisvert hversu mikið er prentað af bókum um ættfræði og æfi- skrám. Sýnir það ljósast áhuga almenn- ings á þessum efnum, og er gott til þess að vita. því að meðan svo er, verða ekki rofin tengsli kynslóðarinnar við fortíð og sögu þjóðarinnar. Æviskrár Akurnesingar eru myndarlegt framlag til þessara fræða. St. Sid — Haustfölvi og vorgrænka ... Framhald af bls. 234. mótum. Hinar hefðbundnu búgreinar standa ekki undir sér, og fækkun bú- fjár er engin lausn nema í bili, meðan leitað er að nýjum leiðum. Ein sú leið er aukin skógrækt. Auðvitað er hún ekki lausn sem fæst í skyndi, hún þarf áratugi til að koma að gagni, og eitt- hvað verður að finna sér til á meðan vér bíðum eftir því að í stað fjárbænda komi skógarbændur á landi voru, en að slíkt verði er engin ofurbjartsýni. Og víst er um það, að skógarbænd- urnir þurfa ekki að styðjast við út- flutningsuppbætur né ríkið að greiða afurðir þeirra niður, svo að lands- menn geti keypt þær. Og áreiðanlega hefði það breytt miklu í núverandi ástandi. ef einhverju broti af öllu því fjármagni, sem varið hefir verið til túnræktar og sáningar á öræfum í meira en hálfa öld hefði verið varið til skógræktar, annaðhvort heimilis- skóga á hverju býli eða félagsræktar heilla sveita. Þá værum vér nú að komast yfir á skógarbændastigið. En meðan beðið er eftir að skógurinn vaxi sem víðast, mættu ýmsir bændur afla sér nokkurra tekna með ræktun jólatrjáa, sem m.a. fengjust við grisjun ungskógarins. Vitanlega verða nytjaskógar ekki ræktaðir um allt land. Þar verður vafalítið um að ræða sérgrein þeirra héraða, sem best hafa skilyrðin. Þar er þegar Ijóst að Fljótsdalshérað er í far- arbroddi, og hreyfing er hafin meðal eyfirskra bænda í sömu átt. og síðan munu fleiri á eftir fara, sem búa við góð skilyrði. En er vér minnumst þeirra orðaskipta, sem farið hafa milli forsvarsmanna sauðkindarinnar ann- ars vegar og skógræktarmanna á hinu leitinu, þá er það skemmtileg tilhugs- un, að skógur eigi eftir að verða ein af meginstoðum landbúnaðarins, ef rétt er á haldið. Þá lifa sauðkindin og skógurinn í sátt og samlyndi, hvort í sínu umhverfi. Ég spái engu, en allar líkur þykja mér benda til þess, að þetta muni rætast á næstu öld. og það ef til vill fyrr en seinna. Sr. Std. 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.