Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 50

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 50
og ef henni líkar það ekki, þá nær það ekki lengra,“ sagði Jón. „Já. Mér var nú ekki farið að detta það í hug. Þú ert alltaf svo ráðagóður.“ Og þar með var því slegið föstu, að Kristín dveldi þar nokkra daga. En þessir dagar urðu að vikum og vikurnar að mánuðum. Það var óþrjótandi vinna í gróðurhúsunum, og henni fundust þessi störf margbreytileg og skemmtileg. Hún var mikið við vermireitina, enda voru blómin uppá- hald hennar og frænka óþreytandi leiðbeinandi á því sviði. Hún naut sólskinsins og veðurblíðunnar, sem var ríkj- andi dag eftir dag. Það varð bara að gæta sín að sólbrenna ekki til skaða. Þau voru öll orðin brún eins og kynblend- ingar. Stundum komu steypiskúrir eins og foss úr loftinu með þrumum og eldingum, og þeir, sem voru úti, hlupu þá eins og fætur toguðu í húsaskjól. En aðrir, sem áttu lífsbjörgina undir högg að sækja til veðurguðanna, voru ekkert hrifnir. Svona dembur komu fyrirvaralaust og gegnvættu þurr hey bænda, sem ekki hafði unnist tími til að róta þeim saman. Þær duttu niður, hér í dag, en þarna á morgun, og skilin voru skörp eins og pennastrik. Annars vegar rann allt út, en hinumegin kom ekki dropi úr lofti. Það var einn daginn að Jón var að aðstoða Stínu við blómin í beðunum. Það hafði verið óvanalega lítið að gera í dag, enda fór stór sending í gær. „Liggur eitthvað illa á þér, Stína mín?“ spurði hann. „Mér? Nei. Af hverju heldur þú það?“ „Fannst það bara, en taktu ekkert mark á því. Ég spyr svo kjánalega stundum." „Ég hef aldrei heyrt neitt þess háttar til þín, Jón, og erum við þó búin að vera saman í tvo mánuði. Stundum hef ég verið að hugsa, hvers konar manngerð þú værir, en ég fæ víst seint botn í það.“ Og hún brosti. „Ha, ha, já. Ég er hræddur um, að þú verðir fyrir von- brigðum. Ég er bara ósköp venjulegur vinnukarl, sérvitur og skrýtinn, einn af þessum, sem flækjast landshornanna á milli. Kannski ætti ég að þekkja tilveruna. Sumir læra það aldrei, en öðrum er það í blóð borið. Til dæmis get ég sagt þér af unglingsstúlku. sem var á sama bæ og ég fyrir mörgum árum. Hún var þarna til sumardvalar. Ég gæti trúað að hún hefði lesið hugsanir fólks. Það var engu líkara en hún vissi forsögu þess í smáatriðum. Það varð uppistand á heimilinu vegna þessa.“ „Jæja. Gat hún ekki þagað? Hvað var það, sem kom svona illa við blessað fólkið?“ spurði Stína. „Það spannst allt út af einum hundi.“ „Hundi? Nú. Það var merkilegt. Og hvernig má það hafa verið?“ „Krakkarnir, systkinin þarna. náðu í einhvern umrenn- ingshvolp, lokuðu hann inni og káluðu honum. Þau komust ekki að þessu, foreldrarnir, fyrr en Sóley sagði frá því ári seinna.“ „Það hefur einhver vitað þetta og sagt henni,“ ansaði Stína. „Nei, það var útilokað. Hún fékk vitneskju sína eftir öðrum leiðum. Til dæmis gat hún sagt fyrir, hverjir kæmu á næstu dögum.“ „Þau hafa verið ótæti, þessir krakkar, að fara svona með kvikindið.“ „Já, því þau áttu að vera komin það til vits og ára að gera ekki svona nokkuð. Þau gátu aldrei látið vera að kvelja Sóley á alla lund, en eftir þetta urðu þau hrædd við hana og létu hana í friði að mestu leyti.“ „Hvaðan var þessi hundur? Var hann þarna á bænum?“ „Nei. Hann var frá öðrum bæ. Maðurinn, sem átti hann, heitir Daníel.“ „Daníel! Sagðir þú Daníel?“ Stínu brá. Gat það verið hann Danni, sjóarinn hennar? „Hvers son er þessi Daníel?“ spurði hún. „Svei mér þá, ef ég man það. Líklega er hann Guð- laugsson.“ „Manstu, hvað bærinn hét, þar sem hann átti heima?“ „Já, hann heitir Háls. Það er auðvelt að muna það,“ ansaði Jón. Stína brosti. Nú fór að renna upp ljós fyrir henni. „Þú sagðir, að það hefðu verið systkinin, sem drápu hundinn. Heitir þá stúlkan kannski Þórdís Barðadóttir?“ Jón leit undrandi á Stínu. „Já, reyndar. Þekkir þú hana?“ „Ég veit ekki, hvað skal segja um það, en hún vann á matsölu í bænum, var nokkurn tíma með okkur mömmu.“ „Hvernig líkaði ykkur við hana? Er hún sæmileg í um- gengni í dag?“ „Líkaði?“ Stína skellti í góm. „Hún var svo stutt þarna. Annars er fullt af svona fólki, allt of mikið.“ „En kannastu þá við Daníel? Þú varðst eitthvað svo skrítin, þegar ég minntist á hann.“ Stína roðnaði og leit undan. „Já. Hann hefur haft húsnæði á leigu á sama stað og ég. Annars er hann aldrei heima, Alltaf úti á sjó, — Rétt einstaka sinnum að hann sést. En svo stoppar hann varla, þótt hann eigi frí. Þá er hann rokinn í sveitina. Þau vilja víst hafa hann í kring um sig, fósturforeldrarnir.“ „Já, sjálfsagt vilja þau það,“ ansaði Jón. En svo varð þögn, löng þögn, sem Stínu fannst segja meira en töluð orð. „Ég þekki þetta eiginlega lítið, enda langt síðan ég var þarna. Samt man ég vel eftir Danna, eins og hann var venjulega kallaður. Gæti trúað, að það hefði ekki alltaf farið sem best á með honum og þeim þarna á Hálsi. Bæði eru þau skapvargar. Annars held ég að Daníel hafi verið töluvert í Klettakoti. í það minnsta heyrði ég karlinn þar hæla honum.“ „Klettakoti? Heyrðu. Gott ef hann minnist ekki á það bæjarnafn einhvern tíma. Var hún kannski þar, þessi stúlka, sem þú varst að segja mér af áðan. þessi Sóley?“ „Já. Hún fór þangað eftir að hún varð fyrir slysinu.“ ansaði Jón. „Nú. Varð hún fyrir einhverju slysi? Hvernig vildi það til?“ „Ég veit það ekki vel. Sumir sögðu. að Þórður. bróðir Þórdísar Barðadóttur. hefði orðið valdur að því, misþyrmt 274 Heima er bezl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.