Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Qupperneq 40

Heima er bezt - 01.07.1985, Qupperneq 40
JÓN KR. GUÐMUNDSSON Skáldstöðum í Reykhólasveit Þáttur af Þórði í Börmum og œttmönnum hans Hér segir fráýmsum persónum í Reykhóla- sveit í A.-Barðastrand- arsýslu og er rakinn þráðurinn frá 18. öld. Þórður Ólafsson í Börmum bjó þar 1885- 1937. Sagan af œtt- mönnum hans lýsir m.a. viðskiptum við óblíða náttúru. En hugur fólksins þaðan hvarflar ekki síður til þeirrar ánœgju, „þegar sólin gyllir voga og sund og vorið heldur innreið sína við Breiðafjörð“. Árið 1884 voru í húsmennsku á Reykhólum hjónin Þórður Ólafsson og Ingibjörg Einarsdóttir (f. 1846, d. 1926) Þau áttu þá tvö börn, Lárus og Þórdísi. Síðar bættust við tvær dætur, Sigurlína og Ólafía. Þórður var ætt- Barmar endurgerðir: Torfbœrinn gamli á Börmum var endurgerður á árunum 1971-1974. Voru þar að verki eigendurnir, hjónin Ingibjörg Arnadóttir, hjúkrunar- fræðingur, ritstjóri Tímarits hjúkr- unarfrœðinga, og Jón Ólafsson hús- gagnaarkitekt. Nutu þau ráðlegginga og samvinnu fullorðinna manna úr nágrenninu, enda segir Jón það nauðsynlegt við alla efnisöflun ogfag- vinnu. Jón og Ingibjörg settu sér það mark að Ijúka endurgerðinni fyrir árslok þjóðhátíðarárið 1974 og planta einu tré fyrir hvert ár Islandsbyggðar. Hvort tveggja tókst og vekur nú óskipta athygli og aðdáun allra ferða- manna sem leið eiga um Reykhóla- sveitina. aður sunnan úr Dölum, fæddur í Hlíðartúni í Sökkólfsdal 21. júní 1856. Foreldrar hans voru þau hjónin Ólaf- ur Þórðarson og Þórlaug Þorgríms- dóttir, sem þar bjuggu þá. Ættfeður Þórðar bjuggu í syðstu hreppum Dalasýslu. Og skal nú nokkuð sagt frá þeim. Þórður á Bugðustöðum Fyrst er þá að nefna Þórð á Bugðu- stöðum í Hörðudal, langafa Þórðar í Börmum. í ættartölu sem Þórður í Börmum tók saman, telur hann Þórð langafa sinn vera Þórðarson Guð- mundssonar á Bugðustöðum í Hörðudal. En í Dalamönnum sr. Jóns Guðnasonar er hann sagður sonur Torfa Þorleifssonar á Ketilsstöðum. Veit ég eigi hvað er réttara í því efni. Þórður á Bugðustöðum var fæddur um 1746, dáinn 21. apríl 1800. Hann var giftur Vilborgu Þórðardóttir frá Valshamri á Skógarströnd. Börn þeirra voru: Þórður bóndi í Hlíðar- túni, Ragnhildur dó ógift, Guðrún er átti Magnús Magnússon á Þrándar- stöðum, Jón á Erpsstöðum. Sonur Þórðar með Ólöfu Ketilsdóttur frá Hofsstöðum í Helgafellssveit var Jón í Rifgirðingum. Þórður bjó lengi á Seljum í Helgafellssveit, síðan á Bugðustöðum. Það var árið 1800 að Þórður var við sjóróðra úti í Staðarsveit á Snæfells- nesi. Þá um sumarmálin gerði mikið norðan áhlaupsveður. Þá voru allir Staðsveitungar á sjó. í því veðri fórust tveir áttæringar og einn sexæringur og voru á þeim bátum 22 menn, flestir úr Dölum og urðu þá 15 konur ekkjur, þar af 9 í Dölum, 8 í Hörðudal. f gömlu ljóðabréfi frá þessum tíma er eftirfarandi: vísa. Hörðudalur heita má, harmasalur núna. Tíu halir féllu frá fiskibalinn geymir þá. Meðal þeirra er fórust var Þórður bóndi á Bugðustöðum. Hann var af- armenni að burðum. Hvílíkt mannval var á skipi því er hann fórst af, má af því sjá, að þegar skipið rak voru keipar allir upprónir. Jón í Rifgirðingum Jón Þórðarson í Rifgirðingum var þrekmenni mikið. Eitt sinn bjargaði hann 13 manns af báti, sem hafði kollsiglt sig. Við björgunina með Jóni 264 Heima er bezt voru 2 kvenmenn. Var sú björgun talin hið mesta þrekvirki. Jón var stór maður vexti og hefur Þórður í Börm- um það eftir föður sínum, Ólafi Þórðarsyni í Hlíðartúni, að hann hefði séð Jón eitt sinn, er hann var kominn á níræðisaldur og sagðist hann aldrei hafa séð jafnstórar og þreklegar hendur á manni. Einnig sagði Ólafur, að einhverju sinni hafi þeim borið eitthvað á milli, Oddi Hjaltalín lækni í Stykkishólmi og Jóni. Oddur var þá drukkinn eins og oftar. Barði hann Jón með staf sínum. Tók Jón til hans og varpaði honum til jarðar og lét hné fylgja kviði. Komu þá menn að og heyrðu Odd segja: „Þetta var mér mátulegt, því ég hef margan saklaus- an barið.“ Friörik Jónsson Jón í Rifgirðingum átti son er Friðrik hét. Hann átti fyrir konu Frúgiti, dóttur sr. Gísla Ölafssonar prests í Sauðlauksdal. Það er sagt að Friðrik hafi eitt sinn verið á ferð með konu sinni um vetur. Gerði þá svo mikla stórhríð, að þau villtust og grófu sig í fönn. Þrengdi þá svo að þeim kuldi og vosbúð, að kona Friðriks lést þar í skaflinum hjá honum. Fór hann þá á brott til að reyna að forða lífi sínu. Villtist hann þá aftur. Hét hann því þá, að ef hann fyndi lík konu sinnar aftur, þá skyldi hann ekki yfirgefa það. Og sagði Friðrik frá síðar, að eftir að hann hafi heitið því, hafi hann fundið líkið, að litlum tíma liðnum. Sagðist hann þá hafa lagst niður hjá líkinu og sofnað, rétt eins og þá er hann svaf hjá konu sinni lifandi og liðið mjög vel. Skömmu seinna fór veður að batna og komst Friðrik þá til byggða. Ólafur Þórðarson ferst með fjölskyldu sinni í skriðuhlaupi Þórður Þórðarson fæddur 1788, sonur Þórðar á Bugðustöðum, bjó í Hlíðar- túni frá 1831-1849. Þegar hann var á sextugsaldri lá hann svo sólarhringum skipti úti á Bröttubrekku og hrapaði þar í gil eitt mikið með hest, en komst eftir það til byggða. Kól hann til skemmda bæði á tám og fingrum, Hann dó í Hlíðartúni 31. ágúst 1855. Sonur hans var Ólafur, fæddur 10. febr. 1825. Bjó hann í Hlíðartúni frá 1849-1884. Fyrri kona hans var Þór- laug Þorgrímsdóttir frá Skarði í Haukadal. Hún dó 22. júlí 1873, 52ja ára. Börn þeirra voru: Þórður síðar bóndi í Börmum í Reykhólasveit, Kristín og Sigurður. Dóttir Ólafs, með Ingibjörgu Steingrímsdóttur frá Ytra-Skógskoti, hét Sigríður. Síðari kona hans var Sesselja Jónsdóttir frá Gröf í Miðdölum. Þau áttu ekki börn saman. Haustið 1884 í nóvember gekk yfir Suður- og Vesturland illviðri mikið, rok og rigning. Verst var veðrið 14.-15. nóvember. Það var seinni part dags 14. nóvember, að gest bar að garði í Hlíðartúni í Sökkólfsdal, Jónas Jónasson að nafni. Hann var að koma sunnan úr Reykjavík að lokinni betr- unarhúsvist. Ferð hans var heitið vestur á Skarðsströnd. Baðst hann gistingar í Hlíðartúni þessa örlagaríku nótt. Þegar kvölda tók, safnaðist heimilisfólkið allt saman í baðstof- unni, 6 manns, og hlýddu á gestinn segja fréttir og frá ýmsum atvikum, er hann hafði komist í kynni við hið syðra. Þegar leið að fjósatíma fór Ólafur bóndi til að gefa kúnum og var hann að loka baðstofuhurðinni, þegar ósköpin dundu yfir: Skriða féll á bæ- inn. Talið var að látist hefðu strax Ólafur bóndi ásamt þremur börnum sínum: Sigurði 24ra ára, Kristínu 26 ára, Sigríði 10 ára, og svo gesturinn Jónas Jónasson. Sesselja kona Ólafs lifði af skriðuhlaupið en dó 17. nóv- | ember. Margrét Jónsdóttir, dóttir Heima er bezt 265

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.