Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.07.1985, Qupperneq 39
VICTOR RYDBERG Búálfurinn s Pýðing: Magnús Asgeirsson (,,Ljóðfráýmsumlöndum“, Rvík 1946). Köld er hin þögla þorranótt. Þúsundir stjarna brenna. Allir í bóndabænum rótt blunda um tíma þenna. Máninn um hljóða líður leið, Ljómar snærinn á hverjum meið, blikar á bæjarþaki. Búálfur aleinn vakir. Hímir hann grár við hlöðudyr hvíta við mjallargljána, mænir sem ótal árin fyr upp til hins skæra mána, skimar um dökkan skuggahring, skógareikanna varðfylking, glímir við gátu eina, getur ei úrlausn neina. Hristir hann koll og hendi fer hóglega um skegg og enni. , ,Nei, sú gáta mér ofraun er, ekki botna eg í henni' ‘ — víkur síðan að venju á bug vandaspurningum sér úr hug, sínu hann fer að sinna, sýsla og gagn að vinna. Skyggnist hann inn í skemmu og fjós, skrárnar hann ekki baga, kýrnar minnast við mánans ljós margþráðra sumardaga. Búinn að gleyma beizli og taum Blakkur á líkan sæludraum: angar nú í hans stalli iðjagrænn töðusalli. Lítur hann inn um lambhússkjá, lömbin og ærnar sofa, hanann sér hann á hæstu rá hreykinn í sínum kofa. Snati liggur á letihlið, lítið eitt rumskar þruskið við, álfinn sinn óðar kennir, augum til vinar rennir. Búálfur trítlar hljótt og hægt húsbændur sína að líta, lengi hann vissi, að þarft og þægt þeim var hans iðju að nýta, tánum sem léttast læðist á, lítur á börnin hýr og smá, sofandi sætt á beði: sú er hans mesta gleði. Svo hafði hann litið sérhvern þar sofinn við draumagaman hvíla í bernsku — en hvaðan bar hingað þá alla saman? Kynslóðir runnu skapa skeið, skunduðu burt — en hvaða leið? Gátan hans gamla vaknar, gátan, sem úr ei raknar. Búálfur heldur heim á stjá, hlöðuna inn í snýr hann, þar uppi á lofti í horni hjá hreiðri svölunnar býr hann, nú er svölunnar setur autt, sumars bíður það gleðisnautt, þá hverfur hún til baka heim ásamt prúðum maka. Þá mun hún kvaka allt og eitt um hina löngu vegu, en þó ekki neitt, sem geti greitt gátuna furðulegu. Reikar í gegnum glufu á vegg geisli bleikur um álfsins skegg, hýjungur ljómar hvítur, heilann álfurinn brýtur. Kyrrt er um skóg og víðan völl, veturinn svæfir hljóðin, handan við kveða fossaföll fjarlægan niðaróðinn. Hlustar álfur í hálfum draum, hyggur þar niða tímans straum, — hvert mun sá straumur halda? hvað mun upptökum valda? Köld er hin þögla þorranótt. Þúsundir stjarna brenna. Alhr í bænum blunda rótt. Bráðum mun dagur renna. Máninn á hljóðri lækkar leið, ljómar snærinn á hverjum meið, blikar á bæjarþaki. Búálfur aleinn vakir. Heima er bezt 263

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.