Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 10
Kvenréttindafélag íslands varff 70 ára 27. janúar 1977 og efndi þann dag til fjölmenns opins fundar að Hótel Loftleiðum um skattamál hjóna. Stjórn og varastjórn hittist 2 dögum síðar á hádegisfundi að Hallveigarstöðum og er þessi mynd tekin þá. Talið frá vinstri Áslaug Friðriksdóttir, Guðrún Gísladóttir, Val- borg Bentsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Steinunn Finnboga- dóttir, Júlíana Signý Gunnarsdóttir, Björg Einarsdóttir, Helga Möller (aftar), Sólveig Ólafsdóttir, Póra Brynjólfsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, MargrétS. Einarsdóttir, Brynhildur Kjartansdóttir, Unnur Jóhannesdóttir og Lára Sigurbjörnsdóttir. efnum þjóðfélagsins og hafa til þess þekkingu og reynslu. Með sérframboðunum nú hafa konur raunverulega ýtt á hjá stjórnmálaflokkunum og þeir flokkar sem vilja halda velli geta ekki lengur sniðgengið konur á þann hátt sem gert hefur verið. SÖMU MISTÖKIN Þegar litið er til baka yfir þróunina á stöðu kvenna hér á landi verður sú hugsun áleitin að sömu mistökin hafi end- urtekið sig. Mikið er lagt undir til að ná áfanga, en því sem vinnst ekki fylgt eftir. Vil ég máli mínu til skýringar nefna þrjú dæmi: 1. Þegar íslenskar konur með stjórnarskrárbreytingu 19. júní 1915 fengu kosningarétt og kjörgengi öðluðust þær grundvallar-réttindi, sem þær hikuðu alltof lengi við að notfæra sér. Reynslan sýnir að réttur sem ekki er not- aður fellur öðrum til handa. Þau kvennasamtök sem þá unnu að réttarbótinni hefðu einnig þurft að skipuleggja fram í tímann hvernig nýfenginn réttur skyldi notaður. Málin gerast ekki af sjálfu sér og inntaki lagabókstafs þarf að fylgja eftir. 2. Lögin um jöfn laun karla og kvenna, sem voru samþykkt 1961 og tóku gildi í áföngum til 1967, hefðu þurft við- spyrnu frá konum þegar í stað. Þær hefðu markvisst þurft að dreifa sér á fleiri starfsgreinar og girða með því fyrir að störf væru kvennastörf eða karlastörf og hefðin en ekki rökin áfram allsráðandi við röðun í launaflokka. 3. Lögin um jafnan rétt kvenna og karla sem tóku gildi á árinu 1976, jafnréttislögin svokölluðu, kveða á um að aðstaða og tækifæri karla og kvenna skuli vera jöfn á öllum sviðum þjóðfélagsins, í skólakerfi, á vinnumark- aði, í fjölmiðlum o.s.frv. Jafnréttisráð skal framfylgja þeim lögum. Vegna fjársveltis hefur ráðið verið van- megnugt til að raungera hin fögru fyrirheit sem lögin veita og líta svo fallega út á pappírnum. Fyrstu 3-4 árin sem Jafnréttisráð starfaði sat ég flesta fundi þess, fyrst sem varamaður BSRB og síðan sem formaður Ráðgjaf- arnefndar ráðsins. Oft fannst mér starfið meiningar- leysa, þar eða skortur á nauðsynlegu starfsfé sýndi að hugur fylgdi ekki máli hjá stjórnvöldum. Ég hef ekki drepið á þessi þrjú atriði hér til að ásaka hlutaðeigandi, heldur til að skoða atburði í ljósi reynsl- unnar og ef unnt er draga lærdóm af þeim, auðveldast er að vera vitur eftir á. Og til úrbóta horfir. Jafnréttislögin hafa verið endurskoðuð og afgreidd á ný frá Alþingi 19. júní 1985. Meðal nýmæla í lögunum er að framkvæmdaáætl- anir skuli gerðar fram í tímann til að flýta því að markmiðið „jöfn staða kvenna og karla“ náist. Annað nýmæli í þessum lögum, forréttindi kvenna á vissum sviðum, tel ég var- hugavert og mætti rita um það lengra mál en hér er rúm fyrir nú. LEIÐIN TIL JAFNRÉTTIS Af atburðum hér á landi á Kvennaárinu 1975 ber hæst Kvennafríið svokallaða. Beint tilefni þess var eftirfarandi tillaga: „Kvennaráðstefnan haldin 20. og 21. júní 1975, skorar á konur að taka sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október næstkomandi til að sýna fram á ntikilvægi vinnuframlags síns.“ Var ég í hópi 8 flutnings- manna tillögunnar og síðar oddamaður 10 manna fram- kvæmdanefndar um Kvennafrí. Kvennafríið var allsherj- arátak íslenskra kvenna til að hrekja þá goðsögn að hlutur þeirra í samfélaginu skipti litlu. Kvennafríið sannaði óvéfengjanlega að þjóðfélagið er óstarfhæft án þátttöku 234 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.