Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Page 2

Heima er bezt - 01.07.1985, Page 2
„Ég áfellist engan, allra síst ungt fólk, þótt því sé ofarlega í huga að flýja land ...“ Flýjum ekki Flýjum ekki, flýjum ekki þetta land. Svo hóf síra Matthías eitt eggjana- kvæði sitt nokkru fyrir aldamótin síð- ustu, er landflóttinn til Ameríku var enn með fullum hraða, þótt tekið væri að rofa til eftir harðindin fyrir 1890, og straumurinn væri orðinn hægari en fyrr. Og er vér nú heilli öld síðar litum hlutlausum augum á landflóttann undir lok 19. aldar, vekur hann hvorki furðu né hneykslun. Mögnuð harðindi hrjáðu landið, atvinnufyrirtæki fá og smá og afkomumöguleikar víðast hvar nær engir. Sjávarútvegurinn var í bernsku sem atvinnugrein og sveitirn- ar svo hlaðnar fólki, að hvergi var jarðnæði að hafa og búin, sem fyrir voru, bættu ekki við sig fólki, og satt að segja var það lítill framavegur eða fjár að ráðast í vinnumennsku í sveit á þeim árum. Ofan á allt bættist illt stjórnarfar, allt um það, að stjórnar- skráin var fengin, og kom það við kaun margra. Fólkið átti naumast annars úrkosti en flýja landið og freista gæf- unnar á lítt numdum sléttum Norð- ur-Ameríku. En þegar síra Matthías orti kvæði sitt var vissulega að rofa til. „Það er að batna, böl að sjatna, bár- an enn þó knýi sand“, heldur hann áfram. Þessu gamla kvæði síra Matthíasar hefir hvað eftir annað skotið upp í hugann undanfarna daga og vikur, eftir að blöðin fluttu oss þær fregnir af skoðanakönnun meðal landsmanna, að nær 40 hundraðshlutar þeirra tjáðu sig fúsa til að yfirgefa landið, ef at- vinna væri fyrir hendi annars staðar, og furðu margir voru reiðubúnir til að fara, þótt þeir með því steyptu sér út í óvissuna. Eg áfellist engan, allra síst ungt fólk, þótt því sé ofarlega í huga að flýja land, útþráin, breytingagirnin hefir löngum verið ofarlega í hugum þjóðar vorrar, ef einhvern möguleika var að finna, allt frá því landnámsmennirnir flýðu úr Noregi sakir ofríkis Flaralds hárfagra, að því er sögur vorar herma, því að þeir þoldu ekki álögur þær, er konungur bauð og má vera, að þær hafi verið þeim of þungbærar í raun og sannleika. En ef til vill hefir þó fleira komið til, þar á meðal löngun í æfin- týri og að reyna hið óþekkta, sem alltaf er Iokkandi. Og nú á 20. öld flýja menn land vegna „kerfisins“, sem sí- fellt er tönnlast á, bæði í tíma og ótíma, að því er stundum virðist. Víst er kerfið gallað, og mest þó vegna þeirra, sem því stjórna, enda fer margt úrskeiðis í stjórnun og starfi. En er það lausn á vandræðunum að flýja frá þeim? Er ekki mannlegra að spyrna móti broddunum, ráðast af einhug gegn vandamálunum og breyta kerf- inu, eða að minnsta kosti sníða af því mestu agnúana, svo að það hvorki hefti athafnir né kæfi áhuga þeirra, sem vilja stríða og starfa? Þegar síra Matthías orti kvæði sitt, höfðu harðindi þjáð landsfólkið árum saman svo mjög, að hann, bjartsýnis- maðurinn rak upp neyðarópið „Vol- aða land“. Raunar eygði þorri fólks enga afkomumöguleika. Verkkunn- átta var hin sama og fyrir 1.000 árum og engin þau tæki, að ég ekki tali um þægindi, sem vér búum við daglega, í sjónmáli. Ar eftir ár hafði þjóðin staðið á mörkum hungursneyðar og mann- fellis. En það var að birta, og Matthías horfði spámannlegum augum til framtíðarinnar og heldur áfram: „Færin gefast, fólkið þiggur frelsi, þekking, dáð og völd“. Og getur nokkur andmælt því með rökum, að öld vor hefir fært oss allt þetta, sem sjáandinn síra Matthías eygði og dreymdi um og höfum vér ekki ástæðu til að ætla, að enn megi svo fara, þótt nú syrti í álinn? Vissulega blandast mér ekki hugur um, að við marga erfiðleika er að etja, til þess að vér náum oss aftur á það strik, sem orðið var á velgengnisárum. Að vísu var sú velgengni að nokkru leyti blekking. Vér kunnum oss ekki hóf, fórum hraðar en fært var, og ráðamennirnir blekktu almúgann með erlendu lánsfé. En allt um það skulum vér ekki æðrast. Vér höfum fengið tæki í hendurnar til að vinna með. Vér stöndum tæknilega og menningarlega séð jafnfætis hinum best menntu þjóðum, og vér eigum í landi voru ótal tækifæra oss til framdráttar. Aldrei á þeim 1100 árum, sem land vort hefir verið byggt, hefir þjóðin verið svo vel í stakk búin að mæta skakkaföllum. Það er vor eigin sök, ef vér látum enn ganga yfir oss ,,óöld“ sem áður í heiðni og kristni. Vér höfum, hvað sem hver segir traustan grunn til að standa á og reisa framtíð vora, ef vér einungis vilj- um taka höndum saman um átakið og ryðja bjarginu úr götunni. Ég ætla ekki að hætta mér út á þá braut að ræða einstök atriði þess, sem nú mæðir mest á oss. En ég hvgg að hver maður sjái að meginorsök allra vandræöanna er röng fjármálastefna, eða þó öllu heldur röng fjárfesting í óarðbærar framkvæmdir, þar sem flestar eru á höfuðborgarsvæðinu, svo að nærri lætur að landið sporðreisist. Það stýrir ekki góðri lukku að soga allt fjármagn, sem aflað er úti um landið 226 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.