Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 43

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 43
hérna að fá að ganga til rjúpna í fjall- inu hjá þér í nokkra daga.“ „Já, ég hélt að það hefði verið út- rætt mál. Auðvitað verður þú hér eins lengi og þú vilt. Okkar er ánægjan. Hún Sigrún býr um þig í gestastof- unni hérna frammi, það á að geta farið vel um þig þar, og ég hef lagt svo fyrir að hún gefi þér eitthvað í svang- inn á morgnana og taki til nesti handa þér. Þú lætur hana svo vita hvað snemma þú vilt byrja hernaðinn.“ Teiti hló hugur í brjósti við þessi síðustu orð Sigurðar, en sagði fyrir siðasakir: „Verst að gera allt þetta ónæði og láta rífa fólk upp úr rúmi fyrir allar aldir.“ „Iss, minnstu ekki á það. Ég hef alltaf verið svefnlétt, svo fleygi ég mér á eftir og er strax sofnuð.“ „Já og sennilega farin að skera hrúta áður en höfuðið nær koddan- um.“ „Það gera nú aðrir í hennar stað hér á heimilinu, og draga ekki af sér við þá iðju.“ Teitur skemmti sér konunglega, og innan skamms lagði ilminn af nýlög- uðu kaffi fyrir vit hans og lummu- hlaðinn hækkaði stöðugt undir hönd- um húsfreyju. „Þetta er nú bara til að svala sárasta þorstanum eftir allt göngulagið í dag,“ sagði húsmóðirin og bar á borðið. Sigrún kom með kaffið og lagði aðra hönd á öxl Teits meðan hún renndi kaffinu í bollann. „Gjörðu svo vel,“ sagði hún alúð- lega og ýtti svo könnunni til pabba síns. „Það er sosum ekki verið að hella í hjá sumum þó hellt sé í hjá sumum,“ og leit til dóttur sinnar, sem eldroðn- aði. „Tarna var skrýtin ræða. Ég held að þú ættir að bjóða þig fram til þings fyrir næstu kosningar. Það yrði áreið- anlega tekið eftir þér. Annars ertu enginn gestur hér á heimilinu og okk- ur er ekkert nýnæmi að sjá þig hér í eldhúsinu hjá okkur. Og varla hefði barnið lært mannasiði hefði mín ekki notið við,“ sagði Friðný húsfreyja og tók málstað dóttur sinnar. Það átti við Sigurð að geta komið kerlu sinni til að hreyta úr sér. „Það er í lagi á henni þverrifan núna, eins og þú heyrir. En ekki dugir að sitja auðum höndum og nú segjum við lummunum stríð á hendur og höldum áfram uns ekki stendur steinn yfir steini af staflanum,“ og hló svo sást ofan í kok. „Ekki læt ég segja mér það tvisvar, því nú er ég kaffi þurfi,“ og var nú ekki lengur feiminn eða hikandi. „Láttu þá sjá og notaðu þér lumm- urnar meðan þær eru heitar. En, meðal annarra orða, hefur þú engar fréttir að segja mér af ykkur í neðra? Hvað um sjálfan þig?“ „Það er þá helst af mér að segja að ég er að fara að heiman, fer upp úr áramótunum.“ Fólkið leit upp og það sló þögn á alla. Sigurður hætti að klappa sér á lær og opnaði munninn án þess að segja orð. Sigrún leit á hann stórum spyrjandi augum eins og henni hefði misheyrst. „Fara, hvenær, hvert? Fyrirgefðu,“ sagði hún svo og sá eftir framhleypn- inni og roðnaði upp í hársrætur. „Ég fer nú ekki ýkjalangt. hérna út á Eyri.“ „En úr sveitinni," sagði Sigurður með vott af vandlætingu. „Það endar með því að sveitirnar tæmast og allir flytja á mölina nema ég og mín kyn- slóð, sem verður ekki óskemmtilegt sýnishorn af því mannlífi sem einu sinni var lifað í þessu landi. Svo kem- ur fína fólkið úr kaupstöðunum að skoða í frístundum sínum, líkt og ís- lenskir ferðamenn í útlöndum, sem fara í dýragarða að sjá apaketti og önnur skrýtin kvikindi,“ og gat nú ekki stillt sig um að reka upp hlátur- roku. Sigurður gat aldrei verið alvar- legur lengi í einu. Teitur sagði nú fólkinu frá erindi sínu til bæjarins. „Nýir tímar kalla á ný verkefni og húsasmiðir munu varla þurfa að sitja auðum höndum í framtíðinni. Tími torfbæjanna er liðinn og fólk til sjávar og sveita vill fá timbur og steinsteypu í staðinn fyrir torf og grjót. Það verður annað yfirbragð á sveitum landsins þegar hver jörð er orðin vel hýst og fólk býr við nútíma þægindi, vatns- veitu, rafmagn, síma.“ Teitur var ekki vanur að setja á langar tölur en honum hitnaði í hamsi þegar hann hugsaði til framtíðarinnar og allra þeirra möguleika, sem hún bar í sér til betra mannlífs í þessu landi. Sigrún horfði á hann, heit í augum og ljómaði, og pabbi hennar hlustaði á gestinn. og ekki án velþóknunar. „Mér þykir þú taka upp í þig, drengur minn, en þetta er nú kannski ekki svo vitlaust sem þú segir.“ „Það er hárrétt hjá honum.“ Friðný gat ekki orða bundist. „Það er alltof sjaldgæft að fyrirhitta unga menn sem hafa sjálfstæða skoðun á hlutunum og þora að fylgja henni eftir.“ „Það leynir sér ekki að þú hefur kvensniftirnar hérna á Hjalla á þínu bandi. Ég ætla samt að biðja þig að snúa ekki höfðinu á þeim alveg í hálfhring, því þótt þetta séu vand- ræðagripir, er betra að hafa þær en ekkert.“ Hláturroka. „Að heyra hvernig moldin rýkur í logninu,“ sagði Friðný í tón sem gaf til kynna að hún nennti ekki að vera að munnhöggvast þetta við karlinn. „Meira kaffi og lummur," sagði bóndi. „Nei, meira get ég nú ekki í bili,“ ansaði Teitur og dæsti af vellíðan. „Hann verður nú líklega að hafa pláss fyrir kvöldmatinn þegar þar að kemur,“ sagði Sigrún og horfði á föð- ursinn með réttlæti í augnaráðinu. „Þarna heyrirðu, hún tímir ekki að gefa þér meiri lummur,“ sagði Sig- urður og leit hneykslaður á dóttur sína. „En að þú skulir ekki skammast þín fyrir að tala svona um barnið. Hana, reyndu að koma þér að verki og gera eitthvað til gagns, nógu er að sinna bæði úti og inni.“ „Satt segir þú, kona. Teitur, þú kemur með.“ Um kvöldið áður en gengið var til náða sagði Friðný dóttur sinni að fylgja Teiti fram og vísa honum til sængur. Þau gengu fram göngin, Sig- rún á undan með lampa í hendinni. „Hér er nú stofan sem þér er ætlað Heima er bezt 287
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.