Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Síða 12

Heima er bezt - 01.07.1985, Síða 12
Aff Einarsnesi 4 ídesember 1984, Björg og Harald með barnabörnum sínum. Talið frá vinstri Ólafía Agústsdóttir (1982), Björg Einars- dóttir, Kristín Guðmundsdóttir (1983), Haraldur Guðmundsson (1979), Harald Guðmundsson, Ólafía Ágústsdóttir (1982) og Arn- grímur Einarsson. Ljósmyndari: Jóhannes Long. Einar Hrafnkell Haraldsson vorið 1980. Guffmundur Ingi Haraldsson 1985. ATHUGASEMDIR: 1) Einar Þorkelsson, faðir Bjargar, var annars vegar skaftfellskur að ætt og hins vegar breiðfirskur. Hann fæddist á Borg á Mýrum en fluttist 8 ára gamall, árið 1875, með foreldrum sínum að Staðarstað á Snæfellsnesi. Var hann lang- yngstur af 17 börnum þeirra, en þau 9 sem upp komust náðu flest háum aldri. Eftir fermingu var Einar tvo vetur í lærðaskólanum í Reykjavík, en nam síðan hjá föður sínum, sem var stúdent úr Bessastaðaskóla og hafði samhliða prest- skap skólapilta í læri. í fyrsta hjónabandi sínu átti Einar 3 dætur, Svövu, Þórheiði og Laufeyju, sem allar giftust og bjuggu lengst á Snæfellsnesi. Samhliða varð honum tveggja dætra auðið, Súsönnu er lengst bjó í Stykkishólmi og Áslaugar sem á unga aldri fluttist til Vesturheims. Elsta barnabarn Einars Þorkelssonar, sonur Súsönnu, er Lúðvík Kristjánsson, sagnfræðingur og rithöfundur, fædd- ur1911. í öðru hjónabandi eignaðist Einar 4 börn, Hrefnu, Ragnheiði, Þorkötlu og Hrafnkel. Þær systur giftust allar og stóðu heimili þeirra lengst í Reykjavík. Ragnheiður Þorkatla er eina hálfsystkini Bjargar Einarsdóttur sem enn er á lífi. Eftir að Einar lét af störfum sem skrifstofustjóri Alþingis komu frá hans hendi 3 bækur, einkum dýrasögur: Ferfætlingar 1926, Hagalagðar 1927 og Minningar 1928. Einnig reit hann í Dýraverndarann og ritstýrði honum um skeið. Um hinn mikla ættboga í föðurætt Bjargar má lesa í bókinni ,,Ættir Síðupr- esta“ eftirsr. Björn Magnússon. 2) Séra Þorkell Eyjólfsson, föðurafi Bjargar, var prestur á Ásum í Skaftár- tungu, Borg á Mýrum og á Staðarstað á Snæfellsnesi. Guðrún móðir hans var dóttir séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá. 3) Föðuramma Bjargar, Ragnheiður Páisdóttir, var dóttir sr. Páls Páls- sonar, prests í Hörgsdal á Síðu og Matthildar Teitsdóttur af reykvískum ættum. Ragnheiöur Pálsdóttir dvaldist langtímum saman hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur föðurömmu sinni að Vatnsenda við Elliðavatn. sem fædd varum 1766ogdáin 1840. 4) Jónas Jónsson, afabróðir Bjargar í móðurætt, var umsjónarmaður Al- þingishússins og þekktur undir höfundarheitinu ,,Plausor“. Kona hans var Kristín H. Hansen. Eftir að þau hjón misstu einkadóttur sína átti móðir Bjargar, Ólafía Guðmundsdóttir, annað heimili sitt hjá þeim frá 12 ára aldri. 236 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.