Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 49

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 49
„Ég fékk arf?“ sagði hún. „Áttu kannski húsið, þar sem ég tók þig í morgun?“ „Já. Reyndar á ég það, það er að segja, ég átti ekki neðri hæðina, en keypti hana, þegar fólkið, sem var þar, flutti burt,“ „Nú. þú ert milljóneri, manneskja. Hvað þarftu að vera að vinna eins og skepna, ha?“ Hún vissi ekki, hvernig átti að taka þessu, hvort hún átti heldur að reiðast eða hlæja. „Auðvitað er eignin sjálf nokkurs virði, en hún er ekki lausir peningar, sem hægt er að taka af til daglegra þarfa.“ „Ekki býrðu ein í öllu þessu plássi. Þú hlýtur að leigja eitthvað út.“ „Já, ég leigi neðri hæðina. Bý sjálf á miðhæð.“ „Nú, en uppi í risinu. Þar hlýtur að vera talsvert pláss. Þetta er með svo bröttu þaki, og að minnsta kosti tveir kvistir.“ „Já. Það eru þrjú herbergi uppi, sitt á hvorum kvisti, og ruslakompa eftir endilöngu. Ég hef leigt sjómanni annað herbergið, þegar hann er í landi, sem sjaldan er.“ „Bölvaðir sjóarastertar. Ég skil varla, að þeir borgi nokkra leigu.“ „Ég hef ekkert undan því að kvarta. Hann hefur greitt eins og um var samið,“ ansaði hún, og það var þykkja í röddinni. „Uss. svo eru þetta kvennabósar og ribbaldar. Láttu mig um að þekkja þá.“ „Ég efast um, að þú hefir nokkru sinni komist í kynni við sannan sjóara. Þeir eru misjafnir, eins og allir aðrir, en sjómaðurinn minn er reglulega indæll piltur." „Jæja. Hvernig fer nú um hann, þegar þú ert farinn?“ spurði bílstjórinn og brosti. „Hafðu engar áhyggjur,“ ansaði hún snúðugt og stóð upp frá hálfum kaffibollanum. „Nei, heyrðu. Ég meinti ekki svona... Hún gekk að afgreiðslunni og keypti sér sígarettur, en fór svo út. Geðvonskutota. Hann þekkti þær svo sem, þessar gæsir, en það var eitthvað sérstakt, sem einkenndi hana. Erfitt að átta sig á henni. Samt hafði hann verið að reyna. Hún skyldi svo aldeilis fá að heyra það á eftir. „Reikninginn?“ Konan í sölunni nefndi upphæð. „Heyrðu. Þetta var kaffi fyrir tvo.“ „Fyrir tvo. Já, ég veit það. En hún borgaði sitt.“ „Sitt? Hvað? Hvaða sitt, ha?“ Konan fór að hlæja. „Nú, auðvitað kaffið, sem hún drakk.“ „Nú, en ég pantaði það, og ég hélt, að mér bæri að borga það líka,“ ansaði bílstjórinn, og það var farið að síga í hann. „Ég skal segja þér, að ég nenni ekki að standa hér og deila við þig um svona skitirí. Ef þú kemur þér ekki út, þá hringi ég í eigandann og læt hann fjarlægja þig.“ Hann fleygði peningunum á borðið, upphæð, sem svar- aði til greiðslu á kaffi fyrir tvo, og skálmaði út að bíl. En hvar var stelpurófan? Hann leit aftur í bílinn, en þar var ekkert annað en flutningurinn. Hún hafði tekið dótið sitt. Hann bölvaði í sand og ösku. Hún mátti fara norður og niður. Sama var honum. Hann ók af stað og dró ekki úr ferðinni. Bölvaður skap- vargur var hún, þessi. Hann hafði sjaldan orðið fyrir svona löguðu áður. Fátt fór eins í taugarnar og kvenfólk, sem sýndi einhvern derring. Hvern fjandann svo sem héldu þær að þeim bæri annað en þegja og taka við því, sem að þeim var rétt. Þær voru veika kynið, — þær voru undirgefnar karlmanninum. Þær áttu skilyrðislaust að hlýða í einu og öllu. Þetta var hans álit. Samt hafði honum gengið misjafnlega að ná sér í konu. Þrisvar sinnum höfðu kærustur hlaupið frá honum, en það var ekki að marka. Þetta voru allt saman svoddan grýlur til geðsmunanna. Ekki var það honum að kenna. Nú var Eiríkur bróðir hans búinn að gifta sig og hafði það víst gott. Það var annars alveg merkilegt, að nokkur skyldi vilja hann, ræfilinn, með þennan herðakistil, en þeir runnu út eins og heitar lummur, allir þessir hottintottar og halanegrar. Við ofanverða þorpsgötuna sat stúlkan á ferðatösku sinni og beið. Hún hafði skroppið á símstöðina og hringt til frænku sinnar, sem bjó þarna uppi í sveitinni. Hún átti gróðrarstöð og lifði á blóma- og grænmetissölu. Hún sagð- ist senda hann Jón á Land-Rovernum eftir henni. „Þú manst númerið á bílnum, svo hann fari ekki framhjá þér.“ En hún þurfti að bíða nokkuð lengi. Það var alllöng leið upp að Brekku, og hann Jón ók ekki hratt. Svo var farið að rigna og einnig að hvessa, en hvað var það á móti því að hafa þennan leiðinda karlskrögg, þennan bílstjóra, nálægt sér? Svei því bara. En spurningarnar og frekjan. Hvað hefði orðið, hefði hún haldið áfram með honum? Hann var andstyggilegur. Nei, þó hún þyrfti að standa hér í blind- hríð, þá var það betra. Daginn eftir hringdi hún og talaði við forstöðukonu Edduhótelsins, þar sem hún ætlaði að vinna í sumar, en þá kom á daginn, að henni höfðu boðist tvær stúlkur í milli- tíðinni, og þær voru þegar ráðnar. „Jæja, Kristín mín. Svo þú ert bara gerð afturreka. Þetta er ljóta meðferðin á þér. Fyrst þetta með bílstjórann í gær, og svo færðu ekki vinnuna í dag. Hvað gerum við nú?“ Stína þagði við, en svo kom svarið með niðurbældu vonleysi. „Ekkert. Hvað ætli sé hægt að gera við því? Ég fer bara heim aftur. Það er allt og sumt, sem hægt er að gera, eins og sakir standa.“ „Já, en er ekki knappt um vinnu í bænum?“ spurði frænkan. „Alla vega hefur mér fundist það. Annars var hug- myndin að breyta svolítið til. Þess vegna fór ég eftir aug- lýsingunni, og einnig af því að ég hef unnið við svona lagað áður.“ „Hvernig er það? Er mamma þín alltaf í þessu?“ „Já. Það er nóg að gera hjá henni alla daga. Annars fer hún að þreytast.“ „Ég legg nú til, að þú bjóðir frænku þinni vinnu við gróðrarstöðina. Hún gæti að minnsta kosti reynt það. Nú, Heimaerbezt 273
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.