Heima er bezt - 01.07.1986, Blaðsíða 7
skólans, en hann rak þá einhvers konar ,.forskóla“ þar sem
hann undirbjó krakka undir inntökupróf í fyrsta bekk
menntaskóla. Mig ntinnir að þessi kennsla hafi byrjað upp
úr áramótum og staðið fram á vor.
Eins og allflestir menntaskólanemar á þessum árum
vann ég á sumrin. Þá var oft erfitt um atvinnu þar sem hægt
var að hafa eitthvað upp úr sér. Ég var heppinn í því efni.
Ég komst í vegavinnu á Holtavörðuheiði og var þar í tvö
sumur. Þar sá aldrei til sólar svo ég muni, utan einu sinni
þegar Kristján konungur 10. fór þar um með fylgdarliði
sínu, sumarið 1936. Hann steig út úr bifreið sinni þar sem
við vegavinnukarlar vorum að starfi, gekk afsíðis og piss-
aði, má vera í virðingarskyni við okkur. Þar reistum við
síðar myndarlega vörðu eða minnismerki sem gnæfir þar
enn. Ég var eitt sumar í símavinnu, það þótti mér
skemmtilegt því henni fylgdu töluverð ferðalög og þá
kynntist maður landinu dálítið. Þetta var erfið vinna, það
var vosbúð, við lágum í lélegum tjöldum og bjuggum að
verulegu leyti við skrínukost. Stundum tók það tvær til
þrjár klukkustundir að vinnudegi loknum að komast í
tjaldstað, en sá tími taldist ekki til vinnudags. Svo get ég
nefnt það að eitt sumar vann ég við síldarverksmiðjurnar á
Siglufirði.
HÁSKÓLANÁM
OG HJÓNABAND
Róm 1956:
Sigurður og Ragn-
heiður spóka sig í
Colosseum. Sigurður
sat þarna FAO-þing
um þessar niundir
fyrir íslands hönd.
DIPLÓMATINN SIGURÐUR
HAFSTAÐ Í STOKKHÓLMI
OG MOSKVU
Þegar kom að því að velja háskólagrein voru íslensk fræði
mér ofarlega í huga. Lögfræðin varð þó fyrir valinu. Ég
sótti hins vegar um skeið fyrirlestra hjá Sigurði Nordal og
unt þetta leyti stofnuðu nokkrir nemendur hans til bók-
menntahrings sem ég tók þátt í ásamt öðrum kunningjum
mínum. Meðal þeirra voru Kristján Eldjárn, Agnar Þórð-
arson, Andrés Björnsson, Eiríkur Hreinn Finnbogason,
Sigurhjörtur Pétursson, og fleiri góðir menn.
Að frumkvæði Jónasar frá Hriflu var Viðskiptaháskólinn
settur á laggirnar haustið 1938. Hann var í upphafi sjálf-
stæð stofnun, en seinna sameinaður Háskólanum sem
sjálfstæð deild þar, Viðskiptadeild. Um þetta urðu geysi-
lega hörð pólitísk átök á Alþingi, þar sem Jónas Jónsson
beið ósigur. Þetta varð rétt áður en fyrsti árgangur skólans
útskrifaðist. Ég innritaðist í Viðskiptaháskólann og lauk
prófi í viðskiptafræðum árið 1942. Jafnframt hélt ég áfram
með lögfræðinám og tók lögfræðipróf í ársbyrjun 1944, en
það gerði ég fyrst og fremst vegna hvatningar frá konuefni
mínu Ragnheiði Kvaran.
Ragnheiður kona mín er dóttir Ragnars Einarssonar
Kvaran landkynnis og Þórunnar Hannesdóttur Hafstein.
Kynni okkar hófust 1941, en Ragnheiður hafði tekið stúd-
entspróf 1938 og stundað síðan nám við skjalaþýðenda-
skóla í Kaupmannahöfn. Við Ragnheiður giftum okkur svo
12. maí 1944 skömmu eftir að ég hóf störf í utanríkisþjón-
ustunni, áður hafði ég unnið í nokkra mánuði hjá skipulags-
nefnd atvinnumála. Þaðan minnist ég sérstaklega Torfa
Ásgeirssonar og Arnórs Sigurjónssonar, sem voru mér
hollir og hjálpsamir fyrsta spölinn í opinberu starfi mínu.
Það er erfitt fyrir mig að svara því hvers vegna ég lenti í
utanríkisþjónustunni. Ef til vill réði það úrslitum um
ráðningu mína að ég hafði tvöfalt háskólapróf. Þó kann hitt
að hafa verið nægilegt, að ég var þá framsóknarmaður, en á
þessum tíma var Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra. Þá réðu
pólitísk sjónarmið miklu og þannig er það enn.
Haustið 1945 bauðst mér staða við sendiráð íslands í
Stokkhólmi og starfaði ég þar í tæp tvö ár. Þá var Vil-
hjálmur Finsen sendiherra þar en hann hafði áður verið
fulltrúi íslands í sendiráði Dana í Osló, en starfaði þar að
öðru leyti sem blaðamaður. í stríðsbyrjun var stofnað ís-
lenskt sendiráð í Stokkhólmi og tók Vilhjálmur við forstöðu
þess. Vilhjálmur var góður drengur og tókst samvinna
okkar með ágætum.
Síðsumars 1947 hélt ég frá Stokkhólmi til Moskvu ásamt
konu minni sem þá var barnshafandi og dóttur okkar Þór-
unni, þá tvepgja ára. Þar var ég sendifulltrúi íslands þangað
til í febrúar 1951.
Frá Moskvudvölinni er margs að minnast. Nokkrum
vikum eftir komuna austur, á byltingardaginn 7. nóvem-
ber, stóð ég á Rauða torginu ásamt öðrum sendimönnum
erlendra ríkja, og stóð þar reyndar óþarflega lengi. ég
kunni ekki siðina. Aðrir sendimenn komu á torgið vegna
brýnnar skyldu og til að hlusta á Timoschenkov í kurteis-
isskyni, en hann hélt þar aðalræðuna. Við þessi hátíðahöld
stóðu leiðtogar Sovétríkjanna á þaki grafhýsis Lenins og
heilsuðu að hermannasið fólkinu sem gekk þar framhjá svo
milljónum skipti. Var Stalín vitaskuld þar fremstur í flokki.
Að lokinni hátíðarræðunni hurfu erlendir sendimenn af
Heimaerbezt 251