Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Side 51

Heima er bezt - 01.07.1985, Side 51
henni í hefndarskyni fyrir hundasöguna. Þetta er kannski lygi. en svo gæti einhver sannleikur falist í því. Það er svo margt sagt, ekki síst svona bæjaslúður.“ „Voru þau samtíða þar, þarna í þessu Klettakoti?“ spurði Stína, en gætti þess að horfa ekki framan í Jón. „Líklega hafa þau verið eitthvað samtímis þar, en svo fór Daníel til Reykjavíkur, en hún var þar lengur þekkir þú hana sjálfa eða hennar fólk?“ „Nei. En ég minnist þess núna, að hann talaði talsvert um Sóley í Klettakoti, þegar hann lá veikur í mislingunum. Hann romsaði upp úr sér, stundum óskiljanlegum runum, og hann minntist líka á Fanneyju, að mig minnir, og Rönku Það var ofboðslegt óráð á aumingja Danna.“ „Fanney. Nú, það er auðvitað hún Fanney á Hól, móðir Dísu og Þórðar. En Ranka er húsmóðirin í Klettakoti," ansaði Jón hlæjandi. „En hvað heimurinn er lítill, — hugsaðu þér bara. Hér þekkjum við til sama fólksins í fjarlægu héraði.“ „Já. Ýmis óskiljanleg atvik eru oft orsakavaldurinn á lífsleiðinni, Stína mín. Margt, sem við skiljum ekki, þegar það skeður, en fáum svo eins og sögulegan samhengisþráð, kannski mörgum árum seinna. Það, sem við getum kallað raunverulegt, það er að segja, það, sem við sjáum og getum þreifað á, er eins konar mótandi form fyrir augnablikið. Hver og einn er sjálfstæð heild, óbundin þeim reglum og siðum, sem þjóðfélögin setja þegnum sínum til að lifa eftir. Til dæmis eru trúarbrögð stórlega misnotuð. Hugsaðu þér öll þau stríð, sem trúin, hver svo sem hún annars er, hefur komið af stað.“ „Já. En hún hefur líka látið margt gott af sér leiða,“ ansaði Stína. „Auðvitað. En samt sem áður finnst mér hin sanna trú felast í þeim sálum, er allur fjöldinn lítur hornauga. Til dæmis get ég nefnt þér hana Sóley, sem við vorum að tala um áðan. Hún var misskilin af skyldum og vandalausum, en hennar trú var hrein og tær sem skínandi perla, enda var hún og verður alltaf perla, — perla í mold.“ Augu Jóns voru dökk og leiftrandi. Stína horfði í djúp þeirra og skildi, að hann bjó yfir lífsreynslu og næmum skilningi á eðli mannssálarinnar. Hann var sjálfur perla í mold- ENDIR Taktu tímann: Hve lengi eru að finna þá tvo fiska sem eru eins? Svarið er á hvolfi hér að neðan. suja njo x Bo g jejjs;^ :jeas Aðfinnsla... í „Heima er bezt“ 6/85 er þáttur á blaðsíðu 222, sem nefnist „Hendingar". Skýring við þriðju vísu er þessi: „GÓÐSKÁLDIÐ VONDA. Eftirfarandi staka virðist ort í bræði um eitthvert þjóðskáldið: Flugu ekki fjalla milli fegri Ijóð en þessi stef, eintóm gáfa, eintóm snilli — eftirþennan djöfuls ref. “ Mér finnst skýringin sem fylgir vísunni mjög hæpin, og meðferðin á vísunni í þessari útgáfu særði mig, því sendi ég þessalínu. Ég hefi heyrt vísuna svona: Finnast varia fjalla milli fegri Ijóð en þessi stef, eintóm lýgi eintóm snilli eftirþennan djöfuls ref. Hver kastaði þessari „perlu“ frá sér og af hvaða tilefni? Hver getur upplýst mig um það? Hér eiga engar getgátur við. • • • ogfyrirspurnir: Hver orti eftirfarandi vísu og af hvaða tilefni? Oft í laumi lokka vann ijósardrósirbósi, enþví naumastnjóta kann nú ersaumað fyrirhann. H ver orti þetta og af hvaða tilefni ? Og lýgilegt er það en samt er það satt ég segi það ekki útí biáinn, að illgjörnum mönnum erstundum svo statt að stæla hann Hrapp eða Þráinn, og langhelst er skapið þeim leikandi glatt — er leggjast á drafúldinn náinn. Með bestu kveðju. JónGísli Högnason, Hveragerði. Heimaerbezt 275

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.