Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Page 34

Heima er bezt - 01.07.1985, Page 34
_________HELGI HALLGRÍMSSON______ ÞÆTTIR UM ÞJÓÐTRÚARFRÆÐI - VII Búálfar ,, Sérhann œ alltábœ alltsem misferst bætir. “ (Norskt kvæði). A síðustu áratugum hafa ýmsir þóst verða varir við einkennilegar, smá- vaxnar mannverur, ellilegar í útliti, en oft skrautlega klæddar, sem halda til í húsum eða trjágörðum. Hafaþær ver- ið kallaðar búálfar. Þetta nafnorð finnst ekki í orðabók Sigfúsar Blöndals, sem bendir til að það hafi orðið til eftir 1920, eða a.m.k. ekki fyrr verið komið í almenna notkun. Ékki finnst orðið heldur í hinum ýt- arlegu atriðisorðaskrám við Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Þjóðsögur Olafs Davíðssonar eða safnritið Grímu. Líklega er orðið búálfur fyrst komið fram sem þýðing á nöfnunum tomte og nisse frá löndum Skandinavíu. en það eru algengir húsálfar eða dvergar á þeim slóðum, og virðast að flestu leyti samsvara okkar búálfum. Sigfús Sigfússon hefur fáeinar sögur um ,,nissa“ í skipum í þjóðsagnasafni sínu (3. bindi, bls. 294-300, Seyð- isfirði 1925), en flokkar þá með draugum, og segir að menn skilji ekki milli þeirra og skipsdrauga. Honum er þó vel kunnug nissatrúin erlendis, því hann segir: „Nissi er sagður dvergálfur í útlendri trú. Hann er líka vitur og fagur, og minnir um sumt á ljósálfa, og er ólíkur venjulegum draugum. Góðgjarn er hann en þó glettinn og hrekkjóttur. Hann erlágurvexti, einkumfótlágur, sem dvergareru ætíð.“ Ekkert bendir til, að Sigfús hafi þekkt neinar sagnir af búálfum frá Austurlandi, eða úr öðrum landshlutum, þó þeirra hefði verið að vænta einkum í kaupstöðum, þar sem Norðmenn og Danir bjuggu. Vöntun búálfasagna frá eldri tíð hérlendis er lítt skiljan- leg, nema ef þeim hefur verið ruglað saman við einhverjar aðrar þjóðsagnaverur. Koma þá til greina þrír flokkar, þ.e. dvergar, mórar og skottur og jólasveinar. Mórar og skottur voru yfirleitt taldar með draugum eða fylgjum, því þau fylgdu yfirleitt ákveðnum bæjum eða ættum. og birtust á undan gestakomum, en ekki mun slíkt háttalag vera þekkt meðal nissa eða búálfa. Hins vegar er Búálfur mjólkar kú. - Skýringarmynd úr hinni glœsilegu bók,, Líf og starf búálfanna“ (Leven en werken van de Kabouter) sem getið er í greininni. þessum verum oft lýst ekki ósvipað ogbúálfum, en þó voru þær miklum mun verri að innræti, enda gerðu þær mönnum margaskráveifu. Jólasveinar eru heldur illa skilgreindir í íslenzkri þjóðtrú. ogsöguraf þeim afarmisjafnar. Þeim eroftast lýst sem heldur illgjörnum og ófrýnilegum verum, enda gjarn- an taldir í ætt við Grýlu. Virðast þeir því fremur samsvara því sem kallað er tröll (trold) í Noregi, heldur en búálfum eðanissum. Af dvergum fara fáar sögur hérlendis, en þeir virðast nær eingöngu hafa búið í steinum og klettum eins og huldufólk, en að stærð og útliti svipar þeim til búálfa. í Norðurdal í Fljótsdal eystra, er gamalt eyðibýli, sem kallast Dvergabýli, milli bæjanna Hóls og Valþjófsstaðar, en þar eru nú beitarhús frá Hóli. Par hafa menn þózt verða varir við litlar mannverur, og fundið minjar um þær. Sagt er að þar hafi í fyrndinni búið tveir dvergar. (Sigfús Sigfús- son: Þjóðsögur, IV, 167). Þetta gæti bent til þess, að þarna hefðu menn orðið varir við búálfa, þegar býlið var fallið í eyði. Þá má geta þess að á Sellátrum í Eskifjarðarhreppi eystra, eru „búálfasteinar tveir, sinn hvorum megin bæjar- lækjar, bústaðir karlsog kerlu“, einsogsegirílýsingu jarð- arinnar í bókinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 3. bindi, bls. III. Ekki er Ijóst hvort steinarnir heita Búálfasteinar, eða eru taldir bústaðir þeirra. Ættu það þá fremur að vera dvergaren búálfar. 258 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.