Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.07.1985, Qupperneq 5
ÆSKA OG UPPRUNI Leiðir foreldra minna lágu saman í Alþingishúsinu. Móðir mín, Ólafía Guðmundsdóttir, var bóndadóttir frá Hörgs- holti í Hrunamannahreppi, Árnessýslu, en átti frá tólf ára aldri annað heimili hjá föðurbróður sínum, sem var um- sjónarmaður þinghússins. Hún stundaði nám í Kennara- skólanum um skeið en starfaði annars í Alþingishúsinu á vetrum, að sumrinu var hún heima í Hörgsholti á búi for- eldra sinna og í glöðum hópi 9 systkina. Ég hef ástæðu til að ætla að móðir mín hafi verið vel lesin og ljóðelsk, og hún var virk í félagslífi í höfuðstaðnum, einkum ungmennafé- lagshreyfingunni. Faðir minn, Einar Þorkelsson, var skrifstofustjóri Al- þingis. Hann fæddist að Borg á Mýrum en ólst upp að Staðarstað á Snæfellsnesi. Um tvítugt fór faðir minn að búa að Búðum á Snæfellsnesi, um skeið var hann við kennslu í Stykkishólmi og einnig verslunarstörf í Ólafsvík, en fluttist upp úr aldamótunum til Reykjavíkur. Tók hann þar að vinna við afskriftir á Þjóðskjalasafni hjá bróður sínum, dr. Jóni Þorkelssyni þjóðskjalaverði, og einnig í skrifstofu Al- þingis um þingtímann. Þegar skrifstofustjórastarfið var gert að föstu embætti hlaut hann skipun í það 1914. Foreldrar mínir giftust 1918, var hún þá 29 ára, en hann 51 árs og hafði verið tvígiftur, og tvískilinn, sem var óvenjulegt á þeim tíma. í fyrsta hjónabandi átti hann 3 dætur, og samtímis 2 utan hjónabands, en í öðru hjóna- bandi 3 dætur og einn son. Við erum hins vegar sex alsyst- kinin, svo alls átti faðir minn 15 börn. (Sjá nánar í œtt- frœðiyfirliti á bls. 237). Elsta barnabarn föður míns er Lúðvík Kristjánsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Kom hann ungur vestan úr Stykkishólmi til náms í Reykjavík og varð mjög hand- genginn afa sínum og okkur yngstu systkinunum, líkara því sem bróðir væri en systursonur. Heimili foreldra minna stóð fyrst í Alþingishúsinu og þangað komu með föður mínum tvö börn af öðru hjóna- bandi. Ragnheiður yngri og Hrafnkell. Hrafnkell varð stúdent 1923, aðeins 17 ára, og fór utan til náms í hagfræði í Þýskalandi og Austurríki. Hann var að ljúka undirbúningi doktorsvarnar, þegar hann veiktist af óðatæringu og lést í Vín, 4. nóv. 1927, harmdauði öllum er þekktu. Við vorum sex alsystkini og tvö þau elstu fæddust í þinghúsinu. árið 1920 Arnkell Jónas, sem er nýlátinn, og Áskell 1923. Um það leyti brast heilsa föðurokkar, hann lét af starfi og fluttist til Hafnarfjarðar með fjölskylduna, en þar mun hafa verið hagfelldara að búa þá. Eftirlaunin voru lág og svo fór barnahópurinn stækk- andi. Á haustdögum 1929 fæddist Þorkell, og lést móðir okkar meðan hún lá á sæng að honum. Stóð faðir okkar nú uppi 62ja ára með sex ung börn. Árin í Hafnarfirði voru á ýmsan hátt eftirminnileg, þrátt fyrir að efni væru tæp. Faðir okkar hafði fengið tóm til ritstarfa, sem hugur hans hafði staðið til, gefið sér góðan tíma til að spjalla við okkur yngstu börn sín og ganga með okkur úti í hlýlegu umhverfi Fjarðarins. Foreldrar Bjargar Ólafía Guðmundsdóttir. Einar Þorkelsson. í Hörgsholti í júní 1929 á gullbrúðkaupsdegi hjónanna þar Guðmundar Jónssonar og Katrínar Bjarnadóttur, móðurforeldra Bjargar og sitja þau fremst fyrir miðju. Kjartan Guðmundsson frá Hörgsholti tók myndina, hann var lengi starfandi Ijósmyndari í Vestmannaeyjum. Önnur frá hægri á myndinni er Ólafía Guðmundsdóttir með sonum sínum Áskeli og Arnkeli Jónasi. H V Heima er bezt 229

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.