Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Síða 43

Heima er bezt - 01.07.1985, Síða 43
Loks legg ég í það stórræði að efna loforð mitt við þig: að senda þér nokkrar línur, þ.e. sendibréf sem svo var kallað hér áður fyrr, er fólk skrifaðist á til að fregna hvað af öðru eða að blanda geði hvort við annað, jafnvel þó engin sér- stök tíðindi væri að færa, heldur aðeins minnast hvað við annað. Fylgdi þessu viss „stemning“ eða hugblær beggja aðila, skrifarans og þess er á móti tók. Nú í seinni tíð hefur þetta breyst sem annað í þjóðlífinu, með bættum sam- göngum og auðveldari samfundum fólks almennt, svo og símaþjónustunni. Eigi að síður var þessi sendibréfaaðferð stórmerkur tengiliður milli vina og vandamanna og athyglisverður um háttu þjóðarinnar hér áður og vafalaust margt þessara bréfa ekki ómerkari ritsmíðar en ýmislegt það, sem á þrykk gengur nú til dags. Ekki er þó svo að skilja að ég stundaði eða þjálfaði mig mikið í sendibréfaskriftum, ekki einu sinni á þeim árum ævinnar, sem margan langar að „lifa til að skrifa“, enda fór það furðu fljótlega svo fyrir mér, að ég varð að „skrifa til að lifa.“ Það gerði minn lífsvettvangur. Þó neita ég því ekki, að oft stalst ég til þess að hripa niður alls konar hugdettur í sambandi við ýmsar dægurflugur, sem flögruðu um á veg- ferð minni, sem þá var bundið við einstaka menn og mál- efni og hverfur í gleymskunnar djúp með höfundi þeirra, þ.e. mér. Já, nú veiti ég því athygli, þegar ég er kominn niður úr fyrstu síðu bréfsefnisins, að ég er þegar í laglegri klípu: ekkert bréfsefni komið, bara tómur formáli og málaleng- ingar; hvað mun þá verða um bréfið sjálft? Já, af mér og mínum högum er allt gott að frétta, miðað við aldur minn og kringumstæður. Er heilsugóður, þar með talin svipuð sjón og verið hefur nú í seinni tíð. Er það mikil Sendibréf tíj Trausta Kristjánssonar á Blönduósi bjarni Ó. frímannsson frá Efrimýrum, A-Hun._____ Bjarni Ó. Frímannsson er tæplega ní- ræður heiðursmaður í Keflavík. Hann bjó 51 ár á Efrimýrum í Engihlíðar- hreppi, A-Hún. og er víðkunnur fyrir mikil afskipti af félagsmálum og op- inber störf, var m.a. símstöðvarstjóri í 43 ár. Trausti Kristjánsson á Blönduósi ólst upp hjá Bjarna og konu hans Ragnhildi Þórarinsdóttur frá 5 ára aldri, en fyrir nokkrum árum bað hann fóstra sinn að rita sér dálítið sendibréf. Langaði hann að fræðast um hagi Bjarna fyrir kynni þeirra og upphaf hjúskapar og búskapar. Heima er bezt fékk síðan leyfi til að birta bréfið í heild, enda er það skemmtileg heim- ild. Bjarni var forsíðumaður Heima er bezt í september 1977 FYRRI HLUTI Heima er bezl 267

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.