Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 40
Hermaður í varðstöð uppi á Helgafelli í Mosfellssveit. Fyrir neðan eru herbúðir
sem nefndust ,,Spítalakampur“.
Mynd úr bókinni „Heimsstyrjaldarárin á íslandi 1939-1945“. Birt með leyfi Bóka-
útgáfunnar Örn og Örlygur.
fótinn niður að Seljadalsá, þar sem
kvarznáman er, eða var, varla er búið
að afmá þau ummerki af yfirborði
jarðar. Var ég látinn vita af þessu og
hljóp ég strax af stað með hundinn
Per með mér. Tiltölulega stutt var að
fara því hrossin sáust að hluta til í
austurenda Búrfells. Voru nú fætur
látnir ganga svo hælar gengu í rass. Er
hermennirnir sáu til ferða minna
breyttu þeir um stefnu, enda komnir
lengra áleiðis, þar sem þeir gátu farið
lengi í hvarfi meðfram Seljadalsá, svo
nú var orðið um hreint kapphlaup til
hestanna að ræða. Veittist mér betur í
þeirri viðureign, því ég var ungur og
léttur á mér, auk þess léttbúinn og
þekkti landið mjög vel, en þeir þung-
búnir með vopn og þekktu ekki land-
ið.
Er ég kem til hrossanna verður fyrst
fyrir mér hesturinn sem ég ætlaði að
taka, sá hét Bursti, brúnn að lit, söð-
ulbakaður. mjög fljótur stökkhestur,
góður skeiðari og dúnmjúkur töltari í
samreið. Ekki vannst tími til að beisla,
ekki aldeilis, þeir voru skammt und-
an, og er þeir sáu að ég var kominn til
hestanna létu þeir skot ríða af yfir
hópinn. Þar með fór allt á fulla ferð,
voru engin önnur ráð en að vippa sér á
bak um leið og klárinn tók viðbragðið.
Létu þeir þá annað skot fara, í þeirri
von að hópurinn tvístraðist, og ekki
síður það að ég dytti af baki eða yrði
viðskila við aðalhópinn sem var best
fyrir þá. Þar sem ekkert beisli var til
að halda í mátti búast við stefnulítilli
för, gróf ég lúkurnar i faxið sem var
mikið og hugsaði um það eitt að fylgja
klárnum, yfirkominn af hræðslu.
Nú komst ekkert annað að en arga
hundinum á hrossin, og að komast
heim. Ekki var nú stefnan þessleg í
upphafi, heldur frá heimili mínu.
Keyrði nú allur hópurinn eins og
orkan leyfði í átt að Silungatjörn. Ekki
var langt farið er sveigt er til vinstri og
yfir Seljadalsá og uppundir Huldu-
hóla og stefnan tekin heim. Þá er ég
orðinn fyrstur, en hundurinn keyrir
hitt á eftir, allt hvað af tekur. Ekki var
hugarástandið gott, þó á heimleið
væri, nema síður sé, að vita og sjá
dátana af og til á hlið við sig, og eiga
von á skoti þá og þegar. Eins það að
detta af baki, það mátti ekki ske,
heyra hófatraðkið og allt másið á eftir
sér, vitandi það að ef ég losnaði frá
klámum yrði ég að öllum líkindum
undir fótum hestanna.
Þessi hópur samanstóð af tömdu og
ótömdu, um 40 stykki. Hræðslan við
þessar ógnir var öllu öðru yfirsterkari.
Við að taka þennan sveig sem hér á
undan er getið, náðu dátarnir því að
stytta sér leið, sem dugði til þess að
komast í veg fyrir hópinn, en gátu
ekki stöðvað hann. Þá var leikurinn
kominn heim undir tún. Ekki stopp-
uðu hrossin við túngirðinguna, heldur
fóru með henni á fullu niður mjög
bratta brekku og fram af enn brattara
barði. beint í Seljadalsá sem lá þar
undir í þröngum stokk, og yfir í Búr-
fell gegnt bænum Þormóðsdal. Þar
stöðvaðist hópurinn, ekki veit ég
hvers vegna.
Stuttu áður en hestarnir komu að
girðingunni hafði faðir minn hlaupið
af stað í veg fyrir dátana, hafði
reyndar fylgst með framvindunni all-
an tímann. Mætti hann þeim skammt
frá girðingunni. Stöðvuðu þeir þá
hlaupin, það má telja öruggt, enda
staðfesti faðir minn það á eftir, að
hann viðhafði ekki neitt dúkkutal við
þá. Varð það til þess að annar brá
riffli að mjöðm og opnaði lásinn með
tilheyrandi smelli, slíkt þýddi bara
eitt: Dauði. Hinum varð það fyrir að
banda hendi við félaga sínum, um leið
og hann færði sig í línuna. Eftir smá
orðaskak til viðbótar fóru dátarnir í
áttina til síns heima. Var nú túnið á
milli á langveginn, en hrossin blöstu
við þar sem þau voru stoppuð. Ekki
voru þeir langt komnir er annar þeirra
lét skot ríða af. Fann ég mjög vel bæði
þyt og þrýsting á vanga mér, er gróður
og jarðvegur ýfðist upp undan kúl-
unni við hliðina, undir barðinu sem
hlífði mér. Enn á ný ruku hrossin af
stað, en ekki langt, fóru í nokkuð
krappan hring, þar sem ró var að
færast yfir, eftir öll ósköpin sem á
undan voru gengin.
Upp úr þessu mátti heita rólegt, það
sem eftir var af sumrinu. Um það bil 2
mánuðum síðar voru skilti sett upp
vestan við túnið, en austan við kamp-
ana, um það bil tveir fermetrar hvort
spjald að stærð, þar sem hernum var
bannað að fara um heimalandið í
Þormóðsdal. Auðvitað var lesningin á
ensku og í áberandi litum. Herinn
setti þessi spjöld sjálfur upp. Fór heill
dagur í að reka niður 4 staura með
sleggju og negla spjöldin á af tæplega
70 dátum. Þetta þætti lélegt ef landinn
ætti í hlut, það kann að vera að að-
gerðarleysi í herbúðunum hafi verið
afgerandi.
Svona eftir á að hyggja er ekki loku
fyrir það skotið, að þetta atvik hafi
mótað afstöðu mína til hersins, eftir á,
því ekki get ég með neinu móti séð þá
þörf eða nauðsyn að vera með hern-
aðarumsvif í okkar kæra landi, hvort
sem það er í Miðnesheiðinni eða
annarsstaðar.
Akranesi í júni 1986.
284 Heimuerbezl