Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 16
Hann var sem fyrr aðdáandi hennar, og þau unnu saman að áhugamálum sínum. En nú þótti henni sem hann væri eitt í dag. annað á morgun, sýndi henni stundum yfirlæti, stundum barnslegan trúnað sem fyrr. Þau ræddu bók- menntir og ýmis viðhorf til lífsins. Hún las honum ljóð sín, hann galt í sömu mynt. Hún dáði skáldskap hans, en var engan veginn blind fyrir brestum skáldsins. Hún gagnrýndi framkomu hans og sagði honum óspart til syndanna, þegar henni þótti hann hafa helzti miklar sveiflur á. „Hann getur klætt allar hugsanir sínar í orð, en beztu hugsanir mínar deyja með mér,“ sagði hún. En hún sagði líka: „Hann vill vera dáður, og honum er sama, hvaðan aðdáunin berst honum. Hann vill láta upphefja sig, og ef hin hreina alda lyftir honum ekki. þá skal hin skolaða gera það. Slíkt hata ég .. . í skapgerð hans hef ég séð það lægsta samofið því æðsta og fullkomnasta, sem ég hef kynnzt hjá nokkurri manneskju.“ í þessum dómi kennir þess sennilega meðfram, að hún hafi gert sér ljóst, að hún stóð í skugga fjallsins sem rithöf- undur. þótt hún ætti samstöðu með honum að mannkost- urn. Bæði hafa þau haft gott af samvinnunni. Þegar hann annaði ekki þýðingum, sem hann hafði tekið að sér, leitaði hann til hennar, og það var meira upp úr því að hafa en að frumsemja, en til þess stóð hugurinn mest. Frú Thoresen galt honum greiðann óbeint. Hún er fyrirmynd, sem oft bregður fyrir í verkum hans: Gertrud í Redaktören, Fisk- erjenten og Leonarda, einnig er hún fyrirmynd hans að Maríu Stuart. Björnson hafði rétt fyrir sér, er hann kvað: A Idri kuer du vúrens skudd; hvor der er gjœrende krefter, skvter det áret efter. Hann varð skjótt mikilvirkur á bókmenntaakrinum, og uppskeruna þekkja allir. Ef til vill á hann það að einhverju leyti andstöðunni að þakka. Hver bókin rak aðra: Sigrún á Sunnuhvoli. Árni. Kátur piltur og auk þess leikrit. — Um þessar mundir kemur fyrsta bók frú Thoresen á prent, Ijóðakverið Digte af en dante, höfundar ekki getið. en út- gefandinn er Björnstjerne Björnson! — Hér fær ást frúar- innar, forn og ný, útrás á pappírinn. Árið 1861 verður Björnson þjóðleikhússtjóri í Kristjaníu og leggur um svipaðar mundir af stað í Suðurlandaför. Sama ár flytur frú Thoresen með börn sín til Kaupmanna- hafnar, a.m.k. meðfram sökum þess. að atvinnuhorfur voru þar betri. Henni vegnaði líka vel þar, eignaðist fjölmarga mikilsvirta vini. Eftir ársdvöl þar kom út eftir hana smá- sagnasafn, á næsta ári skáldsaga. Árið 1866 þótti hlýða að rita æviágrip hennar í virðulegasta blað borgarinnar. og höfundurinn var enginn annar en Georg Brandes. — Þau urðu virktavinir, skrifuðust tiðum á og skiptust á heim- sóknum. — Fyrrgreint ár, er hún hefur tryggt sig í sessi. flytur hún aftur til Noregs og lætur svo heita, að flutn- ingnum valdi „persónulegar ástæður“. XIII Meðan frú Thoresen dvelst í Höfn. er Grímur Thomsen mikilsvirtur embættismaður þar. Um sömu mundir og frú Thoresen hverfur til Kristjaníu flytur Grímur heim til Is- lands og kom aldrei aftur til Borgarinnar við Sundið. átti þó þrjá tugi ára ólifaða. Sagt er, að þau hafi jafnan staðið í bréfaskiptum, meðan Magdalene átti heima í Noregi, og lætur þá að líkum, að oft hafi fundum saman borið í Höfn. Frú Thoresen lætur í það skína í einkabréfum, að Grímur hafi séð eftir, að hann sleppti hendi af henni. — Meðan hún átti heima í Noregi, bar fundum nokkrum sinnum saman, meðan séra Thoresen lifði, og tókst góð vinátta með honum og Grími. — Hvað sem þessu líður, þá hafði skáldið í föggum sínum brjóstmynd af frúnni, þá hann hvarf heim til íslands. Hún brotnaði af slysni á elliárum hans. Þá opnaðist fylgsni hjartans andartak: „Svona fer allt. sem mér þykir vænt um,“ skrapp út úr honum. .... aldrei devr, þótt ailt um þrotni, endurminningin þess sem var. Axel, sonur Gríms og Magdalenu, ólst upp hjá vanda- Iausum, en mun fyrstu árin hafa verið á barnaheimili. Kom Grímur honum fyrir hjá kunnfólki sínu og greiddi með honum. Talið er, að hann hafi aldrei fengið að vita hið rétta faðerni sitt, hlaut ekki nafn Gríms, hét fullu nafni Axel Peter Jensen. Drengurinn leit á hann sem velgerðamann sinn og fósturföður. Frú Thoresen kvaðst vita, að hún mundi mæta miklum og margvíslegum örðugleikum í Noregi. Það reyndist rétt. Björnson var um þessar mundir í Kristjaníu, og bar fund- um þeirra brátt saman. Hann heimsótti hana. og hún var tíðum gestur hans. Þó áttu þau oft í erjum. Hann var glaður og góður í gær. reiður og vondur í dag. Ást hennar hefur í senn þreytt hann og glatt. Þótt hún elskaði hann að eigin sögn öllu öðru meir, skorti ekki á hvassa gagnrýni. Vinátta þeirra hafði verið svo náin, að hún hataði þann hjúp for- dildar og sýndarmennsku, sem hann brá yfir sig á opin- berum vettvangi og hún taldi nú nær samgróinn honum. Oft hafði hann komið til hennar eins og barn, stundum bar svo við enn. Þann Björnson elskaði hún. - Eitt sinn sem oftar var hún gestur hans, er hann hafði um sig hirð aðdáenda, blöskraði henni þá sjálfsdýrkun hans og sagði: „Þarna situr þú, Björnson. og ert hrærður af eigin ágæti og mikilleik!“ Árið 1867 kom smásaga út eftir frú Thoresen — Saga ömmu minnar — í safnriti, sem norskir rithöfundar stóðu að. Hún vakti geysilega athygli. Taldi Björnson og raunar allir. sem eitthvað þekktu til, að söguhetjur væru hann og skáldkonan sjálf. Sagan fjallar um 33ja ára gamla ekkju. sem tryllist af lífsást, er hún verður á vegi ungs manns. Lýsingin á manninum kemur vel heim við Björnson. Hér eru þrædd samtöl. kafli birtur úr bréfi, ástafari lýst. Höf- undur lét ekki opinberlega hníga að því. að sagan ætti sér fyrirmyndir, en hún er of sönn til að vera rituð með bleki. 260 Heima er hezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.