Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 5
að skömmu eftir heimkomuna reisti hann í Vík stórhýsi úr steini. með það í huga að koma þar á fót alþýðuskóla. Mun hann með þessu hafa reist sér hurðarás um öxl efnahags- lega. Skólahaldi var hætt þarna 1911 eftir 3 ár, enda þá kominn unglingaskóli á Sauðárkróki. Móðir mín var meðal fyrstu nemenda í Víkurskóla, þá kornung, 10 árum yngri en skólastjórinn faðir minn. Að loknum einum vetri í Víkurskóla innritaðist hún í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þar námi á tilskildum tíma eftir þrjú ár. Faðir niinn mun hafa kostað þetta nám hennar, en hann var þá vel efnaður. Vík er kostajörð. Oft var þar margt í heimili á æskuárum mínum, sérstaklega að sumarlagi. Skólahúsið sem var byggt 1908, brann 1923, en var byggt upp aftur. Þar gátum við krakkarnir leikið okkur í óinn- réttuðum sal. Dagstofan var einnig rúmgóð. Hún var alltaf kölluð „Rauða stofan“ þó oft hafi verið skipt um lit á henni. Auk systkinanna 10 og foreldranna voru þarna venjulega að vetrarlagi 2 vinnumenn og 2 vinnukonur og oft bar gesti að garði. Þá var þröngt setinn bekkurinn. Að sumarlagi var heimilisfólkið mun fleira, stundum allt að 30 manns. Árni í Vík var alltaf mikill hugsjóna- og félagsmála- maður og hreifst innilega af hugsjónum ungmennafélag- anna og Samvinnuhreyfingarinnar. Hann var einn af stofnefnduni elsta ungmennafélags landsins, „Æskunnar" og síðar „Tindastóls" á Sauðárkróki. Var hann seinna gerður heiðursfélagi þeirra, svo og Ungmennasambands Skagafjarðarog Kaupfélags Skagfirðinga, enda hafði hann helgað sig málum þeirra allra og gegnt ótal trúnaðarstörf- um. Hann átti frumkvæði að stofnun „Varmahlíðarfélags- ins“ en markmið þess var að koma á fót héraðsskóla í Varmahlíð. Þetta hefur ef til vill verið það hugsjónamál sem var honum hugleiknast. Félagsdeildir Varmahlíðarfé- lagsins voru stofnaðar í Reykjavík, á Siglufirði — og í Kanada! Á ættarmóti, sem haldið var 1983, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Árna, var Varmahlíðarskóla gefið málverk af honum. Gefandinn var Skagfirðingafélagið í Reykjavík. KVÖLDVÖKURNAR GÓÐU - Ég man eftir Kötlugosinu 1918, þá hef ég verið tveggja ára og þriggja mánaða. Allt myrkvaðist um miðjan dag og hestar fældust í túninu heima. Mér fannst heimilisfólkið vera hrætt og ég fór að gráta. Ég þykist líka muna eftir frostavetrinum mikla 1918 og hvað mér var kalt. Við bjuggum í steinhúsinu í Vík. Hlýjast var í eldhúsinu á neðstu hæð og var það gert að baðstofu og svefnherbergi. Kvöldvökurnar á æskuheimili mínu voru mjög eftir- minnilegar. Yfirleitt var sungið eða farið með ljóð í rökkr- inu áður en kveikt var. Tónlistargáfa var í móðurætt minni. Pétur Sigurðsson. verkalýðsleiðtogi á Sauðárkróki, var móðurbróðir minn, mikið efni í tónlistarfrömuð. Hann var orðinn söngstjóri bændakórs 18 ára gamall. Hann dó 31 árs, en hafði þá samið mörg lög, sum þeirra heyrast enn í útvarpi og víðar, t.d. „Ætti ég hörpu hljómaþýða“ og „Erla“. Foreldrarnir í Vík: Ingibjörg Sigurðardóttir. Móðir mín hafði góða söngrödd og stjórnaði hún rökkur- söng okkar og kenndi okkur lög og ljóð samtímis. Síðan var kveikt og yfirleitt lesið íslenskt efni, oft sögur. Draugasögur voru sagðar, pabbi las upp ljóð. Hagmælska var í föðurætt minni og pabbi gat gert góðar stökur en flíkaði því ekki. Hann kunni Hannes Hafstein og Grím Thomsen svo til utanbókar en hafði líka mikið dálæti á Stefáni G„ Stein- grími og Þorsteini Erlingssyni. Þarna vaknaði áhugi okkar systkinanna allra á ljóðum og sögum. Þau 35 ár sem ég hef dvalist erlendis hef ég verið handgenginn íslenskum ljóð- um og á allgott safn ljóðabóka, enda hefur fjölskylda mín og vinir verið einstaklega natnir við að útvega mér bækur og gert mér kleift að fylgjast með því sem hefur verið að gerast í íslenskum skáldskap. Foreldrar mínir voru mjög samhentir og mótaðist heim- ilislíf af því. Þau voru bæði bókhneigð og áttu allgóðan bókakost. Á heimilinu ríkti léttur og skemmtilegur andi. VOND ÁR Svona var lífið fram undir 1930. En þá fóru í hönd verri tímar og fólkinu á bænum fækkaði. Árni í Vík hafði verið vel bjargálna bóndi en í kreppunni miklu fór að harðna á dalnum, mæðiveiki geisaði og fjárstofninn hrundi niður. Skuldir hlóðust upp og jörðin var loks seld ríkinu. Þetta voru erfiðir tímar. Frá þeim á ég nær engar minningar. Þær hafa á einhvern hátt máðst út. Þungbúin ský kvíða og öryggisleysis hvíla yfir þessum árum í endurminningunni líkt og yfir vondum draumum. Kvöldvökurnar lögðust af enda fór móðir mín að kenna sjúkleika sem leiddi hana til bana 1932, 39 ára að aldri. Þá var ég 16 ára gamall. Við vissum hvert stefndi með móður okkar, hún gat oft ekki sofið á nóttinni og vildi þá gjarnan lesa sér til afþreyingar. Þegar ég fór suður til náms bað hún mig að kaupa fyrir sig náttlampa. Hún dó 3-4 vikum síðar. Ég missti kjarkinn, brynjaði mig með kæruleysi og tómlæti. Las ekkert fyrsta veturinn minn fvrirsunnan. Eitthvað hafði brostið. Ég var lægstur á prófunum um vorið. Þegar séð var hvert stefndi í veikindum móður minnar kom Valgerður Jónsdóttir föðursystir mín ásamt manni Arni J. Hafstað. Heimaerbezl 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.