Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 42

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 42
Sesselju af fyrra hjónabandi hennar, var eina manneskjan, sem lifði af þetta stórslys. Hún lifði í mörg ár, en varð aldrei söm eftir þennan atburð. Tveir dagar liðu frá því að skriðan féll þar til mann bar að rústunum í Hlíðartúni. Sá, sem fyrstur kom, var ferðamaður, Samúel Jósúasson að nafni (frá Bæ?) Fann hann skepnurn- ar málþola í húsunum, þær hafði ekki sakað í skriðuhlaupinu. En bærinn var þannig útlits, að frambærinn stóð uppi, en baðstofan var gjörfallin og varð Samúel ekki var við, að þar væri neinn maður á lífi. Flýtti hann sér til næsta bæjar til að safna liði til að grafa í rústirnar. Brugðu menn fljótt við og gekk nokkuð vel að ná fólkinu út úr rústunum. Eins og fyrr segir voru 5 dánir en Sesselja var aðeins með lífsmarki, lést hún daginn eftir 17. nóvember. Strax og búið var að ná fólkinu úr rústunum var sent af stað með bréf til Þórðar Ólafssonar vestur að Reyk- hólum. Bjó hann sig þegar til ferðar suður í Dali. Með honum fór Bjarni Þórðarson bóndi á Reykhólum. Bréf- ið eða boðin voru það lengi á leiðinni, að þó að þeir Þórður og Bjarni byggu sig strax til ferðar er þau komu, þá náðu þeir ekki á leiðarenda fyrr en síðla dags 25. nóvember. En þann dag voru öll líkin greftruð á Sauðafelli og þegar fólkið var rétt nýfarið frá jarð- arförinni, þá riðu þeir Þórður og Bjarni í hlað á Sauðafelli. Þórður Ólafsson í Börmum og fjölskylda hans Þórður dvaldi eitthvað í Dölum til að ráðstafa eignum og fénaði. En vestur að Reykhólum var hann kominn fyrir jól. Var hann á Reykhólum til vorsins, en þá flutti hann að Börmum og bjó þar æ síðan. Kona Þórðar, Ingibjörg Einarsdóttir, var frá Klukkufelli í Reykhólasveit. Hún var áður heit- bundin manni þeim er Sigurður hét Vermundsson, ættuðum undan Jökli. Hann drukknaði um 1876. Sonur þeirra var Júlíus Sigurðsson bóndi og skáld á Litlanesi í Múlasveit. Hann ólst upp á Höllustöðum. Þau Þórður og Ingibjörg eignuðust fjögur börn: Lárus, Þórdísi, Sigurlínu og Ólafíu. Þórður í Börmum var hagorður vel, orti hann sveitarrímu og fjölda lausa- vísna, sem flestar munu nú vera gleymdar. Einnig hafði hann áhuga fyrir sagnafróðleik og ættfræði. Ég hef grun um það, að öll börn hans hafi verið dável hagorð. Þó var Lárus fremstur í þeirri grein. Hann var skáld gott. Hann fór í skóla og stundaði barnafarkennslu um árabil. Árið 1973 kom út eftir hann smá Ijóðakver, en varla mun það vera nema lítið brot af því, sem hann orti, ljóð hans eru lát- laus og hugljúf og gott lesefni. Þórður var enginn framkvæmda- bóndi talinn, enda voru Barmar lítil jörð, hálfgert kot, en þó að búið væri lítið í Börmum komst hann alltaf sæmilega af. í sveitarrímu sinni, sem hann orti árið 1892 segir hann svo um búskap sinn í Börmum. Þannig tjáist Þórði frá: Þrifnað háan kefur — Börmum á — í basli — sá búið smáa hefur. Gauti tjörgu geðjast kann — greiða fjörg í sinni — Ingibjörg, þó oft með sann efna hörgul finni. Ólafur Þoriáksson, síðasti ábúandi í Börmum Konu sína missti Þórður árið 1926. Eftir það bjó hann áfram með börn- um sínum. Lárus sonur hans lést 1931, hann hafði átt við vanheilsu að stríða í mörg ár. Nú tók Þórður að eldast og þá sá hann fram á það, að dætur hans tvær, Þórdís og Ólafía, er voru eftir heima, yrðu að hrekjast í burtu frá Börmum er hann hætti að geta unnið. Þá réði hann til sín mann á miðjum aldri, Ólaf Þorláksson að nafni. Ólaf- ur tók við búsforráðum í Börmum að Þórði látnum 1937. Hann var á marg- an hátt sérstæður maður, talaði hátt og hafði óskýran framburð, tæpti á orðunum, svo oft var illt að komast að því er hann vildi segja. Einnig virtist hann stundum vera í vandræðum með að finna réttu orðin yfir það, sem hann vildi segja. Þetta varð til þess að sumir töldu hann vera hálfgerðan kjána. En það var alrangt, því Ólafur var allvel greindur og kunni frá ýmsu að segja og aldrei lagði hann illt til nokkurs manns. Og allir, sem hann þekktu, töldu og vissu að hann var heiðursmaður, sem vildi ekki vita vamm sitt í neinu. Hann var með- hjálpari í Reykhólakirkju um langt árabil (40 ár?) og rækti hann það starf með prýði. Og þótti honum miður er langt leið á milli guðsþjónustu hjá klerkum, einnig kunni hann því illa ef þeir, sem áttu stutt að fara, kæmu ekki venjulega til kirkju. í Reykhólakirkju hangir nú mynd af Ólafi til minja um þetta starf hans. Ólafur bjó í Börmum á meðan þrek og heilsa hans endist. Banamein hans var krabbamein og varð hann að dvelja síðustu mánuðina á sjúkrahúsi á Akranesi. Þar dó hann vorið 1967. Var útför hans gerð í Reykjavík, flutti sóknarprestur hans sr. Þórarinn Þór við það tækifæri mjög fagra minning- arræðu og var hún með síðustu útfar- arræðum, sem komu í ríkisútvarpinu. Hlustuðu margir á hana. Ég tel það vera mikla afturför að ekki skuli vera enn útvarpað frá slíkum athöfnum. Þær stilltu oft hugi fólksins saman á örlagastundum. Þegar Ólafur dó þá fóru Barmar í eyði. Systurnar tvær, Þórdís og Ólafía, hfðu Ólaf. Þær voru orðnar aldnar að árum. Þórdís lærbrotnaði heima í Börmum og varð að fara á sjúkrahús í Reykjavík og átti hún ekki aftur- kvæmt heim í sveitina sína. Ólafía fór suður vorið 1967, hún dvaldi á Elli- heimilinu Grund síðustu ár sín. Hún lést í mars 1976. Eflaust hefur hugur þeirra systra leitað oft heim á bernskustöðvarnar, þar sem Barmar biðu einir í auðnarró og aldan ljóðaði hljóðlát við fjörusteinana er æðurinn hugði til hreiðurgerðar í Barmalönd- um og Miðhúsaeyjum, þegar sólin gyllti voga og sund og vorið hélt inn- reið sína við Breiðafjörð. Jón Kr. Guðmundsson skráði. Helstu heimildir: Ættartala e. Þórð í Börmum. Skriðuföll og snjóflóð e. Ólaf Jónsson. Breiðfirskir sjómenn e. Jens Hermanns- son. Sagnir af Snæfellsnesi e. Oscar Clausen. Dalamenn e. sr. Jón Guðnason, o.fl. 266 Heimaerbezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.