Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 53
Bókahillan
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum
Olafur H.
Krístjánsson:
Héraðsskólinn
að Reykjum
1931-1981
Reykjavík 1985.
Örn og Örlygur.
Ólafur H. Kristjánsson fyrrum
skólastjóri á Reykjum skrifar
hér hálfrar aldar sögu skóla
síns, enda eru engir núlifandi
manna nátengdari skólanum
en hann. Nemandi skólans á
fyrstu starfsárum hans og síð-
an skólastjóri síðari helming
þess tíma, er sagan spannar.
Hér er lýst aðdraganda skóla-
stofnunar og síðan saga hans
rakin allnákvæmlega, þá eru
nokkrar minningar nemenda,
stutt æfiágrip skólastjóra og
kennara og loks nemendatal.
Mikill fjöldi mynda prýða bók-
ina og frágangur allur hinn
snyrtilegasti. Saga Reykja-
skóla er hin merkasta. Hann er
einn þeirra alþýðuskóla, sem
stofnaðir voru kringum 1930
fyrir atbeina Jónasar Jóns-
sonar frá Hriflu. Enda þótt
hann kenndi aldrei við héraðs-
skóla er hann engu að síður
réttnefndur faðir þeirra frá
þeim tíma er hann fór með
kennslumál landsins. Og hér-
aðsskólarnir ollu byltingu í
fræðslu almennings, hvað sem
hver segir. Má helst líkja
henni við þá byltingu er
fræðslulögin 1907 gerðu. En á
milli þessara tveggja fram-
kvæmda, fræðslulaganna og
héraðsskólanna var næstum
kyrrstaða í skólamálum
landsins. Að vísu hafa hér-
aðsskólarnir tekið miklum
breytingum og fjarlægst veru-
lega stefnu Jónasar Jóns-
sonar, en það breytir ekki því,
að þáttur þeirra í menntasögu
landsins er stórmerkur. Enda
þótt Reykjaskóli hafi ekki ver-
ið eínn þeirra stærri eða mest
umtalaði, er saga hans
gagnmerk, og þá ekki síst
hvernig farið var af stað fyrir
óbilandi áhuga nokkurra
manna. Raunar furðar mann
nú á því að nemendur skyldu
fást í skólann í upphafi við slík
kjör sem þeim voru búin í hálf-
byggðu húsi. Eða kennarar
skyldu fást til að starfa við slík
skilyrði. Hversu margir nem-
endur og kennarar myndu
sætta sig við slíkt nú hálfri öld
síðar. En þetta er áþreifanleg
sönnun þess hversu knýjandi
þörfin var fyrir unglingafræðsl-
una á þeim tíma. En Reykja-
skóli og héraðsskólarnir hafa
lifað og þróast, og nú eru slíkir
framhaldsskólar orðnir svo
sjálfsagðir hlutir í þjóðlífinu,
að manni getur stundum virst
að skólarnir séu sóttir meira af
vana en óstöðvandi mennta-
þrá. Saga Reykjaskóla sýnir að
hann hefir átt við marga örð-
ugleika að stríða, en mest
áberandi sýnist mér hin tíðu
kennaraskipti, þau eru öllum
skólum hættuleg. En allt um
það skilaði Reykjaskóli mörg-
um ágætum nemendum frá
sér, og get ég dæmt það af
eigin reynslu, því að allmargir
þeirra sóttu síðar Mennta-
skólann á Akureyri, og var
margt traustra manna í þeim
hópi, og segir það sína sögu
um stjórn skólans. Ólafur rek-
ur söguna útúrdúralaust og
hófsamlega og hefir með
henni skilað merkri heimild
um skólasögu landsins og lýst
þróun og stríði, sem margir al-
þýðuskólar áttu við að búa
fyrstu árin. Myndirnar tvær af
húsakosti skólans annars veg-
ar frá 1932 á bls. 20 og hin
glæsilega kápumynd segja ef
til vill mesta sögu um þróun
málanna þar og raunar annars
staðar á landinu.
Elías Mar:
Það var nú þá
Reykjavík 1985.
Letur.
Elías Mar hefir ekki látið til sín
heyra um langt árabil, eftir að
hafa verið frjór rithöfundur á
annan tug ára 1946—59 og
sent þá frá sér ljóð, smásögur
og skáldsögur, en síðan ein-
ungis eitt ljóðakver þar til nú
að smásögusafnið, Það var nú
þá kom út sl. haust. Flestar
sögurnar eru þó gamlar og
samdar eru þær á tímabilinu
1950—84. Þetta er oflöng þögn,
því að höf. sýnir nú sem fyrr
að hann kann að halda á
penna, og smásöguformið er
honum vel tiltækt. Hann hefir
næmt auga fyrir sérkenni-
legum persónum, og kann að
festa mynd þeirra i huga les-
andans. Hver gleymir t.d.
gamla manninum í vegagerð-
inni, sem höf. þykist sjá ljóslif-
andi í París áratugum síðar.
Lífið setur mark sitt á
manninn, hvort sem hann lifir
úti á Islandi eða suður í Frans,
eða þá manninum, sem vökvar
leiðin í kirkjugarðinum að
ógleymdri Petrúnellu Patreks.
En höf. kann ekki einungis að
draga upp myndir, hann segir
söguna að baki þeirra, sem oft
verður hvöss ádeila, stundum
hörð og hispurslaus en bregð-
ur einnig stundum á hana
gamansömum blæ, sem hann
raunar mætti beita oftar. í
sögunni Á Skólavörðuholti
færir hann heimspólitíkina inn
í leik strákanna, sem breski
innrásarherinn sundrar að
lokum. En höf. á einnig til
mildari hlið t.d. í sögunum In
dulce jubilo og Hinsta vitjun.
En ef til vill sýnir sagan Bið
best athugunargáfu höfundar
og leikni í lýsingum. Elíasi Mar
er alveg óhætt að láta styttra
líða til útkomu næstu bókar.
Það sýna þessar sögur.
Maðurinn.
Líkaminn
í máli og
myndum
Rvík 1985.
Örn og Örlygur.
Bók þessi er þýdd úr sænsku
og er samantekin af starfshóp
vísindamanna, en Stefán B.
Sigurðsson, lífeðlisfræðingur
hefir íslenskað hana. Bókin er
í tveimur meginhlutum. Fyrri
hlutinn fjallar um likamann og
líkamshlutana ásamt æxlum,
erfðum, þroska og öldrun, en
síðari hlutinn er læknisfræði-
legt orðasafn. Fyrri hlutinn er,
eins og segir í formála „mynd-
ræn bók um mannslíkamann,
sem nýtir nútíma kennslu-
tækni með því að tengja
saman orð og myndir", en í
orðasafninu eru um 2.000
uppsláttarorð um almenna
læknisfræði og einnig orðaskrá
yfir fyrri hlutann, og er þar
geysimikinn fróðleik að finna.
Mér skilst, að bókin, eða raun-
ar heldur fyrri hluti hennar, sé
ætluð til kennslu í skólum, og
virðist hún mjög vel til þess
fallin, texti gagnorður og skýr,
efnismikill án þess að verða of
langorður, og myndirnar
hreinasta afbragð. Ég hefi ekki
haft færi á að þaulskoða bók-
ina, en við lauslega yfirferð
sýnist mér hún ákjósanleg
kennslubók, og fagnað mundi
ég því, að hafa haft slíka bók
meðan ég kenndi þessi fræði.
Þó má ætla, að hún sé í
stærsta lagi fyrir þá skóla, sem
helst ættu að nota hana, en
hún hefir þann kost að vera
auðlæs hverjum manni og
ásamt myndunum áhugavekj-
andi, og er slíkt ekki lítill kost-
ur á kennslubók, þar sem hún
um leið er blessunarlega laus
við meira og minna barnalegar
málalengingar, sem sumar
nýtísku bækur um lík efni eru
hlaðnar af. í stuttu máli sagt
er þetta góð fræðslubók, hvort
heldur í skólum eða utan
þeirra, og er sjaldgæft að það
tvennt sé svo vel sameinað.
Svör við
kollgátunni
á bls. 276.
1. Þvottalaugarnar í Laugardal.
2. Aðalstræti.
3. Jón Þorláksson.
4. Laxveiðin í Elliðaánum.
5. Skotfélag Reykjavikur.
6. Vatnsmýrin.
7. Stjórnarráðshúsið.
8. Skólavarðan. (Styttan er af Leifí
heppna, gjöf Bandaríkjastjórnar).
9. Agnar Kofoed-Hansen.
10. 1971.
Heima er bezl 297