Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 2
Einn sólskinsdaginn núna í júní brá ég mér upp í Kjarnaskóg við Akureyri mér til fróðleiks og hressingar. Ekki er ætlan mín að rekja hér fróðleikinn. Hann er efni í miklu lengri grein, ef rekja ætti sögu og öll þau margbreyttu störf, sem unnin eru í þessu undra- landi, sem mannshöndin hefir skapað rétt við hliðina á iðandi bæjarlífinu. En þess má þó geta að einungis rúm 30 ár eru liðin síðan hafist var handa hér um framkvæmdir og þeir, sem muna landið eins og það var trúa vart sínum eigin augum. En margt flýgur í hugann við heimsóknina, þótt sleppt sé að rekja allan þann fróðleik, sem þar er að finna. Kjarni var að vísu gamalt stór- býli, og fallegt var þar um að litast, út til fjarðar og inn til sveitar. En hinu varð ekki neitað, að þar var fremur skjóllítið í kring, flatir móar og mýra- sund. En nú er mestur hluti Kjarna- lands þakinn vöxtulegum ungskógi neðan frá þjóðvegi og upp undir neðstu klettabelti í hlíðinni, eða „milli fjalls og fjöru“, eins og Ari sagði forð- um. 1 skóginum sjálfum vaxa nú um 20 tegundir trjáa og afbrigða, mis- jafnlega vel að vísu, en allar komnar til nokkurs þroska, og margir hinna er- lendu gesta þar hafa borið fræ árum saman. Meðal annars er þar að sjá lerkilundi með 6-8 metra háum, bein- vöxnum og limfögrum trjám, svo að eitthvað sé nefnt. En í lækjarhvömm- um og sólríkum rjóðrum getur að líta blómríkan frumgróður landsins, sem hefir eins og losnað úr læðingi við friðun og skjól, en á auðustu hrjóst- runum og melabörðum hefir Alaska- lúpínan lagt landið undir sig. Hún er annars mikil dásemdarplanta, lúpín- an, getur ein allra þeirra t'egunda, sem vér höfum hér heima dafnað í fornum ísaldarmelum, þótt þar nái enginn verulegur gróður að festa rætur, síðan jarðvegurinn fauk af þeim í kjölfar Fagur er dalur og fyllist skógi skógareyðingarinnar á liðnum öldum. Þessu veldur einkum sífelld hreyfing í melunum, meðal annars vegna frost- þenslu, sem slítur allar rætur nema lúpínunnar. Og ekki má gleyma því, að lúpínan skapar frjósemi í jarðvegi þar sem hún vex og tilreiðir landið fyrir annan gróður þegar tíminn krefst. Þeir, sem fyrrum og kannski enn höfðu horn í síðu skógræktarinnar töl- uðu um að „kæfa landið í skógi“. Ekki er útsýnið lakara nú um sveit og fjörð en það fyrrum var af Kjarnahlaði, en nú njóta menn þess í skjóli skógarins, sem hlífir fyrir norðan næðingnum, sem var og er oft furðunapur á ber- angrinu. Gamalt tún og nokkur nýrækt hefir KJARNASKÓGUR: Flatir ber- angursmóar og mýrasund fyrir fáeinum áratugum. mynd: óht að vísu verið tekið undir skóg. Varla má slíkt teljast tjón á þeim tíma þegar öllum tiltækum ráðum er beitt, til að fækka kúm og minnka mjólkurfram- leiðsluna. Góðbændur Eyjafjarðar verða sem og aðrir að horfa upp á það, að minnka bústofn sinn og láta túnin, sem þeir hafa ræktað með ærnu erfiði og kostnaði, falla í órækt. Vert væri að hugleiða, hvernig það hefði orkað á hag bænda nú, ef þeir hefðu, þegar túnræktin hófst á stórtækan hátt fyrr á öldinni, tekið t.d. 10 ha af hverju stór- túnslandi til skógræktar. Sá skógur væri nú að byrja að gefa arð. Þó að skógurinn sé seinni að taka við sér sem arðvænleg búgrein en grasræktin, má minnast þess, að í stofnkostnaði krefst hann hvorki dýrra vinnuvéla né húsa- kosts fyrir búpeninginn, og ekki þarfnast hann meiri girðingar en tún- in, og því síður að verja þurfi kynstrum af rándýrum áburði til þess hann fái vaxið. Arleg vinna við hann er lítil fyrr en farið er að grisja, og grisjunarvið- urinn getur komið að margvíslegum notum. Sennilega fara engar tvær bú- greinar eins vel saman og skógrækt og kúabú í mörgum góðsveitum landsins. Og það eru góðsveitirnar, sem hlynna ber að, því að þær hljóta að bera uppi meginþunga landbúnaðarins. Það er að vísu ekki sársaukalaust að sjá forn afdala- eða útkjálkabýli fara i eyði, jafnvel þótt rýrðarkot séu, en sárs- aukafyllra er að horfa á góðsveitir tæmast af fólki vegna þess að ill nauð- syn krefst samdráttar í framleiðslu þeirra. Ur Kjarnaskógi blasa við Kaup- angssveit og Staðarbyggð einhverjar blómlegustu byggðir landsins, þar sem kalla má að túnin séu samfellt belti eftir endilangri sveit, og neitar enginn því, að það sé fagurt á að líta. En hversu miklu væri þó fegurra að sjá, ef ofan við túnin væri komið samfellt skógarbelti í líkingu við Kjarnaskóg. Hlíðar Garðsárdals væru að mestu skógi klæddar, væri það ekki fuilkom- in sárabót fyrir hin eyddu býli, sem þar voru? Þetta sama gæti gerst í fjöl- mörgum öðrum góðsveitum landsins. Kjarnaskógurinn sýnir oss áþreifan- lega, að þetta eru engir draumórar, heldur veruleiki, sem gæti birst sjón- um vorum fyrr en varir ef réttilega er á 246 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.