Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 8
Tengda-
foreldrarnir:
Þórunn Hannesdóttir
Hafstein «f> Ragnar
E. Kvaran í Winni-
peg, Kanada. 1922.
Þórunn hefur um
árahil dvalist á heim-
ili Sigurðar og
Ragnheiðar.
sviðinu en Rússar héldu áfram að skemmta sér við her-
sýningu. skrúðgöngu og dans fram á kvöld. Ég taldi það
skyldu mína að endast daginn.
Þegar ég kom heim á Hótel National þar sem við bjugg-
um var kona mín horfin. Starfsfólk hótelsins þóttist ekki
geta gefið neina skýringu á þessu. enda góð regla þar að
blanda sér sem minnst inn í einkamál útlendinga. Mig
grunaði þó hvers kyns var. Um miðja nótt var hringt til mín
frá fæðingarstofnun og mér tilkynnt að þá um daginn hefði
kona mín fætt dóttur og allt hefði gengið vel. Það reyndist
rétt í öllum aðalatriðum, en það óhapp varð þó, að þegar
flytja átti móður og barn frá fæðingarsal, þar sem voru um
50 konur að fæða börn sín samtímis, bilaði lyftan, sat föst
milli hæða í nokkrar klukkustundir. Þetta gerðist oft með
lyftur þar eystra, en nú var 7. nóvember, 30 ára afmæli
byltingarinnar og því sjálfsagt erfitt að ná í viðgerðarmann.
Þær mæðgur voru einar í þessari sjálfheldu og fáklæddar.
en það tókst með einhverri merkilegri aðferð að koma til
þeirra hlýjum ullarteppum ofan um gat á þaki lyftunnar.
Þetta mun vera skýringin á því hvað drógst á langinn að ég
fengi upplýsingar um málavexti, hefur sennilega þótt við-
kunnanlegra að bíða átekta þangað til hættan var liðin hjá.
Við Ragnheiður hlutum verðskuldað hrós fyrir þá kurteisi
sem við sýndum gistiþjóð okkar við þetta tækifæri og dóttir
okkar Ingibjörg var oft kölluð „Oktobrína“, en byltingin er,
eins og kunnugt er, almennt kölluð Októberbyltingin mið-
að við gamalt tímatal Rússa. Gjöf fylgir nafngift. enda
hefur Ingibjörg ætíð verið uppreisnargjörn.
Skammt var þá liðið frá lokum síðari heimsstvrjaldar
sem bitnaði óskaplega hart á Sovétríkjunum eins og allir
vita. Skortur var á öllu. fólk lifði við mjög fábreyttan kost,
var illa til fara og bjó afskaplega þröngt. Þetta kom mér að
vísu ekki á óvart, en hins vegar varð ég fyrir miklum von-
brigðum við kynni mín af stjórnháttum og stjórnarkerfi
landsins. Ég var vinstri maður, en framar öðru andnasisti.
líklega nítjándu aldar „líberalisti“ í stjórnmálaskoðunum.
Á þessum árum trúðu frjálslyndir menn því, að sigur Rússa
og bandamanna þeirra á Þjóðverjum yrði skref í átt til
frelsis, jafnréttis og bræðralags, en þessi fallegu orð glötuðu
merkingu sinni þegar tímar liðu. „Fyrirheitið um æfin-
týraeyna varð eingöngu fyrirheit“, eins og þar stendur.
Ég keypti rússnesku alfræðiorðabókina nokkrum dögum
eftir að Tító féll í ónáð. í síðasta bindinu var fjallað um
Júgóslavíu. Afgreiðslumaðurinn bað mig að bíða andartak,
fletti upp á ákveðnum blaðsíðum samkvæmt formúlu sem
hann hafði hjá sér, tók upp rakvélarblað úr pússi sínu og
skar úr því riti ein fjögur blöð. Þetta hafði óhugnanleg áhrif
á mig og ég lét mig ekki fyrr en ég fékk blöðin með.
Það var ekki auðvelt fyrir útlendinga að kynnast rúss-
neskum heimilum, en kynni útlendra diplómata sín á milli
urðu að sama skapi nánari og auðveldari. Þannig æxlaðist
það til að ég kynntist vel mörgu fólki sem átti eftir að geta
sér frægðar síðarmeir. Einn af mínum bestu vinum í
Moskvu var Golda Meir, sem þá var þar sendiherra Israels
og síðar forsætisráðherra lands síns. Hún var töfrandi kona.
Við hjónin vorum tíðir gestir hennar og eins hún hjá okkur.
Síðarmeir skiftumst við Golda á kveðjum um áramót og
hún bauð okkur hjónum í heimsókn til ísraels nokkru eftir
að hún fór frá Moskvu. Það góða boð gátum við því miður
ekki þegið.
í Moskvu var náinn samgangur milli vestrænna sendi-
ráða eins og ég sagði áðan, en greiðastan aðgang átti ég að
Norðmönnum. Engin þjóð hefur eins sterka frændsemis-
tilfinningu til okkar og Norðmenn, stundum vottar fyrir því
að þeir telji sig hafa hlutverki „stóra-bróður“ að gegna
gagnvart okkur.
Meðal kunningja minna í Moskvu voru líka leyniþjón-
ustumenn, bæði Rússar og annarra þjóða, og sá ég ekki
frekar en sumir aðrir kollegar mínir, ástæðu til að forðast
þetta fólk, kynni við það gátu verið lærdómsrík. Oft er erfitt
að draga markalínu milli diplómata og njósnara. Góð-
kunningjar mínir frá þessum árum voru til dæmis tveir
breskir leyniþjónustumenn.
Eftir að við hjónin fluttumst frá Hótel National bjuggum
við síðasta ár okkar í Moskvu í húsi sem hafði verið æsku-
heimili Krapotkins fursta, við Krapotkinslí Pereulok, en
Krapotkin fursti var einn af leiðtogum anarkista á sínum
tíma og útlagi frá Rússlandi. en tekinn í sátt af bolsévíkum
eftir byltingu.
Að lokinni Moskvudvölinni í febrúar 1951 fluttist ég með
fjölskyldu minni til Stokkhólms og var þar við störf um átta
mánaða skeið. Þá var Helgi Briem þar sendiherra og Ás-
laug Skúladóttir ritari. Hún er mikilhæf í starfi sínu og
sérstök mannkostakona.
A ISLANDI - OG SVO TIL
OSLÓAR HIÐ FYRRA SINN
Frá Stokkhólmi fór ég til íslands og hóf störf í utanríkis-
ráðuneytinu 1. október 1951 og var þar þangað til í júlí
1960. Á þessum árum var ég forsetaritari í tæpt ár, það var í
tíð Ásgeirs Ásgeirssonar. Hann var mjög góður húsbóndi
og ánægjulegt að vinna hjá honum. Þá var mikið um að
vera í sambandi við heimsóknir þjóðhöfðingja. Konungar
Danmerkur og Svíþjóðar komu í opinberar heimsóknir á
252 Heimaerbezt